Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 12
Bls. 12 JÓLIN, JÓLIN... STBL. • Desember 1994 Jólin koma, jólin koma. Jólahátíðin er skemmtilegur tími. Stúdentar fjölmenna ípróf Ijúka prófum, fagna prófum, drekkja sorgum. Svo taka jólainn- kaup við, jólaglöggvun, rok á Laugaveginum og hasar á Þor- láksmessu. Yfir hátíðarnar er svo vömbin kýld, bœkur lesnar og fjölskyldu heilsað. Þegar líða fer að áramótin er svo litið um öxl og horft fram á veginn. Stúdentablaðið fór á stúfana, brá sér í gervi skoðanakönnuðar og tók púlsinn á stúdentum, kennurum og öðru Háskólafólki í handahófskenndri úttekt. Spurningarnar sem fólk svaraði voru þessar: Þorvarður, Gunnar, Jóhannes og Kristján., menntaskólanemar að sniglast inni á Háskólasvæðinu. 1. Við viljum fá utanlands- ferð og engar refjar. 2. Jólasveininn. 3. Perluna. 5. Halldór Vilhjálmsson þýskukennari. Baldvin, starfsmaður FS. 1. Nýjan bíl. 2. Stúdentaráð eins og það leggur sig! 3. Hvaða böll? 7. Hann er nauðsynlegur.fyrir móralinn en ætti að vera nýttur betur í fyrir íslenskan útflutn- ing. 8. Mér finnst alltaf gaman á gamlárskvöld. Hvað er eigin- lega að þér? Helga Kolbeinsdóttir, stjómmálafræðinemi/hag- fræðinemi. 1. Ég vil fá eyðieyju í karab- íska hafinu. 2. Hana mömmu, hún vildi ekki skrifa undir námslánin fyr- ir mig! 3. Perluna. 7. Hann er svo sætur. 8. Mér finnst gaman á gamlárskvöld. Sigurfinnur Arason, umsjónarmaður. 1. Ég vil fá gotterí og nammi. 2. Ólaf G. Einarsson. 7. Hann er ágætur strákur. 8. Mér hefur aldrei fundist leiðinlegt á gamlárskvöld. Þorsteinn Gylfason, prófessor. 1. Þegar ég var fimm ára setti ég alla mína skó út í glugga. Ég fékk ekkert í þá nema bréf frá jólasveininum sem áminnti mig fyrir græðgi. Ég hef ekki sett skó út í glugga síðan þá. 2. Þeir eru svo margir. 3. Hvomgt. 4. Það gerðist ekkert mark- vert á árinu. 7. Þangað til ég varð fimm ára leist mér ágætlega á hann. 8. Ég veit ekki af hverju þér leiðist, en ég er vanur að skemmta mér konunglega. Gyða Björg Olgeirsdóttir, stjómmálafræðinemi. 1. Góðar einkunnir. 2. Þá sem banna reykingar í skólanum. 3. Það fer eftir ástandinu í sambandinu. 4. Þegar ég hitti Halldór, hahaha. 6. Væmnar ástarsögur. 7. Hann er sætur. 8. Menn hafa svo miklar væntingar til þess kvölds. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent. 1. Rauðvínsflösku, Chateau Candenac Brown. 2. Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. 3. Ég verð í Rio de Janeiro um jólin svo ég kemst ekki á jólaböllin. 4. Það var kannski þegar ég var rekinn frá Ríkisútvarpinu af því það þurft að aflúsa stofnun- ina eins og Sigurður G. Tómas- son orðaði það svo smekklega, og þó. Það var svo sem enginn atburður. 6. Ég er búin með bókina um Krumma, er að lesa Fomar menntir eftir Sigurð Nordal og ætla t.d. að lesa íslenska Stíl- ffæði eftir Þorleif Hauksson. 7. Þeir eru svo margir. T.d. Jóhanna Sigurðardóttir. Hún ætlar að taka 1000 kr. frá ríka manninum og láta fátæka manninn fá 10.000 kr! 8. Mér fmnst alls ekkert leið- inlegt á gamlárskvöld. T.d. á næsta gamlárskvöld verð ég að skemmta mér á Copacobana- ströndinni í Ríó ásamt þúsund- um annara, allir hvítklæddir og á stuttbuxum. Það ermerkilegt hvað þessi háskólakennaralaun geta hrokkið, ef sparlega er með þau farið! 1. Hvað viltu fá í skóinn? 2. Hvern viltu sjá fara í jólaköttinn? 3. Á hvort jólaballið ætlar þú? 4. Hver er eftirminnilegasti atburður ársins? 5. Hver er maður ársins? 6. Hvaða bækur ætlar þú að lesa um jólin? 7. Hvernig finnst þér jólasveinninn? 8. Af hverju er alltaf svona leiðinlegt á gamlárskvöld? Skilyrði fyrir þátttöku voru umhugsunarlaus svör og ábyrgðarlaus. Ef menn svöruðu ekki um hæl, féll viðkomandi spurning niður. Sverrir Briem, sálfræðinemi. 1. Kamel sígarettur. 2. Það fer eftir því hvemig mér gengur í prófúnum. 3. Hvorugt, en ef, þá í Perluna. 4. Berlín. 5. Teitur. 6. Ég ætla að lesa “The hitchhikers guide to the galaxy”. 7. Ég er ótrúlega ánægður með jólasveininn. 8. Hvað er þetta maður, mér finnst fint á gamlárskvöld. Unnur Karlsdóttir, M.A. í sagnfræði. 1. Flugmiða til London. 2. Saddam Hussein. 3. Ég færi á Hótel ísland. 4. Sigur R-listans í Reykja- vík. 5. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- 6. Guðberg og Vigdísi Gríms. 7. Ég trúi á hann. 8. Er leiðinlegt á gamlárs- kvöld? Gerður og Sigríður 1. Mann og hús. 2. Brynjólf Bjömsson og Eggert Thorlacius. 3. Við ætlum á bæði. 4. Ferjuslysið í Eystrasalti. 5. Linda Pé. 6. Gamlar ástarsögur. 7. Hann er góður og skemmtilegur. 8. Það eina sem er leiðinlegt er að gamla árinu sé að ljúka. Gísli Marteinn Baldursson, stjórnmálafræðinemi. 1. Ég vil bættan hag stúdenta í skóinn. 2. Ég vil senda manninn sem braust inn í Vökuheimilið í jólaköttinn. 3. Hótel ísland. 4. Fundurinn í Háskólabíói þegar upp komst um lygar Röskvumanna í febrúar. 5. Gísli Guðni Hall. Hann er ntaður allra ára. 6. Gunnar Dal, Krumma og ritsafn Sigurðar Nordal (Fornar menntir). 7. Það er skemmtilegt við jólasveininn að íslendingar hafa lagt niður íslensku jólasvein- anna þrettán og margfaldað þess i stað hinn ameríska „santa klás” með sömu tölu! 8. Af því að menn fara yfir- leitt á ball. Sigurþóra Bergsdóttir, sálfræðinemi. 1. Erótísku smásögurnar, tundurdufl. 2. Fjármálaráðherraflónið mætti alveg fara í köttinn. 3. Hótel ísland, það er pott- þétt. 4. Glæsilegur ósigur Sjálf- stæðisflokksins í síðustu borg- arstjómarkosningum. 5. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir. 6. Vigdisi Gríms. 7. Hann er algert æði. 8. Hjá mér gamlárskvöld eitt skemmtilegasta kvöld ársins, a.m.k. ffam til tvö.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.