Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 23
STBL. • Desember 1994 H E I M I L I S H 0 R N 1 Ð Bls. 23 Hjá Gilbert og Ali á Reynimelnum Jón Óskar Þorsteinsson hagfræðinemi gripu hann hreint ekki berrass- aðan í bólinu. Nei, þvert á móti. Jón var vel greiddur í óða önn að ryksuga og vaska upp eins og sjá má af mynd hér á síðunni. Og þó var ekki að sjá að ryksog væri nauð- synlegt, því hvergi var rykögn að sjá og greinilegt að ryksugan rykfellur ekki á þessum bænum. Jón gerði hlé nauðugur viljugur á tiltekt og á örskammri stundu voru gestimir trakt- eraðir með girnilegum flatbökusneið- um og rop- vatni, sem að sögn gestgjafa er ein helsta fæðan þessa dagana. „Ég er í prófum“ sagði Jón af- sakandi og kankvís í senn og brosti. I stof- unni má rnörg glæsi- leg húsgögn og er samspil sófa og sófaborðs einkar skemmti- legt og ber smekkvísi og útsjón- arsemi Jóns glöggt merki. Ekki spilla tandurhrein gluggatjöld frá áttunda áratugnum fyrir, sem minna helst á meistaraverk Fassbinders „Angst essen Seele auf‘ - kvikmynd sem fékk menntaskólahugsuði til að taka andköf af andagift og aðra til að flissa þegar sást í lendar arabans í sturtunni og Emma horfði á. Arabinn sem lék Ali hengdi sig raunar í fangelsi í París þegar hann lfétti að Fassbinder hefði óverdósað í Berlín, en Ali sat þar inni fyrir að hafa stungið fyrrum elskhuga sinn til bana á dansgólfí diskóteks. Emma sem nú er á gamals aldri, leikur hins vegar enn og helst í sívinsælum þýskum sápum. En þetta er út- úrdúr, aftur að Jóni. Á öllu í íbúðinni er að merkja, að Jón er ffæðimaður og væran söng Gilberts, eina vinar síns í raun enda hefur Jón farið í gegnum sætt og súrt með hjálp tónlistarinnar. Það er oft með menn sem þjást, að þeir fmna huggun í tónum, ekki orðum. Um Jón gilda orð Sigfúsar Daðasonar, þjóðskálds sem orti: „Orð, ég segi alltaf færri og færri orð.“ Það er ekki laust við að útsendarar Stúdentablaðsins fari örlítið breyttir menn úr þessari sérstöku heimsókn til ekki bara fræðimaður: Jón er nefnilega gáfumaður sem þarf ekki einu sinni að lesa bækur. Hann veit hvað stendur í þeim. Þess vegna eru engar bækur í íbúðinni en hins vegar ara- grúi vínílplatna, einna helst með stiminu Gilbert O'Sullivan senr söng „alone again" urn árið. Það er ekki laust við að Jón verði létt melankólískur á svip þegar hann hlustar á angur- Jóns og Gilberts. Það var ein- hver óútskýranleg dýpt í þessu öllu santan. Við mælum eigin- lega með því að lesendur fari sjálfír i heimsókn til Jóns, en hann hyggur einmitt á opið samkvæmi i loka jólaballana aðfaramótt þess tuttugasta og annars þessa mánaðar. Jón er í Akademíu. Heimsókn til hagfræðinem- ans Jóns Óskar Þorsteinssonar er eins og að koma á aðra plánetu, svo mikil eru umskipt- in. Jón er frægur maður og þétt- ur velii. Jón er einn af þessum Melaskóli-Hagaskóli-MR-Há- skólinn-gaurum sem nú stjóma landinu. Hvort það á eftir að liggja fyrir Jóni Óskari að stjóma landinu (og þar með þér, lesandi góður) skal hér látið liggja milli hluta. Hitt er víst, að ef ráðamenn þjóðarinnar héldu um stjómartaumana eins og Jón heldur heimili, þá drypi hér smjer af hverju strái, flokkar tápmikilla ungbama myndu ganga blístrandi um götur og horfa bjartsýnn og keik mót bjarti framtíð, í stað þess að misþyrma hvert öðru í miðbæn- um um helgar, viti sínu fjær af ölvun og örvæntingu. íbúð Jóns, sem er einhleypur maður á besta aldri og í þokka- legu formi, er í Vesturbænum. íbúðin er í glæsilegu fjölbýlis- húsi með vel hirtri lóð og er greinilegt að Jóni hefur tekist að hafa áhrif í hússtjóm þar sem hann gegnir formennsku, því snyrtimennskan er í fyrirrúmi. Blaðamaður og ljósmyndari Stúdentablaðsins tóku hús á Jóni á þriðjudagsmorgni og Pasta Biafra Uppskrift þessa tölublaðs er fyrir þá háskóla- stúdenta sem munu koma til með að spila út eftir allt stressið og próflesturinn og hreinlega bræða úr Visa-kortinu í jólaösinni. Kaupa bækur í massavís, m.a. Guðmund Árna og o.k. mister Boss, kæla svo kortið í jólaglögginu á milli jóla og nýárs. Og hvað þýðir svoleiðis vitleysa? Jú, pasta biafra á hverju kvöldi í janúar. Uppskriftin fer hér á eftir. Innihald 1. líter að vatni. 500 g. af spagettí, ódýrustu eggjategundinni í bónus, faxafeni. 60 g. Vals-tómatsósa. (af hverju er ekki til KR- tómatsósa?) hnífsoddur af salti. Skrúfið frá krananum og hellið c.a. einum lítra af vatni í pott. Sjóðið drykklanga stund og opnið spagettípokann varlega á meðan. Varlega því við hryssingslega meðhöndlun eiga nokkur spaget- tístrá til að falla í gólfið og brotna í smærri eining- ar sem erfitt er að ná upp. Setjið spagettíið í pott- inn og saltklípu yfir. Á meðan hveitipípurnar sjóða, blandið vatni út í tómatsósuna til þess að drýgja brúsann. Hristið, takið soðið spagettíið upp úr pottinum og hellið af vatninu. Til að spara vatn, nota margir soðna vatnið til að vaska upp á eftir. Setjið spagettíið á disk og hellið tómatsósuna jafnt yfir, haldið með vinstri hönd í diskröndina og beit- ið hægri hönd til þess að hræra rólega með gafflin- um í spagettíinu þar til það hefur fölbleikan lit. Rétturinn er tilbúinn, verði ykkur að góðu og skammist ykkar fyrir eyðslusemina yfir jólin. Óskalisti stúdenta Glaðningur sem stúdentar vilja endilega fá í skóinn fyrir þessi jól. . . Danska hægindasófa frá Epal alá Læknagarður á allar hæðir allra bygginga á Háskóla- svæði. Hér gildir sama regla og í pólitíkinni: Ef það á að bruðla, þá verður það að ganga yfír lin- una. Forréttindi læknanema cru óþolandi, aðeins forréttindi allra stúdenta fram yfir aðra minni- hlutahópa geta bætt fyrir þau. Ódýrara kaffi og lengri opnunartíma í Þjóðarbók- hlöðunni. Bókasafn með skrif- stofuopnunartíma og rándýrt kaffi er náttúrulega út í hött og ætti að breyta í stjómsýsluhús. Hinn möguleikinn er náttúru- lega að hækka námslánin en sá möguleiki verður að teljast á- líka fjarlægur og að sjá móður Teresu á „Skippemum“ um helgina. Aðra opnunarhátíð Þjóðar- bókhlöðunnar þar sem stúdent- um og menningarvitum yrði sérstaklega boðið en ekki bara uppgjafa stjómmálamönnum, bissnessflónum og stærilátum stúdentapólitíkusum. Og þá yrði skálað í kampavini, ekki þessu djússulli sem boðið var upp á. Engin furða að það glundur var gratís. Fleiri skemmtilegar skýrsl- ur um Evrópumái frá stofhun- um Háskólans, sérstaklega Sjávarútvegsstofnun. Þá hafa menn eitthvað til að tala um á þessu landi eftir að Kmmmi dró sig í hlé og það styrkir sjálfs- traust þingmanna úr dreifbýlinu gagnvart þessum menntamönn- um á Melunum. Þangað til skýrslumar batna. Að fjölmiðlar hætti þessu “generation X” bulli og láti þar með af þeim leiða ósið og safna heilu árgöngunum saman og smella á þá merkimiða mis- munandi ómerkilegum. Senni- lega er eina einkenni þess fólks sem allir rembast við að nefna kynslóð, hve ólík hún er inn- byrðis og laus við að vera hjörð. Glaðningur sem stúdentar vilja ómögulega fá í skóinn fyrir þessi jól. . . Ekki meiri vilja og skilning frá ráðamönnum þjóðarinnar og einkum ekki frá mennta- málaráðherra. Sagan sýnir að það er hætta á ferðum þegar orðin „vilji" og „skilningur" heyrast af vömm þingmanns því þá er samtengingin „en“ alltaf á næstu grösum. En við viljum ekkert „en“, stúdentar vilja einfaldlega hreinskilni og heiðarlega umræðu um málefni Háskólans. Það er nokkuð öruggt að fæsta stúdenta langar til þess að fá Gunnar H. Birgisson verk- fræðing og stjómarformann LÍN í skóinn. Raunar er svolítið gaman að ímynda sér dr. Gunn- ar ófan í skónum. Hins vegar má efast um að menn vilji nokkuð sjá hann í jólaboðum hjá sér heldur enda geta menn lagt saman tvo og tvo hvað varðar vaxtarlag og matarlyst. Ekki boðsmiða á jólaglögg og áramótfögnuð hjá Þjóð- vaka. Það eitt gæfi þeim hinum sama til kynna að hann væri pólitískur fallisti, vinstri eyðslu- krati og stuðningsmaður Jó- hönnu. Nei, engan boðsmiða takk, ómögulega. íslensk egg em nokkuð sem stúdentar vilja ómögulega fá í skóinn. Þrátt fyrir auglýsinga- herferð bændasamtakanna um að íslenskur landbúnaður sé af- bragð og allt annað sé fjölda- ffamleitt hormónakjet, þá hefur komið á daginn að íslensk eggjabú eru hreinar salmonellu- stíur og egg því stórhættuleg neysluvara. Svo brotna egg í skóm. Kántrí 7 vill enginn fá i skó- inn. Þessi plata sem er nokkurs konar Hallbjöm Hjartarson „greatest hits“ vilja stúdentar ó- mögulega fá í skóinn. Hallbjöm er að vísu KR-ingur og stóð sig vel á Laugardalsvellinum í den tid en samt sem áður; þetta kántrídæmi er búið, því er lok- ið, það er á enda.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.