Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 18
Bls. 18 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Þjóðarbókhlaðan - illa nýtt fjárfesting? Stúdentar safna 22,5 milljónum! Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að stúdentar settu sitt mark eftirminnilega á opnun Þjóðarbókhlöðunnar þann l.des. síðastliðinn. Á opn- uninni afhenti formaður SHI, Dagur B. Eggertsson, Einari Sigurðssyni landsbókaverði 22,5 milljónir að gjöf í Þjóð- bókasjóð: Afrakstur söfnunar- innar „Fyllum bókhlöðuna", sem hefur verið í gangi síðan í - haust. Þessi söfnun og árangur hennar vakti verðskuldaða at- hygli enda langstærsta gjöfin sem barst Þjóðarbókhlöðunni við opnun hennar. í máli nokk- urra ræðumanna kom jafnframt fram að sennilega hefur framtak stúdenta gert meira fyrir Bók- hlöðuna en nokkuð annað, bæði hvað varðar þá upphæð sem safnaðist og ekki síður þá já- kvæðu umfjöllun um Þjóðar- bókhlöðuna, bókasafnsmál og menntun í landinu sem fylgdi á- taki stúdenta. En áfram streym- ir endalaust. Þjóðarbókhlaðan hefur verið tekin í notkun og nú er það stúdenta að taka þátt í mótun hennar, jafnt við aðra sem að henni standa. Er kaffistofan í Þjóðarbókhlöðunni fokdýr? Stúdentablaðið framkvæmdi verðkönnun á dögunum og niðurstöðurnar eru ótvíræðar Þjóðarbókhlaðan er falleg og glæsileg bygging. En eins og menn hafa bent á, þá er bók- hlaðan ekki bara bygging, hún er líka vinnustaður. Og hvað þurfa menn umfram annað í vinnunni? Jú, kaffi! Og þar eð stúdentar eru láglaunaminni- hlutahópur skiptir meira að segja verðið á kaffisopanum máli. Nokkuð hefur borið á óá- nægju vegna þeirrar staðreynd- ar að bannað er að borða nesti í Þjóðarbókhlöðunni annars vegar, og hins vegar að veit- ingar í Þjóðarbókhlöðunni hafa verið sagðar dýrari en annars staðar í Háskólanum. Þessu hafa sumir mótmælt. Stúdenta- blaðið kannaði málið og bar saman verð á fimm vinsælum veitingum í Odda og Þjóðar- bókhlöðunni. I Odda er kaffi- bollinn á 50 kr. en í Þjóðar- bókhlöðunni kostar hann 70 kr. fyrir stúdenta og 90 krónur fyrir aðra gesti. Rúnstykki með osti og skinku kostar í Odda 125 en í Þjóðarbókhlöðunni kostar rúnstykki með osti og grænmeti 120 kr. í Odda er kleinan á 60 kall en í Þjóðar- bókhlöðunni fer hún á 40 krónur, Tópas- inn er á 55 í Odda en á 54 í Þjóðarbók- hlöðunni. Að lokum kostar kókómjólk 50 kr. í Odda en 54 kr. í Þjóðar- bókhlöðunni. Þess ber að geta að stúdentar fá 20% af- slátt af öllum veitingum í Þjóðarbókhlöðunni. Af þessu má sjá, að því fer fjarri að á kaffi- stofu Þjóðarbók- hlöðunnar sé okrað á stúdent- um. Hins vegar má spyrja hvort ekki sé aukið hagræði af því, að rekstur kaffí- stofunnar í Þjóð- arbókhlöðunni sé í höndum FS eins og aðrar kaffistofur í Há- skólanum? Opnunartími of skammur og nesti bannað! Stúdentar hafa flykkst í Þjóðarbókhlöðuna síðustu daga, bæði til þess að berja herlegheitin augum og ekki síður til þess að lesa og stunda sín fræði. Húsakynnin eru eins og allir vita til fyrir- myndar en einn er hængur á. Bókhlaðan lokar virka daga klukkan 19.00. og á laugardögum klukkan 17.00. Þetta er náttúrulega ótækt því nemendur eru oft og tíðum búnir í tímum klukkan fimm og því aðeins opið í eina tvo tíma. Margir treysta aukinheldur á kvöldin til þess að hamast í skruddunum og þá er lok, lok og læs í hlöðunni. Að sögn kunnugra ku ástæða þessa vera mann- ekla í Þjóðarbókhlöðunni en vonir standa til að kippa þessu í liðinn hið snarasta. Annað mál hef- ur vakið upp nokkra óánægju meðal stúdenta, en það er bann við því að borða nesti í bókhlöð- unni. Að sögn nemenda er megn óánægja með það bann, enda stúdentar staurblankur þjóðfélags- hópur og aðeins tveir kostir í stöðunni: Hækka námslán um helming eða leyfa nestisát í hlöðunni. í Ijósi reynslunnar hlýtur síðari lausnin að teljast raunsærri. Stúdentablaðið ræddi við Einar Sig- urðsson, landsbókavörð og Dag B. Eggertsson formann SHÍ um þessi mál. Dagur B. Eggertsson Stbl: Hvað er Stúdentaráð er gera í „nestis- og opnunarmál- um “ Þjóðarbókhlöðunnar. Dagur: „Við höfum lagt á- herslu á það varðandi opnunar- tíma Þjóðarbókhlöðunnar að þessi fjárfesting sem Þjóðarbók- hlaðan nýtist sem best. Við vilj- um helst sjá Þjóðarbókhlöðuna opna milli 8.00 og 23.00 dag hvem, a.m.k. frá 9.00 til 22.00. Við lögðum fram þessar óskir okkar strax fyrstu helgina eftir að Bókhlaðan opnaði, því að öðmm kosti nýtist Bókhlaðan illa sem lesaðstaða." Stbl: Hver var svo niðurstaóa þess? Dagur: „Erindinu hefur ekki enn verið svarað. En opnunar- tími safnsins hangir saman við Qárveitingar til þess, við gemm okkur fulla grein fyrir þvi. Við höfum rætt við þingmenn og ráðherra og þá sem íjárveiting- arvaldið hafa um það mál og gerum okkur vonir um að okkur verði svarað í þeim efhum næstu daga.“ Stbl: En hverju sœtir að lestofan upp í Aðalbyggingu var tekin úr notkun? Dagur: „Það rými var tekið undir prófstofu. Hins vegar var komið til móts við þarfír nem- enda þar sem lesaðstaða er fyrir hendi í tveimur kennslustofum í byggingunni sem og í fordyri gamla Háskólabókasafnsins.“ Stbl: Hvað fmnst þér um þœr raddir sem segja að Þjóðarbók- hlaðan sé ekki œtlað að vera lesaðstaða fyrir Háskóla- og framhaldsnema? Dagur: „Auðvitað er Þjóðar- bókhlaðan ekki eingöngu lesað- staða. Því hefur enginn haldið fram. En ef þetta hús á að vera lifandi og draga til sín straum af fólki sem nýtir það sem safnið hefur upp á að bjóða, þá verður starfsemi hússins að taka mið af óskum stúdenta. Stbl: Hvað með þá stefnu safnsins að banna nesti I bygg- ingunni? Dagur: „Við höfum rætt við Einar Sigurðsson landsbóka- vörð um það. Það liggur engin endanleg ákvörðun fyrir um það, hvernig þeim málum verð- ur háttað í framtíðinni. Þangað til svo verður höfúmn við vil- yrði fýrir því að starfsfólk muni sjá i gegnum fíngur sér hvað varðar nesti á kaffistofunni. Við stúdentar leggjum hins vegar mikla áherslu á að menn geti komið með nesti að heiman í Þjóðarbókhlöðuna. Annað væri óeðlilegt á almenningsbóka- safni, að menn neyddust til þess að kaupa þar veitingar, einkum námsmenn sem verða að horfa í aurinn.“ Einar Sigurðsson Stbl: Nú eru stúdentar al- mennt mjög óánœgðir að ekki sé leyft að borða nesti í Þjóðar- bókhlöðunni. Hvaða skýringar gefur þú þessu fólki? Einar: „Vissulega hefur kom- ið upp nokkur óánægja út af þessu en hún virðist stafa af ókunnugleika. Ástæðan fyrir þessu er einföld. Menn verða að lúta nokkru strangari reglum í Þjóðarbókhlöðunni en á öðrum lessvæðum því Bókhlaðan er meira en lessvæði. Hér viljum við halda uppi ákveðnum staðli - að vísu ekki svo merkilegum að stúdentum verði ekki vært - en sem tryggir að Þjóðarbók- hlaðan geti sinnt sínu tvíþætta hlutverki sem Háskóla- og Landsbókasafn. Ég vona að stúdentar sýni því skilning að að í Bókhlöðunni gilda í sumu strangari reglur en í Háskól- anum.“ Stbl: En er það ekki einfald- lega sanngirnismál að stúdent- ar fái að borða nesti sitt innan- dyra, getur það skaðað ein- hvern? Einar: „Veitingastofa Þjóðar- bókhlöðunnar getur ekki mætt því með góðu móti. Sérstaklega með tilliti til þess hvað gæti gerst ef allir aðrir myndu líka mæta með nesti, t.d. framhalds- skólanemar. En til þess sð koma til móts við stúdenta höf- um við ákveðið að lækka verð verulega til stúdenta í veitinga- stofunni." Stbl: En hvað með ganginn fyrir framan veitingastofuna, má ekki leyfa nesti þar? Einar: „Það er nú eitt í þessu enn. Þjóðarbókhlaðan er ekki fullbúinn enn, það á eftir að ganga frá ýmsum lausum end- um, t.d. varðandi þetta svæði þar sem ætlunin er að koma upp margs konar aðstöðu. Ég held að það sé rétt að málin fái að þróast í rólegheitunum fram eft- ir vetri og meta svo þetta mál þegar húsið er komið í endalegt form. Og það er engin ástæða til þess að vera með of mikla óþreyju í þessu máli eins og brá við í upphafi. Við vinnum hér saman í safninu, starfsfólk og stúdentar og því mun tæpast koma til viðurlaga í þessum nestismálum." Stbl: Hvað með opnunartíma safnsins. Kom aldrei til greina að haj'a hann rýmri, ekki síst með það til hliðsjónar að ftmm þúsund stúdentar eru I próflestri? Einar: „Við vorum hreinlega að opna safnið fyrir fáeinum dögum. Starfsfólk hér hefur unnið sleitulaust og lagt nótt við nýtan dag til þess að safnið gæti opnað. Það hefur meira að segja gengið illa að fullmanna vaktir til 19.00 síðustu daga. Starfs- fólk hér hefur unnið gríðarlegt starf. í þessu máli sem öðrum eru einnig fjármál lykilatriði og auðvitað vantar okkur peninga. Á móti kernur hefur alltaf kom- ið til greina að ráða stúdenta i tímavinnu og afleysingar í safn- inu og auka þannig okkar svig- rúm. Þetta er afar algengt t.d. í Bandaríkjunum. Með þessu vinna stúdentar sér inn aukapening og styrkja tengslin við Bókasafnið. Allra leita verður leitað við að hafa opnunartíma sem rúmastan." Sthl: Segjum sem svo að eng- in aukajjárveiting fáist til Þjóð- arbókhlöðunnar. Þýðir það ó- breytta opnunartíma á nœsta ári eða er mögulegt að hag- rœða eða forgangsraða innan núverandi jjárlagaramma þannig að opnunartími verði lengdur? , Einar: „Það er e.t.v. skiljan- legt að stúdentar líti á safnið að miklu leyti sem lesaðstöðu. En skv. lögum hefur hið nýja safn! samfélagslegar og menningar- legar skyldur. Þær skyldur setja okkur á herðar afar umfangs- mikið starf og þær skyldur er ekki hægt að skera rnjög róttækt niður og það starf er ekki hægt að svclta til þess að auka opn- unartímann. En við getum von- andi náð að drýgja opnunartím- ann mcð því að nýta okkur starfskrafta stúdenta.“ Borðaði Jóhanna nestið sitt við opnun þjóðarbókhlöðunnar?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.