Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 4
Bls.4 HÁSKÓLINN STBL. • Desember 1994 Umdeild fjárfestingá niðurskurðartímum Dýrir sófar keyptir í Læknagarð Þeir sem leggja leið sinn inn i Læknagarð komast ekki hjá því að reka augun í forláta sófa sem þar blasa við á hverri hæð. Ó- hætt er að segja að sófamir séu glæsilegir og stinga því óneitan- lega í stúf við umhverfið en byggingin er langt frá því að vera fullfrágengin. Margir hafa furðað sig á þessum kaupum, mitt í niðurskurði og fjársvelti til menntamála og spurt sig: Hvað kostuðu þessir sófar ná- kvæmlega? Hver ákvað að kaupa þá? Er þetta ekki flott- ræfilsháttur? Spumingamar em margar og Stúdentablaðið fór á stúfana og kannaði málið inn í ranghölum skrifræðisins. Garðar Halldórsson, Húsa- meistari Ríkisins, sagðist í sam- tali við Stúdentablaðið bera á- byrgð á þessum kaupum ásamt Sigurði Gíslasyni yfirarkitekt Læknagarðs. Að sögn Garðars var ákvörðunin um að kaupa þessa sófa tekin á þessu ári en menn höfðu lengi reiknað með að kaupa sófa þessum líkum. Hann vildi þó taka fram að ekki hefði þurft að sérhanna eða framleiða sófana sérstaklega, því þessir sófar hefðu fallið að kröfum arkitektanna. Aðspurð- ur sagði Garðar sófana vera danska, keypta í gegnum fyrir- tækið Epal í íslandi hjá Magnus Olesen í Danmörku. Nákvæmt verð hafði Garðar ekki á tak- teinum en vísaði á Háskóla- menn, sem væm formlega réttu aðilamir til að svara til um verð. Garðar sagðist hins vegar vita til þess að sófamir hefðu ekki verið ódýrir. Sófarnir kosta rúmlega 2,7 milljónir samtals Að sögn Gunnlaugs H. Jóns- sonar Háskólaritara sem fer með fjármál Háskólans kostuðu sófamir alls 2.726.926 kr. eða tvær milljónir sjöhundruðtutt- uguogsex þúsund, níuhundruð- tuttuguogsex krónur. Innkaup- verð sófanna, en þeir skiptast í 25 einingar, var 1.950.830 kr. en með flutningsgjaldi upp á 298.143 kr. og 24,5% virðis- aukaskatti er raunverðið liðlega 2,7 milljónir króna. Það gerir c.a. eitthundraðogtíuþúsund krónur á hverja einingu. Gunn- Iaugur sagðist ekki geta lagt mat á það, hvort að þetta væri óeðlilega hátt verð eða skyn- samlegt af Háskólanum að fjár- festa í þessum sófum á niður- skurðartímum. „Það er bygg- ingamefndar að ákveða. Hún hefur til ráðstöfunar um 20 milljónir á þessu ári og hún for- gangsraðar eins og hún telur best. T.d. var ákveðið að mal- bika við Læknagarð á árinu sem var afar þarft“ sagði Gunnlaug- ur. Hvað segja nemendur? Þeir læknanemar sem Stúd- entablaðið ræddi við, vom flest- ir hissa á þessari fjárfestingu. í sjálfu sér væri svo sem ekkert að því að hafa sófa í húsinu en þessi ákvörðun vekur einkum upp tvær spumingar. í fyrsta lagi vaknar sú spuming, hvort ekki hafi verið ástæða til þess að gera eitthvað innanhúss í Læknagarði áður en þessir sófar vom keyptir, þ.e. hvort forgangsröðun verkefna sé eðli- leg. í öðm lagi hafa sófamir sjálfir valdið óróa, hve dýrir og veglegir þeir eru. Menn hafa eðlilega spurt sig hvort ekki hafi verið hægt að kaupa ódýr- ari sófa, fyrst ákveðið var að kaupa slík húsgögn á annað borð. Aðrir hafa bent á að mun fremur hefði verið nauðsynlegt að koma ónýttum kennslustof- um í gagnið og t.d. hefði verið sniðugt að koma upp kaffisölu í húsinu og kaupa svo einhverja ódýra og jafnvel íslenska sófa. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hefur þegar gefið eina og hálfa milljón í söfnunarátak stúdenta fyrir bættum bókakosti Þjóðar- bókhlöðunnar. Þeir hjá Vöku- Helgafelli bættu um betur á dögunum er þeir tilkynntu að allur ágóðinn af sölu bókarinnar „Þjóð á Þingvöllum“ myndi renna í Þjóðbókasjóð. Með þessu vill fyrirtækið vekja enn frekari athygli á framtaki stúd- enta og nauðsyn þess fyrir þjóðina að bókhlaðan verði sem best búin bókum. Þann áttunda desember síðastliðinn afhenti Ólafur Ragnarsson fram- kvæmdastjóri forlagsins, Einari „Sófar eru dýrir“ Brynjólfur Sigurðsson er for- maður bygginganefndar Há- skólans sagði í samtali við Stúdentablaðið að íyrir þremur ámm hefði verið komið á fót 3ja manna nefnd sem hefði það að hlutverki að forgangsraða þeim tuttugu milljónum sem Læknagarður fær til fram- kvæmda ár hvert. í nefndinni sitja nú Jónas Hallgrímsson, Hörður Filippusson og Sigurjón Amlaugsson. „í ár var að á- kveðið að fara að óskum þeirra sem í húsinu starfa og gera eitt- hvað fyrir innbúið, ef svo má komast að orði.“ Brynjólfi fannst allt of mikið gert úr þess- um sófakaupumn, því þeir væm nauðsynlegur húsbúnaður sem stórauka notagildi hússins. Þar geta nemendur tyllt sér og rætt saman. En hvað verðið og þá staðreynd að keyptir voru danskir stólar? „Eg get ekki svarað því nákvæmlega. Við í- byggingamefnd lítum alltaf með hlýhug til íslenskrar ffam- leiðslu en hún verður að stand- ast alþjóðlega samkeppni. Markaðurinn er stærri en bara Island. Hvað varðar verðið þá þekki ég ekki þennan markað nógu vel til að geta sagt til um það. Hins vegar var leitað eftir tilboðum og ég lít svo á að Húsameistari hafi gert bestu kaupin. En það er bara einu sinni svo að sófar em dýrir“ sagði Brynjólfur að lokum. Sigurðssyni landsbókaverði fyrsta eintak bókarinnar að gjöf. Þjóð á Þingvöllum fjallar um lýðveldishátíðina á Þingvöllum þann 17. júní 1994. í henni er rakin i stuttu máli sjálfstæðibar- átta þjóðarinnar og sagt ffá lýð- veldishátíðinni 1944. í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir. Vig- dís Finnbogadóttir forseti ís- lands og Davíð Oddsson for- sætisráðherra, rita formála að bókinni. Stúdentar kunna Vöku-Helgafelli bestu þakkir fyrir veittan stuðning og rausn- arlegt framlag til þjóðarátaks- ins. Sparaðu þér sporin og slöngvaðu þér út úr biðröðinni segir Sigríður Gunnarsdóttir lánasjóðsfulltrúi Flest okkar eru um þessar mundir á leið í orrnstu við skrifræði Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Og sú orrahríð sem fer fram á skrif- stofu LÍN við Laugaveginn getur verið bæði löng og ströng. Af þeim sökum vill lánasjóðs- fulltrúi SHÍ, Sigríður Gunnarsdóttir, minna alla námsmenn á lánasjóðsþjónustu Stúdentaráðs. I öllum tilvikum geta Háskólastúdentar skilað inn gögnum og fengið upplýsingar hjá lána- sjóðsfulltrúanum á skrifstofu SHÍ og sparað sér þannig sporin og biðraðabiðina uppi í LIN. - Þannig er jafnframt mun líklegra að skjöl og plögg týnist ekki hjá skrifræðisskrímslinu og afgreiðsla verði öll örugg og ör. Þessi þjónusta er örugglega opin alla virka daga frá níu til fimm, og svo eftir samkomulagi. Þjóð á Þingvöllum Allur ágóði af sölu bókarinnar rennurtil Þjóðarbókhlöðunnar Góð bók! Á dögunum var efnt til bókarátaks í Geysishúsinu undir kjörorðinu „góð bók“. Að átakinu stóðu ýmis samtök, svo sem Rithöfundasambandið, félag útgefanda, félag gagnrýnenda og ýmsir aðrir sem standa að bókaútgáfu og prentun í landinu. í átakinu var lögð áhersla á gildi bóka fyrir samfé- lagið, bæði efnahagslegt, menningalegt og samfélagslegt gildi. I því samhengi kom fram að prent- iðnaðurinn veltir um 12 milljörðum íslenskra króna árlega og veitir þúsundum manna atvinnu ár hvert. Jafnframt skoruðu átaksmenn á landslýð að gefa sér tíma með bókinni, ekki síst meó bömum sínum. Staðið var fyrir upplestrum og ýmis konar uppákomum átaksdagana enda af nógu af taka. - Fjöldi spennandi bóka er að koma út fyrir jólin og má öruggt telja að stúdentar við Háskóla íslands iða í skinninu að þeyta námsskruddunum út í hom og komast í íslenskar bókmenntir yfir hátíðimar. Sá fáheyrði atburður gerðist á Seltjarnarnesi að smáliðið - Grótta bar sigur úr býtum ( viðureign sinni við risaveldið KR í handbolta. Leikurinn var þáttur í bikarkeppni karla I handknattleik og er svo sem enginn skaði skeður því þetta er hálfómerkileg keppni hvort sem er, sem KR-ingar ætluðu ekki að taka þátt í. Hins vegar er þáttur dómarana í þessum leik öllu alvarlegri en þeir ku ekki einungis hafa verið smáliðinu Gróttu hliðhollir, heldur beinlínis dæmt þennan leiðinlega leik í þeim tilgangi að klekkja á risanum. (Menn eru nefnilega yfirleitt á móti risum, fslendingar þjást af n.k. Davlð og Golíat-komplex). Þetta eru slæm tíðindi og til - vansa fyrir fslenskt íþróttalff og ættu allir þeir sem að þessum sigri stóðu að skamm- ast sín. KR-ingar eiga aftur á móti að láta svona smáóhöpp og óréttlæti ekki hafa nein á- hrif og halda áfram sinni nær óslitnu sigurgöngu í hverri f- þróttagreininni á fætur annarri. En dómarar og mótherjar KR-inga ættu held- ur betur að hugsa sinn gang varðandi fantaskap, fúlmenn- isbrögð og dómarasvindl í framtíðinni. Svoleiðis kemur mönnum alltaf í koll fyrr frek- ar en síðar, það veit sá sem allt veit. Loks má geta þess að senn koma á markað hinir sívin- sælu KR-flugeldar og má telja fullljóst að Háskólastúdentar munu fagna því í ár sem endranær og fjölmenna á söl- urnar. Orösending frá félagi stjórn- málairæðinema Á dögunum var haldinn fundur á vegum félagsins í samvinnu við Vöku fls. um málefni Ríkisútvarpsins. Ástæðan fyrir samstarfinu var í stuttu máli sú að félögin voru hvort í sínu lagi að skipuleggja sams konar fund og bæði búin að boða menn, ákveða stund og stað. Þá frétti hvort félag um fyrirætl- anir hins og þar sem funda- markaður í Háskólanum er takmarkaður (þ.e. eftirspum- in annar ekki tveimur fundum um sama málefnið með stuttu millibili) þá var ákveðið að slá fundunum saman og halda einn stóran. Að gefnu tilefni vill stjórn félagsins árétta að með þessu var félagið ekki að taka af- stöðu í stjómmálum stúdenta, ástæðan fyrir þessu samstarfi við Vöku fls. var eingöngu markaðsfræðilegs eðlis. F.h. stjómar félags stjóm- málafræðinema, Einar Skúlason, formaður.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.