Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 7
STBL. • Desember 1994 STÚDENTAR Bls. 7 Þjóðarátak - hvurslags var þetta? -svör við nokkrum einföldum spurningum um þjóðarátak stúdenta eftir Skúla Helgason Hver var hugmyndin? Síðastliðin áramót kynnti undirritaður hugmyndina um sérstakt átak til að efla háskóla- bókasafnið. Kveikjan voru kynni mín af næststærsta bóka- safni Bandaríkjanna haustið 1993. Ég var orðinn samdauna hinu fátæklega bókasafni HÍ og löngu hættur að reikna með því sem mikilvægu tæki í mínu námi, enda hrein hending ef heimildir sem mann skorti voru til í safninu. Vestra var hins vegar allt sem hugurinn gimtist og meira til. Ég íylltist ein- hverjum fiflalegum metnaði fyrir hönd bókaþjóðarinnar og ákvað að fá félaga mína i Röskvu til að gera eitthvað í málunum. Hugmyndinni var vel tekið og plantað í kosninga- stefnuskrá Rösvku. Að loknum kosningunt hófst undirbúningur og í júnílok var ég ráðinn fram- kvæmdastjóri átaksins af nefnd sem í sátu háskólarektor, for- maður Stúdentaráðs og formað- ur Vöku. Hvað kostaði átakið stúdenta? Þjóðarátakið kostaði ekki krónu úr sameiginlegum sjóð- um stúdenta en stúdentar sýndu hins vegar stuðning sinn með vinnuframlagi og kaupum á barmmerki átaksins. Stúdenta- ráð liggur ekki á digrurn sjóð- um og það var strax ljóst að afla þurfti sérstaks fjármagns til að hægt væri að greiða kostnað við átakið. Ég fór á stúfana og safn- aði 2,5 milljónum króna meðal fyrirtækja og stofnana. Þar með var fjárhagsgrundvöllur átaks- ins tryggður. Heildarkostnaður átaksins mun losa u.þ.b. 2 mill- jónir króna og verður afgangur- inn látinn renna beint í Þjóð- bókasjóðinn. Hvað var gert? Atakið var tvíþætt. Annars vegar var um áróðursherferð á ræða. Þar sem vakin var athygli á versnandi stöðu Háskólabóka- safnsins samanborið við útlönd og gildi þess fyrir þjóðina að eiga fullkomið nýtískulegt þjóðbókasafn. Gefin voru út blöð og bæklingar, auk greina- skrifa og annanar umjöllunar í ljölmiðlum. Þar nutum við m.a. liðsinnis sérstakrar hátíðar- nefndar átaksins sem í áttu sæti valinkunnir einstaklingar, aðilar vinnumarkaðarins o.fl. Hins vegar var átakið fjáröfl- un til eflingar ritakosti liins nýja safns. Ákveðið var að stofna Þjóðbókasjóð stúdenta og fyrsta framlagið kom frá stúdentum sjálfum, með andvirði bami- merkjasölu í Háskólanum. Skafmiðahappdrættið Skóla- þrennan var einn liður í átakinu og stúdentar lögðu mikla vinnu í undirbúning þess, s.s. að tryggja samstarf við Sjónvarpið og afla glæsilegra bónusvinn- inga. Þar munaði mestu um ötult starf Péturs Þ. Óskarsson- ar. Leitað var til erlendra sendi- ráða, ræðismanna á íslandi, ís- lendingafélaga og erlendra stór- fyrirtækja. Mest áhersla var þó lögð á fjáröflun nteðal rúmlega 200 innlendra fyrirtækja sem m.a. var boðið að taka tímarit í fóstur. Hverjir unnu verkið? Undirritaður bar ábyrgð á fjármálum átaksins, kynningar- starfi, fjársöfnun og starfs- mannahaldi. Mikill fjöldi stúd- enta tók þátt í bannmerkjasölu, kynningu í Kringlunni, greina- skrifum, söfnun styrktarlína, söfnun óskalista úr deildum o.sv.frv. Þá er ógetið framlags starfsmanna SHÍ, einkum for- manns sem átti mikinn heiður að undirbúningi átaksins. í upp- hafi átaksins var auglýst eftir starfsfólki innan Háskólans. Svörun var frekar drærn og það fór svo að flestir þeirra sem lögðu átakinu lið komu úr röð- um Röskvu. Það þarf ekki að koma á óvart, málið var jú eitt af kosningaloforðum félagsins og því eðlilegt að mönnum þar á bæ rynni frekar blóðið til skyldunnar en öðrum. Hvað með Vöku? Liðsmenn Vöku hafa talað opinberlega um mikið samstarf og samvinnu Vöku og Röskvu í átakinu. Rétt er að geta þess sem Vaka lagði af mörkum. Nokkrir félagar úr Vöku tóku þátt í kynningum í Kringlunni og leystu það vel af hendi. Fá- einir Vökumenn reyndu sig við barmmerkjasölu. Vaka fjallaði um átakið í tveimur blöðum sín- um. í öðru var farið fogrum orðum urn átakið og stúdentar hvattir til samstöðu. í hinu var farið með staðlausa stafi um launakostnað átaksins og leitt getum að því að undirritaður hefði legið á liði sínu. Því var haldið ffam að 70% af söfnun- arfé átaksins á þeirn tíma, hefði farið í launakostnað. Hið rétta er að ekkert af eiginlegu söfn- unarfé fór i launakostnað, hann var allur greiddur af sérstökum styrktarframlögum sem safnað var sérstaklega. Eftir birtingu þessara „ffétta” af átakinu bað oddviti Vöku um fund til að fræðast um átakið. Þar bauð hann m.a. fram aðstoð sinna manna sem ég þáði. Meira sá ég ekki af oddvitanum eða félög- um hans. Á umræddum fundi lýsti ég yfir undrun á því að Vaka byði fram liðstyrk aðeins tveimur vikum áður en átakinu átti að ljúka, en undirbúningur hafði þá staðið í þrjá mánuði. Næsta framlag Vöku var grein sem oddviti félagsins skrifaði í Morgunblaðið 1. desember þar sem hann lætur að því liggja að átakið hafi verið afrakstur sam- starfs og samvinnu fylkinganna. Vökumenn kornu ekkert að öðr- um verkþáttum átaksins, s.s. fýrirtækjasöfnun, annarri fjár- öflun eða samskiptum við út- lönd. Heilindi- því ekki? Nú vil ég taka fram að hvorki ég né aðrir eiga neina heimtingu á því að Vökumenn frekar en aðrir stúdentar leggi á sig vinnu fyrir Stúdentaráð. Það gera ntenn einungis sjálfviljugir og auðvitað er Vökumönnum frjálst að sitja hjá þegar um er að ræða mál eins og þjóðarátak- ið, sem klárlega er frumkvæði pólitískra andstæðinga þeirra. Það er hins vegar lítilmannlegt að sitja með hendur í skauti meðan aðrir vinna verkið, en koma síðan að verkinu loknu og hrósa sér af þeim árangri sem náðst hefur. Slík „samstaða" er einskis virði og framkoman ekki stúdentum sæmandi. Eins og áður sagði kornu ýmsir aðrir en Röskvumenn að átakinu og sérstaklega vil ég minnast á ritstjóra Stúdenta- Bréf til blaðsins Stúdentablaðinu hefur borist annað bréf. Allir muna eftir því fyrra, frá David nokkrum Bello sem langaði til íslands en átti harðstjóra fyrir foreldra. Hann bauðst hins vegar til þess að hýsa fólk einhvers staðar á Spáni og lét Stúdenta- blaðið einum lesenda blaðsins adressu Davids í té. Og nú hefur okkur borist ann- að bréf. Það er svohljóðandi: Háskólafólk! Leitin að vonda kallinum heldur áfram. Fordómalaus útlistun á veru hans og eðli í grein Gunnars Hersveins kennara og frímúrara í Morgun- blaðinu 28. ágústs 1994. Tilvitnun í grein G.H.: Skrattinn er m.a. skrímslið sem vakir og sefur við hlið mannsins. —Háskólafólk, leggið akademískum vísindum lið - sofið þér ef til vill við hlið flugnahöfðingj- ans - látið þá skrattafræðinginn Gunnar Hersvein vita. Eiríkur Björgvinsson nn. 070848-4499. Tja, hvað skal segja. Maður er eiginlega orðlaus eftir svona lestur. Ýmsar á- leitnar spurningar vakna, ekki síst stílfræðilegar. Hvaða tilgangi þjónar t.d. band- strikin sem eru á víð og dreif um textann? Af hverju er tiltekið að Gunnar Her- sveinn sé frímúrari? Hvers vegna gefur Eirikur upp kennitölu en kallar hana nafnnúmer (nn.)? Og hver i fjáranum er þessi maður og hvað í helvitinu er hann að segja okkur? Áleitin spurning á örlagatimum. blaðsins, sérlegan hönnuð á- taksins Kristján E. Karlsson, Þorstein Þorsteinsson og odd- vita Óháða listans, sem tók virkan þátt í ýmsum þáttum þess og stóð sig með ágætum. Hvað svo? I þjóðarátakinu kom í Ijós að inkaup rita fyrir safnið eru ærið handahófskennd og ráðast nær eingöngu af óskum einstakra kennara. Athugun okkar leiddi í ljós að verulegt misvægi er milli fjárveitinga til ritakaupa eftir greinum. Þannig fara 3,3, milljónir króna á ári til kaupa á tímaritum í eðlisfræði og litlu minna til tímarita í efnafræði og líffræði en einungis 100-150 þúsund krónur til kaupa á tíma- ritum í stjómmálafræði og sjúkraþjálfun, svo dæmi séu nefnd. Hér þarf að gera bragar- bót og æskilegt væri að skipuð yrði nefnd sem gerði tillögur um eðlilega skiptingu fjárveit- inga til ritakaupa eftir greinum. Vel rná hugsa sér að ákveðnar yrðu fjárveitingar til hverrar greinar og kennumm síðan boð- ið að leggja fram óskir um ráð- stöfun kvótans. Að lokum vil ég benda þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér þjóðarátakið að öll gögn tengd því liggja frammi á skrif- stofú Stúdentaráðs. Skúli Helgason, framkvœmdastjóri Þjóðarátaks stúdenta. Þið fáið 5% staðgreiðsluafslátt afbrauðumogkökum hjáokkur með framvísun stúdentaskírteinis BAKARÍIÐ HAGAMEL 67 sími 21510

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.