Menntamál - 01.04.1946, Síða 5

Menntamál - 01.04.1946, Síða 5
MENNTAMÁL 35 að hann skuli gefa einkunnir (0—10) eftir því, hvernig verkefni eru leyst, þá er hann litlu nær, þar sem hann veit ekki, hve mikillar kunnáttu er sanngjarnt að krefjast til að hljóta ákveðna einkunn. Auðsætt er, hver ávinningur það væri, ef takast mætti að búa til handhægan mælikvarða, sem nothæfur reyndist til að meta kunnáttu barna í stafsetningu á ýmsum aldurs- skeiðum. Víða erlendis hafa slíkir mælikvarðar verið gerð- ir. Hafa þeir náð mikilli útbreiðslu og þótt gefast vel. Rannsókn sú, er hér verður skýrt frá, er gerð að tilhlut- an fræðslumálastjóra og fræðslufulltrúa Reykjavíkur og er sjálfstætt framhald hliðstæðrar rannsóknar, er fram- kvæmd var í marz—apríl 1938.*) Hún er gerð í þeim til- gangi að leitast við að leysa þau tvö atriði, sem minnzt hefur verið á hér að framan: rannsaka kunnáttu og leikni barna í stafsetningu og skapa um leið handhægan mæli- kvarða til að miða kunnáttu þeirra við á vissu aldursskeiði. Fást á þennan hátt mikilvægar upplýsingar um, hvar börnin eru verst á vegi stödd í stafsetningu og hvaða regl- ur hafa reynzt þeim erfiðastar viðfangs. Ætla má, að þær niðurstöður, er rannsóknin leiðir í ljós, verði hag- nýttar í þágu stafsetningarkennslunnar, t. d. við samn- ingu handhægrar kennslubókar í þeirri grein. Verður nú í stuttu máli greint frá rannsókninni, fram- kvæmd hennar og helztu niðurstöðum. VERKEFNIN Við samningu verkefnanna var leitazt við að sneiða hjá fátíðum orðum, sem ætla mátti, að börnin skildu ekki eða gætu valdið misskilningi. i) Sú rannsókn var gerð af Ársæli Sigurðssyni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.