Menntamál - 01.04.1946, Qupperneq 6

Menntamál - 01.04.1946, Qupperneq 6
36 MENNTAMÁL Orð þau, er prófa skyldi, voru felld inn í málsgreinar, svo að merking þeirra og samband við önnur orð yrði ljóst og auðskilið. Var þetta gert sökum þess, að ýmis orð verða ekki prófuð með því að lesa þau upp einangruð og slitin úr sambandi við önnur orð, þar sem um tvö eða fleiri óskyld orð getur verið að ræða, þótt framburður sé einn og hinn sami. Meginhluti orðanna var valinn eftir reglum, svo að í ljós kæmi, hve leikin börnin væru í að beita algengustu stafsetningarreglum. Þótti sjálfsagt að fara þessa leið, þar sem stafsetning verður ekki lærð að gagni, nema stuðzt sé við ákveðnar regíur. Ekki var þó hægt að taka með allar reglur, sem æskilegt hefði verið. Það hefði orðið of umfangsmikið. Voru því aðeins teknar nokkr- ar þær algengustu, og verður nánar gerð grein fyrir þeim síðar. Verkefnin voru þessi: I. Nú göngum við þangað, sem vegurinn liggur út á eng- ið. Brekkan var slegin í gær. Verzlunina vantar íðinn og duglegan sendisvein. Kindurnar lágu við kvíarnar. Get- urðu fylgt gestunum heim? Soffía skenkti mér fimmtíu epli. Hæsta varðan stendur milli fjörunnar og vegar- ins. Brynki var í þungum þönkum. Hinkraðu við, á með- an ég skenki í bollann. II. Héðinn saknaði vopna sinna, þegar hann vaknaði. Gestirnir voru hyggnir. Vefðu bandið í hönk. Halldór gengur inn göngin og syngur. Þórunn á nýja og hlýja sokka. Það varð mikill dynkur, þegar Brúnka gamla datt á svellbunkanum. Hann hafði neglt miðann á kassann. Dísa er blaut í fæturna. Kristinn stefndi á bæinn.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.