Menntamál - 01.04.1946, Qupperneq 8

Menntamál - 01.04.1946, Qupperneq 8
38 MENNTAMÁL VII. Geitin réð sér ekki fyrir kæti. Hvolpurinn var svang- ur. Grösin deyja á haustin. Guðni skelfdist, þegar kæn- unni hvolfdi á sundinu. Blómin anga. Skútan sigldi inn úfinn flóann. Pósturinn hresstist, þegar skammt var til byggða. Hjalti seldi brotin eggin. Unnur varð fegin, þegar báturinn kom að landi. Kettlingarnir eru glettnir. VIII. Kóngurinn setti þingið. Aumingja gæsin missti ung- ann sinn. Sólin gyllir fjallstindinn. Hirðmeyjarnar veittu drottningunni lotningu. Élið byrjaði hér og gekk héðan inn yfir héraðið. Þvengurinn er stuttur. Einari þótti ráð sitt vænkast. Ég held þú deyir ekki, þótt þú sveiir hvolp- inum frá þér. Ketill hafði dembt öllu úr fötunni og hvolft henni milli steinanna. IX. Ærnar voru á beit í holtinu milli lækjarins og fjalls- ins. Sækjendur málsins og verjendur voru kunningjar. Þeir vildu ekki flækja Þóri í málið. Bergþóra var ekki vorkunnlát við syni sína. Ungfrúin setti upp nýjan, barða- stóran hatt. Húsfreyjan kyssti börnin og þurrkaði tárin af augum þeirra. Kári hefndi sonar síns. Klukkunni var seinkað. Bjarni strengdi á snúrunni. X. Pabbi bað mig að ydda fyrir sig blýantinn. Eyjólfur er þyngri, þó að hann sé yngri. Mörg húsanna voru hrunin. Ingimar keypti pokann, grautfúinn og ónýtan. Birnu var gefin brúða í afmælisgjöf. Öngullinn hangir á þilinu. Kötturinn sperrti eyrun. Árný signdi sig og lygndi aftur augunum. Hefurðu strengt á vírnum? Rós- irnar dæju, ef þær vantaði birtu og yl.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.