Menntamál - 01.04.1946, Page 10

Menntamál - 01.04.1946, Page 10
40 MENNTAMÁL XV. Kjólar telpnanna eru fallegir. Karlssonur giftist dótt- ur kóngsins. Herdís hafði signt sig og lagzt til svefns. Fjöllin voru orðin alhvít af snjó. Þeir mættu lækninum milli vatnsins og árinnar. Barnið hafði egnt hundinn til reiði. Sæunn fann nýorpin egg hjá kvíunum. Allir þátt- takendur mótsins gistu hjá Hirti um nýárið. Konan hafði flengt umskiptinginn. XVI. Vatnið hitnar í katlinum. Drengurinn stingur sig í fingurinn á nálinni. Hankinn er brotinn. Keisarinn keyrði hestinn sporum. Tunglið óð í skýjum. Eyjarnar eru fáar og smáar. Hann varð milli steinsins og sleggjunnar. Ilm- ur rósanna fyllir loftið sætri angan. Þorskurinn hrygndi við skerin. Telpan flengdi brúðurnar sínar. Þær æjuðu. Hann rengdi mig. XVII. Áslaug týndi blómunum, sem hún fann á túnunum. Kjartan varð á milli hurðarinnar og veggjarins. Strák- unum svelgdist á. Klukkan sex verður hringt út. Þórdís velgdi sér kaffisopa. Jóhann tíndi upp visin stráin. Þök- in eru fokin af kofunum. Laxinn gín við agninu. Fuglinn kveinkaði sér og baðaði út vængjunum. Þið munduð ekki hlæja, ef þið sæjuð villurnar. XVIII. Túnin voru slegin í gær. Skipin velktust lengi í hafi. Katli var engin miskunn sýnd. Ingólfur keypti fúinn staurinn. í dag hefur rignt mikið. Við getum velgt okkur við ofninn. Hann yrði feginn, ef hann sæi til bæjarins. Hefurðu kembt ullina? Ingunn er í hlýjum f'itum. Sæng- urnar héngu á snúrunni. Hallgerður þótti forlcunnarfögur.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.