Menntamál - 01.04.1946, Page 11

Menntamál - 01.04.1946, Page 11
MENNTAMÁL 41 XIX. Hringið til Steinku og látið hana sækja sængina. Þau fundu hestana milli hæðanna vestan árinnar. Þér verð- ur hegnt, ef þú getur ekki gegnt. Hefurðu teflt skák? Fuglarnir sungu. Hrafninn krunkaði. Hann efndi loforð sitt og tefldi skákina. Víða sá í heiðan himin milli skýj- anna. Túnin grænka. Ljósið slokknar. Steinunn þrengdi fleginn kjólinn. XX. Agli var stefnt fyrir réttinn. Miskunnsami Samverj- inn ferðaðist frá Jerúsalem til Jeríkó. Ættingjarnir veittu syrgjendunum huggun. Síaðu mjólkina. Við svei- um hundágreyjunum frá okkur. Strákurinn sat á spýtu- kubbnum. Bjallan hringdi. Þið megið ekki heyra þetta nefnt. Signý átti lítinn arin. Hefurðu þrengt pilsið þitt? Frænka jánkaði og kinkaði kolli. Þetta er allt og sumt. FRAMKVÆMD RANNSÓKNARINNAR Verkefni þessi voru síðan send eftirtöldum skólum í marzbyrjun 1944: Austurbæjarskólanum, Laugarnesskólanum, Miðbæjarskólanum og Skildinganesskólanum. Eftirfarandi leiðbeiningar fylgdu verkefnunum. Sýna þær, hvernig verkefnin skyldu lögð fyrir börnin til 'úrlausnar:

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.