Menntamál - 01.06.1950, Side 42

Menntamál - 01.06.1950, Side 42
104 MENNTAMÁL hljóðin renna saman. Þetta er mörgum börnum auðvelt, og þau ná afar skjótum árangri, einkum í þeim málum, sem hljóðrétt eru. En gallar hennar eru líka áberandi. Einkum verða gallarnir augljósir, þegar maður rekur sig á það, að sami stafurinn hefur mörg mismunandi hljóð, eða að hljóðið er breytilegt í sama hljóðtákninu, eftir því hvert orðið er. Dugir í því sambandi að nefna i-y, þó þar sé dæm- inu að vísu snúið við. Af þessari ástæðu, og fleirum, verð- ur að telja heppilegra að nota hljóðaðferðina með öðrum aðferðum fremur en sem aðalaðferð, þó að okkar mál sé e. t. v. flestum málum hljóðréttara. Orðmyndaaðferðin hefur þann höfuðkost, að við form orðsins eða orðið er bundið ákveðið hugtak. Orðið er heild, sem barnið skilur, og hún skapar eðlilegar og góðar les- hreyfingar hjá augunum. Með þeirri aðferð lærir barnið afar fljótt að lesa stuttar frásagnir. Þetta er mjög þýðing- armikið, því að það eykur lestrarleikni barnsins og opnar því nýja og eftirsóknarverða heima. Auk þess hefur hún þá kosti að ná betur til starf- og hreyfi-athafna barnsins með margvíslegum leikföngum. En þessi aðferð hefur líka sínar takmarkanir og annmarka ekki síður en aðrar. Börn geta ekki komizt hjá því að læra nöfn og hljóð stafa, þó að þessi aðferð sé notuð. Er það bæði vegna framhaldsnáms í lestri og réttritunarnámsins. Ekki má heldur dveljast lengi við aðferð þessa í einu, því að þá hættir börnunum til þess að fara að geta sér til um orðin, séu þau þeim áður ókunn. Einnig er til sú hætta, eins og við stöfunaraðferðina, að barnið verði hikandi og hjakkandi í lestrinum vegna slæmra augnhreyfinga. En hvað skal þá gera ? Lítið, ólæst barn kemur í skólann og kennarinn á að kenna því að lesa. Hvaða lestraraðferð er heppilegust og líklegust til góðs árangurs? Þessu vanda- máli hlýtur hver kennari að velta fyrir sér, þegar hann fær nýja nemendur til kennslu fremur en endranær. Við þessari spurningu er ekki hægt að gefa ákveðið svar. Börn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.