Vorið - 01.12.1971, Síða 10

Vorið - 01.12.1971, Síða 10
FrúarTcirTcjan í Kaupmannaliöfn með likneskjmn Alberts Thorvaldsens af Kristi og postulunum sons að Kaupmannahöfn, kemst hann m. a. svo að orði: „Hinir dönskn drengir sendu honum þannig lagaða kveðju, að hann langar ekki til að koma aftur. Þessi morgun- verður kostaði Englendinga 2600 manns- líf og 12 skip. Allir eru nú stríðsmenn í Kaupmannahöfn/1 — Annars eru það allt annað en gleðitíðindi, sem Albert berast að heiman. Móðir hans deyr úr krabbameini 7. jan. 1804, án þess að hafa séð son sinn frægan. Faðir lians fer á fátækrahæli í Vartov, og er þar ör- snauður. lleiddist hann þessari meðferð mjög, „að vera innan um halta og blinda vesalinga og allskonar fatlaða ræfla. — Ég vissi varla, hvað ég skrifaði, svo reiður varð ég.“ — Hann andaðist 24. okt. 1806. — Sonurinn frétti fyrst löngu seinna um andlátið. — Örlög foreldranna fengu mjög á Albert. Þar við bætist, að hann lá sjúkur í rómversku hitasóttinni, þjáður af lífsleiða og þunglyndi. Ástamálin gengu heldur ekki að ósk- um. Árið 1803 skilur Anna María við mann sinn og hann flytur frá Róm, en hún verður eftir, vafalítið vegna Alberts. Þrem árum síðar, 1806, verður Albert fyrir þeirri gleði, að Anna María fæðir honum son. Hann var þá í blóma lífsins, 35 ára að aldri, efnahagur hans batnandi og frægðin vaxandi; nii var svo komið, að enginn var lengur í vafa um, að Can- ova og Albert Thorvaldsen væru mestir myndhöggvara í Róm. — Hann unni mjög syni sínum, þótt hann mæti móður- ina ekki að sama skapi. Síðar á ævinni minnist hann drengsins síns, sem þess bezta sem honum hafi lilotnazt. Daglega lieimsótti hann soninn og sat tímum sam- an við vöggu hans, tók hann á kné sér og reyndi að kenna honum að teikna. Enn mun vera til blað með rithönd Alberts Thorvaldsens, þar sem hann virð- ist hafa verið að æfa sig í að rita nafn drengsins síns. Þar stendur skrifað stór- um skírum stöfum: CARLO ALBERTO, en það nafn var drengnum gefið. — Hann skrifar jafnvel Önnu Maríu oftar, vegna drengsins, og á einum stað segir hann m. a. með föðurlegri hlýju: „Gefðu Carlo koss, og ég skal endurgreiða hann, þegar ég kem heim aftur.“ En gleðin tók skjótan endi. Sumarið 1811 dó litli drengurinn, að því er virð- ist mjög skyndilega og að því sumir ætla fyrir handvömm móðurinnar að ein- hverju leyti. Alla ævi bar birtu á minn- ingu sonarins í huga Alberts og meiri sorg reyndi hann ekki á ævinni en son- armissinn. Þótt samband Önnu Maríu og Alberts væri hnökrótt, þá varð nú samt raunin á, að lnin ól honum annað barn þann 8. marz 1813, á sjálfum rómverska fæðingardegi hans. Það var stúlkubarn, sem hlaut nafnið Elisa Sophia Charlotte, en hún varð honum aldrei jafn kær og 154 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.