Vorið - 01.12.1971, Síða 22

Vorið - 01.12.1971, Síða 22
saman, svo að ekki beri á neinu, í stað þess að segja frá því, þá er hægt að bú- ast við öllu af þér.“ „Það hef ég ekki gert heldur,“ svar- aði Elva grátandi. „Nei, auðvitað ekki,“ sagði mamma í hæðnistón. „Það hafa jólasveinarnir ef- laust gert. Það hafa ekki verið aðrir í húsinu en þú, og þú gerðir hreint í svefn- herberginu í gær. Ég lagði myndina ein- mitt upp á skápinn svo að hún yrði ekki fyrir neinu hnjaski. Það er auðséð að þú snuðrar í mínum hirzlum.“ En Elva grét bara, það gat hann heyrt. „Nú getur þú farið,“ sagði móðir hans gremjulega. „Ég vil ekki sjá þig í húsi mínu framar, ég hafði þó. . . “ Hún endaði ekki setninguna. Ilenrik heyrði að Elva fór grátandi út. Það var eins og hann hefði fengið högg á höfuðið. Það var hræðileg stefna, sem þetta mál hafði tekið. Hann var alls ekki ánægður yfir því, að móðir lians skyldi ekki gruna hann um að liafa brotið myndina. Honum hafði ekki komið í hug að öðrum yrði kennt um það. Aumingja Elva, nú sat hún ef- laust heima hjá hinni fátæku mömmu sinni og grét. Nú fengi hún engan nýjan kjól, og mamma hennar hafði ætlað að gefa henni góða jólagjöf. Þegar móðir hans hafði komizt að því, að hann hafði engan hita, sagði hún, að hann mætti fara á fætur. Ilann hlakkaði ekkert til að koma á fætur og ráfaði um vandræðalegur. Hann gat ekki hætt að hugsa um grát Elvu og öll gleði yfir jól- unum var rokin burt. Hann varð leiðari og leiðari eftir því sem dagurinn leið. Það gladdi hann ekki lengur að hugsa um járnbrautina, jafn- vel þó að hann fengi hana í jólagjöf. Hvernig var hægt að vera glaður, þeg- ar maður liafði brotið af sér, og annar fékk sökina og var grunaður og hegnt? Ilann vissi, að eina ráðið var að fara inn til mömmu sinnar og segja henni alla söguna, og hann reyndi það nokkrum sinnum, en sneri þó alltaf aftur. Hann kveinkaði sér við að játa yfirsjónina, þó að hann vissi, að það yrði erfiðara, þegar lengra liði. Auðvitað væri léttast að minnast ekki á neitt. Sennilega kæmist þetta aldrei upp. Hvorki Elva eða móðir hennar mundu reyna að sanna sakleysi hennar. Þeim var ljóst, að enginn mundi trúa fullyrðingum hennar, en hann vissi líka, að ef liann þegði, mundi samvizka hans aldrei þagna. Níels kom til að leika sér við hann, en þegar hann varð þess var, hve illa lá á Henrik, fór hann aftur. Henrik horfði á eftir honum. Þeim kom alltaf vel saman og það hefði verið gott að fá tímann til að líða í leik með honum til jóla, en hann gat ekki leikið sér í dag. 1 kvöld var Þorláksmessa, og þá var alltaf svo gaman. Iíann og faðir hans voru þá vanir að skreyta jólatréð, og svo kom mamma með kaffi og smákökur, svo að það var nærri eins og jólin væru kom- in. En nú var allt öðru vísi en vant var. Ilenriki fannst að hann væri að villast í dimmum skógi, sem hann mundi aldrei rata út úr. Iiann mundi aldrei verða glaður framar. Um kvöldið kom faðir hans heim allur snjóugur. „Nu fáum við reglulegt jóla- veður,“ sagði hann ánægjulega. Hann lagði höndina á öxl Ilenriks. „Jæja, drengur minn,“ sagði hann. „Eigum við þá ekki að skreyta jólatréðf1 166 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.