Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 5
naunganum þeim sökum í því að það gerir okkur þröngsýn og lokar jafnvel augum okkar til iulls fyrir leyndum víddum mannlífs- ins, en það eru þær víddir sem trúin í innsta eðli sínu beinist að. Neyslusamfélagið býr einnig yfir íleiri hættum. Ein er sú að það krefst þvi sem næst fullkomins frelsis öllum til handa til að skilgreina þarfir sínar og svala þeim. Einu lögin sem neyslusamfélagið virðir í raun eru þvi markaðslögmálin. Allar tilraunir til að stýra framboði og eftirspum em litnar homauga og þeim eru gefin neikvæði nöfn: Höft, fjötrar, þvinganir, skömmtun. Auk þess nærist neyslu- eða markaðssamfélagið á sam- keppni. Það er hún sem ræður hraðan- um, veltunni og vextinum í samfélaginu. Af öllu þessu leiðir að neyslusamfélagið er samfélag hinna sterku. Það em þeir sem njóta gæða þess og hagnast á því. Það em líka þeir sem skapa leikreglum- ar vegna þess að auðvitað gilda ákveðn- ar reglur í neyslusamfélagi eins og alls staðar annars staðar. Munurinn er bara sá að í neyslusamfélagi eru reglurnar oftast duldar, óskráðar, ósagðar og jafn- vel lítið hugsaðar. Þær em hins vegar oftast mjög áhrifaríkar og það er farið eftir þeim jafnvel i smáatriðum. Leikreglur neyslusamfélagsins Ein fmmregla neyslusamfélagsins felst í því að við eigum að látast eins og allir séu jafnir og eigi því að ganga til sam- keppninnar á sömu forsendum. Þessi regla byggir á mikilli einföldun. Það er nefnilega aðeins í mjög þröngum líf- fræðilegum skilningi sem við fæðumst öll eins, nakin og með tvær hendur tómar. Að öllu öðm leyti er samkeppnis- staða okkar ólík allt frá getnaði. Sumir bókstaflega fæðast þannig eða til þeirra aðstæðna að þeir annað hvort geta ekki keppt eða em dæmdir til að tapa. Dr. Hjalti Hugason er prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands. Önnur regla neyslusamfélagsins leiðir beint af þeirri fyrstu. Samkvæmt henni eigum við að láta eins og það sé eðlilegt og réttlátt að ákveðnar andstæðurnar ríki í samfélaginu, þ.e. að sumir hljóti meira en aðrir. Hugmyndin um hina fullkomnu jafnstöðu allra er að sönnu einföld tálsýn. Við emm þrátt fyrir allt ólík, höfum ólík áhugamál og misjafnar þarfir, langanir og þrár. Við sækjumst þvi ekki öll eftir sömu hlutunum í sama mæli. Samfélag sem skammtar öllum eins er því að líkindum ekki eftirsóknar- vert. Mismunun neyslusamfélagsins er þó af öðmm toga. Hún byggist á þvi að mannlegir hæfileikar eru bókstaflega verðlagðir með mismunandi móti og lögmál markaðarins er látið ráða verð- lagningunni. Við vitum t.d. öll að laun okkar ráðast ekki af því hvers virði störf okkar eru, mælt á einhvern algildan mælikvarða. Hins vegar endurspeglar launamunurinn í samfélaginu neyslu- munstur þess ágætlega. Sá sem selur tölvur fær t.d. betri laun en hinn sem annast böm. Fáir lita hins vegar svo á að tölvumar séu í raun verðmætari en börnin. Hér ræður neyslan hins vegar verðlagningunni. Þriðja reglan sem gildir í hörðum neyslusamfélögum er þó sínu viðsjár- verðari en hinar, enda er hún nær aldrei sett fram á afdráttarlausan hátt. Hún felur það í sér að við eigum að láta eins og það sé eðlilegt að allir nái ekki yfir það rauða strik sem er dregið þvert yflr samfélagið neðanvert og er kallað fátæktarmörk. Það er jafnvel til þumal- fingursregla sem segir að það sé ásættan- legt að allt að fjórðungur þegnanna hafhi neðanmáls. Af þessum sökum er neyslu- samfélagið stundum kallað „þriggja- fjögurrahlutasamfélagið" (3/4 samfélagið). Neyslusamfélagið hvílir á látbragðsleik Hugsanlega tókstu eftir orðalagi regln- anna hér að framan: „Við eigum að lát- ast...“ eða „við eigum að láta eins og ...“ Þetta er þaulhugsað orðalag og því er ætlað að benda á innsta eðli neyslu- samfélagsins. Það byggir á látbragðs- leik, hugsuðum vemleika, blekkingu og þegar verst lætur fölsun. Það er ekkert náttúrulegt við það, upprunalegt eða eðlilegt. Það er að öllu leyti skapað af mönnum. Það eru þeir sem hafa sett leikreglumar. Þær hvila því ekki á nein- um æðri veruleika. Af þeim sökum má líka segja að neyslusamfélagið sé ekki illt í sjálfu sér, eins og einhveijum kann að virðast felast í þessari lýsingu. Það er í versta falli hættulegt. Leikreglur þess eiga t.d. allar sammerkt í því að þær slæva samstöðu okkar með þeim sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.