Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 13
kom á vakt í kvöld fannst mér ég geta fullyrt að mér væri annt um allt þetta fólk. Nú hefur málið snúist á þann veg að það er sama hvar ég les í Matteusar- guðspjalli. Mér fmnst ég alls staðar vegin og léttvæg fundin. Orð eins og „Þér eruð salt jarðar" (5,13), „Þér eruð ljós heims- ins“ (5,14), „Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það?" (5,46), „Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér" (7,5) dæma mig t.d. seka. Og nú minnir Heilagur andi, hann sem „sannfærir um synd og um réttlæti og dóm“, mig á kvikmynd sem dóttir mín og ég sáum saman í dag. Myndin íjallar um tvær systur sem voru orðnar framandi hvor fyrir annarri. Önnur systirin hafði eytt 20 árum ævi sinnar í að hjúkra farlama föður sínum og frænku. Hin hafði ákveðið að hún ætl- aði ekki að láta „halda sér í fangelsi” heima. Hún var fráskilin og fáskiptin um hagi annars fólks. Fyrrnefnd systranna átti stutt eftir ólifað vegna blóðkrabba og undir lok myndarinnar hafði það mikil áhrif á mig að heyra hana segja við systur sína: „Ég hef verið svo lánsöm að hafa ekki farið á mis við kærleika í lífi mínu.“ Sú sem hafði viljað ráða sér sjálf sagði þá: „Já, þú hefur verið elskuð.” „Nei,“ var svarið, „ég á við að ég hefl haft svo mörg tæki- færi til að auðsýna kærleika." Flestir Bandaríkjamenn myndu liklega telja að hún hafi lifað til einskis. Hún giftist ekki. Hún var bundin við um- önnun föður sem ekki gat talað og enn síður hreyft sig og frænkan var svo rugl- uð að það hefði getað ært óstöðugan. í tuttugu ár hafði systirin „geflð þyrstum að drekka", „klætt hina nöktu" og „vitjað þeirra som voru reyrðir sjúkdómsfjötr- um“. Og þó gat hún sagt þegar dauða- stund hennar sjálfrar nálgaðist að ævin hafi verið gæfusöm, lífið hafði verið fullt af tækifærum til að auðsýna kærleika. Ég er kristin en handritahöfundur í Hollywood slær mér við með betri skiln- ingi á því sem Jesús er að segja í Matteusarguðspjalli. Systirin í kvik- myndinni var ekki að leita að ást. Hún leitaði tækifæra til að auðsýna kærleika. Þjónustan er mér byrði vegna þess að ég inni hana af hendi án kærleika. Ég geri mér nefnilega grein fyrir að kærleikur er ekki kennd heldur framkvæmd. En þjónustan er samt ekki laus við tilfinn- ingar, eða er ekki svo? Nú leitar hugurinn aftur til kafla sem ég las fyrir klukkustund: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Þvi að mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ (Matt. 11,29-30). Ég burðast með byrð- ar faríseanna á herðunum: Ég er að reyna að vinna Guði þarft verk en á röngum grunni. Og byggi ég góðu verkin á þessari röngu undirstöðu get ég ekki áunnið þetta fólk fyrir Jesú. „Takið mitt ok og lærið af mér.“ Það fylgir vonarneisti þessum orðum: Ef Jesús trúir þvi að ég geli numið af hon- um og að sú fræðsla geti breytt mér þá er það ekkert vafamál. En hvað er hann að kenna mér? Ef til vill er hann að kenna mér að okið sé hans og ekki mitt. Það er ekki ég sem á að frelsa heiminn. Það að leggja ok hans á herðar sér merkir ekki að ég eigi að leysa allan vanda. En hvað um hógværðina og lítillætið sem Jesús nefndi í tilvitnuninni? Ég hef ekki einkennst af hógværð og lítillæti í þjónustu minni fyrir hann hér á hælinu. En þegar ég skoða málið frá sjónarhomi hans læðist sú hugsun að mér að hon- um mundi líka þau sefandi og græðandi áhrif sem hógværð og lítillæti hefði á þjónustu mína. Hvaða áhrif til hins betra gæti það t.d. haft ef ég, í stað þess að skammast yfir handæði krakkanna, stryki þeim varfærnislega um kollinn? Eða ef ég færi til mæðranna og talaði til þeirra hughreystandi orð í allri auð- mýkt? Gæti það ekki leitt til þess að friður Guðs kæmi í stað óróans? „Ok mitt er ljúft og byrði mín létt.“ Sú byrði sem á mér hvilir vegna harðneskju- legrar afstöðu hjartans er mun þyngri en það sem Jesús leggur mér á herðar. Og svo kemur það líka til að ég á ekki annarra kosta völ. Hann hefur komið því til min skýrt og skilmerkilega. Geti ég ekki elskað þessar mæður og böm að minnsta kosti eins mikið og ég elska sjálfa mig er loku fyrir það skotið að ég geti sagt að ég elski hann. Vanti mig viljann til að róa og hughreysta heimilis- lausa barnið sem hefur skriðið upp í fang mér er útilokað að vilji Jesú nái fram að ganga í lífi mínu. Sé það að vitja Jesú jafngildi þess að vitja þeirra sem sitja í fangelsi og sinna þörfum hungraðra, klæðlausra og sjúkra, þá er hælið okkar helgur staður. Slíkan stað á ég ekki að flýja heldur á ég miklu fremur að leita þangað til að mæta Guði. Og ég sem hafði næstum misst af þvi hitta Drottin! Þýtt með leyfi. Benedikt Jasonarson þýddi. Birtist fyrst í Cornerstonc Magazine, © 1997 Cornerstone Communications, Inc.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.