Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.1997, Blaðsíða 23
Kjartan Jónsson inu í Betlehem. Þeir sem til þekkja segja mér að einmitt það langi jólsveinana mest til að gera. íslensku jólasveinamir hafa íyrir löngu tekið upp mildi Nikulásar hins tyrkneska og líka tekið upp alþjóðlegan einkennisbúning sem ku vera hannaður af Coca cola kompani. cirnir Og NOTABENE, sá búningur sækir einnig fyrirmynd sína í heilagan Nikulás. Rauði liturinn er litur jólanna samkvæmt kirkjuárinu. Nikulás var góður karl og gegnheill, búningur kóka kóla- sveinsins kirkjulegur og íslensku jólasveinarnir orðnir kurteisir. Því vil ég meina að nær væri fyrir hinn kristna heim að færa sér þjónustu þessara barngóðu karla í nyt og láta þá segja frá frelsara heimsins sem fæddist á jólunum. Trúlega nær enginn betur til barnanna með þann boðskap en einmitt jóla- sveinarnir. Gleymum því ekki að jólin eru fom sólstöðuhátíð sem kristnir menn í öndverðu fylltu nýju innihaldi. Hið sama þarf að gera fyrir jólasveininn. Gefa lífi hans nýjan tilgang. Það er ekki í anda hógværra jólasveinanna að stuðla að meiri verslun fyrir jólin. Jóla- sveinana langar miklu heldur að benda á barnið í jötunni. Neyðaróp jólasveinanna til okkar er: „Bjargið okkur frá Kaupæðis-Grýlu." Bregðumst þeim ekki. ... og a moti Jólasveinqjól Amínum yngri árum var það hluti aðventunnar að leika jólasvein. Það var mjög gam- an og vafalaust skemmti ég mér oft betur við þunn skemmtilegheitin en blessuð bömin. En mikið vatn hefur mnnið til sjávar síðan og jólasveinninn hefur afskræmst og breyst í afbrota- mann því að hann er langt kominn með að stela jólunum frá okkur. Ég ætla ekki að koma með neinar vandlætingar yfir jólagjöfum og góðum mat. Það tíðkast í öllum samfélögum manna að halda hátíðir og gera sér glað- an dag og hví skyldum við ekki njóta þess? Að vísu fer umgjörð hátíðahald- anna út í öfgar hjá sumum. En sem kristnum manni finnst mér frábært að tilefni hinnar miklu hátíðar við sól- stöður skuli vera tileinkað þeim stór- kostlega atburði að Guð vitjaði okkar með því að gerast einn af okkur til að geta náð tali af okkur með þann stórkostlega boð- skap að hann þrái að „nema land í brjósti þínu og gjörast eitt með þér um tíma og eilí fð“, eins og Heimir Steinsson komst að orði fyrir skömmu í Morgun- blaðinu. Það veldur mér sífellt meira hugar- angri að athygli manna skuli beinast í stöðugt meira mæli að jólasveininum. Okkur þykir gaman að uppátækjum ís- lensku jólasveinanna sem klæðast þjóð- legum alþýðufatnaði að gömlum sið. Þeir eru sem góðar þjóðsögur. Áhrifin frá heilögum Nikulási, biskupi frá Spáni sem útbýtti kærleiksgjöfum og varð fyrirmynd að náungakærleika, eru góð. Það var því ekki ástæðulaust að kaþólska kirkjan skyldi taka hann í helgra manna tölu. Ef ég man rétt er 4. desember helgaður honum í Hollandi og fólk gefur jólagjaf- imar þann dag. Þessi jólasveinn er þvi sannkristinn. En hin síðari ár hefur jólasveinn mammons komið til sögunnar. Hann er góður við bömin og lætur gjaman mynda sig með þau í fanginu. En aðalstarfi hans er að sannfæra okkur um að það sé nauðsynlegt og hjálpsamlegt að kaupa girnilegan varning kaupmannanna. Hann verður sífellt fyrirferðarmeiri fyrir hver ný jól. Söngvamir, sem sungnir em á aðventunni, ættu að hjálpa okkur að hugleiða undur jólanna. En þess í stað fjalla þeir meir og meir um jólasveininn, uppátæki hans og skemmtilegheit, jólasnjóinn, jólamatinn og jófaboðin. Þetta er allt gott og blessað í hófi en nú er svo komið að tilefni jólanna og innihald er alveg að hverfa fyrir jólasveininum og ytri umgjörð jólanna. Þess vegna má segja að ég, sem er yfirleitt seinþreyttur til vandræða, sé búinn að fá jólasveininn upp í háls og líti á hann sem höfuðóvin hinna kristi- legu jóla og hlýt því að taka upp baráttu gegn honum. Vinkona mín í útlöndum gekk með merki á sér á jólaföstunni sem á stóð: Jesus is the reason for this season, sem e.t.v. mætti útleggja: Jesús er tilefni þessarar hátíðar. Jesús er hinn sanni jólasveinn. Hann er sveinninn sem fæddist við fátæklegar aðstæður í Betlehem forðum daga. Lát- um kaupmannajólasveininn ekki ræna okkur jólunum. En notum aðventuna til að hugleiða innihald þeirra og undirbúa hugann undir komu jólanna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.