Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 15
H 1993 777 (salatpökkunarvél) Málsaðilar gerðu með sér kaupsamning þar sem seldur var salathrærari, sósuhrærari og salatpökkunarvél úr tiltekinni smiðju, þ.e. tæki og munir úr rekstri seljanda ásamt uppskriftum að salati. I kaupsamningi var ekki tilgreint verðmæti einstakra tækja og muna, og eiginleikum þeirra eða ástandi var ekki lýst sérstaklega ef frá var talin salatpökkunarvél en um hana sagði: „Við afhendingu skal pökkunarvélin geta pakkað allt að 900 bökkum af „hrásalati“ eða „sælkerasalati“ á klukkustund, þannig að jafnaði fari 390 grömm í hvem bakka, svo að ekki skeiki meira en 5% í hverjum bakka, ekki skulu fleiri en 20 tómir bakkar komast í gegnum pökkunina á klukku- stund og ekki skulu meira en 2% af salatinu fara forgörðum í pökkunarvélinni". Þegar oftsinnis, en árangurslaust, hafði verið reynt að lagfæra galla á salatpökk- unarvélinni eftir að hún hafði verið afhent kaupanda leitaði kaupandi til Iðntækni- stofnunar íslands og bað um athugun á vélinni. í heildamiðurstöðu stofnunarinnar sagði að skömmtunarvélin gegndi ekki því hlutverki sem henni væri ætlað miðað við núverandi ástand hennar. Ymsir hönnunargallar væru til staðar sem gerðu það að verkum að hætta á stöðvun og skemmdum á vöru vegna óhappa væri mikil og áreiðan- leiki hennar í framleiðslu því óviðunandi. Með vísan til þessarar umsagnar, sem ekki hafði verið hnekkt, var talið sannað að salatpökkunarvélin hefði verið með verulegan galla og voru því skilyrði til riftunar að þvf er hana varðaði. H 1995 77 (parket) Við kaup á parketi gerði kaupandinn skýran áskilnað um það í símbréfi til seljanda að hann gæti eingöngu keypt „a normal good quality parket". Dómkvaddir matsmenn töldu að parket það sem afhent var væri ósöluhæf vara. I dómi sagði að þótt um kaup á miklu magni á lágu verði væri að ræða, og kaupandi gæti e.t.v. búist við einhverjum afföllum, væri ljóst að vörusendingin fullnægði engan veginn þeim áskilnaði kaup- anda um gæði sem gerður var í símbréfinu. Var ekki talið að hið lága verð vörunnar og viðvörun frá framleiðanda hafi leyst seljandann undan því að senda kaupanda vöru sem væri að minnsta kosti í meginatriðum í samræmi við áskilnað hans um gæði. Var kaupanda því talið heimilt að rifta kaupsamningnum. H 1996 3381 (sómabátur) I skaðabótamáli kaupanda báts á hendur seljanda hélt kaupandinn því ekki fram að vél bátsins væri gölluð heldur hefði samsetningin, þ.e. báturinn með þeirri vél og þeirri skrúfu sem um ræddi, verið gölluð. I ljós þótti leitt að vélin hefði verið of lítil til að knýja bátinn með þeim hraða og afli sem kaupandi taldi unnt að gera nema í tiltölulega skamman tíma í senn. Var talið að stærð vélarinnar leiddi til meiri tak- markana á notkun hennar en kaupandinn mátti gera ráð fyrir. Þetta var talinn gaili í skilningi kpl. Skaðabótakröfu kaupanda var hafnað en honum dæmdur afsláttur af kaupverði. Dómur Hæstaréttar frá 27. nóvember 2003 í málinu nr. 194/2003 (björgunar- bátur) Kaupanda björgunarbáts voru dæmdar skaðabætur vegna galla sem lýsti sér í því að báturinn uppfyllti ekki skilyrði smíðalýsingar um ganghraða, þannig að með þremur mönnum um borð náði hann einungis 28,4 hnútum í stað 36 hnúta eins og áskilið var. 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.