Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 95

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 95
sinna. Ljóst er að starfsmönnum verður alltaf að vera fyrir fram gert kunnugt um þetta eftirlit atvinnurekanda og sé annars konar aðferð við eftirlit jafngóð til að tryggja hagsmuni fyrirtækisins þá er þetta eftirlit atvinnurekanda ekki heimilt. Atvinnurekandi getur uppfyllt fræðsluskyldu sína með því að setja vinnureglur um notkun tölvupósts í vinnutíma og vakni grunur um að starfs- maður hlýði ekki þeim reglum sem skyldi er hægt að rökstyðja að hann hafi hagsmuni af því að skoða athafnir þess tiltekna starfsmanns nánar. Spurning kann að vakna um heimildir atvinnurekanda til þess að lesa tölvupóst staifsmanna sinna einungis í eftirlitstilgangi, þ.e. til þess að fylgjast með því hvort og hvernig starfsmennimir vinna vinnu sína. í ritinu Data- beskyttelse pá arbejdsmarkedet kemur fram að höfundar telji almennt ekki að reglubundnar „stikkprufur“ á tölvupósti starfsmanna falli undir heimildar- ákvæði samsvarandi 7. tölulið 8. gr. pvl. Hagsmunir starfsmanna til friðhelgi einkalífs vegi þar mun þyngra en hagsmunir atvinnurekanda af því að hafa eftirlit með starfsmönnum sínum.19 Varðandi einkatölvupóst starfsmanns á vinnustað hans, þ.e. tölvupóst sem varðar einungis einkamálefni, nýtur hann sömu stjómarskrárbundinnar vemdar og einkabréf, samanber ummæli í greinargerð með 71. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fram kemur að réttur manna til trúnaðarsamskipta við aðra sé varinn af ákvæðinu en að ekki sé gerlegt að telja upp með tæmandi hætti öll tjáskipti milli manna.20 Hér ber þó að athuga að sá tölvupóstur sem óheimilt er að lesa þarf að vera þess eðlis að um einkapóst sé að ræða, eða það verði að koma í ljós um leið og farið er að lesa. I þessu sambandi verður að telja til mikils hagræðis að atvinnu- rekendur sjái starfsmönnum sínum fyrir tveimur netföngum, einu sem nýtist þeim í starfi og öðru sem eingöngu er ætlað til einkanota.21 Þá fer ekki á milli mála hvort um einkatölvupóst er að ræða eða ekki. Starfsmaður getur þó heimilað atvinnurekanda að lesa einkatölvupóst sinn. í Héraðsdómi Reykjavíkur í málinu nr. E-7564/2001, sem uppkveðinn var 5. júní 2002, var meðal annars fjallað um framlagningu atvinnurekanda á tölvu- pósti starfsmanns. Málavextir voru þeir að stefndi vék stefnanda úr starfi vegna meintra trúnaðarbrota hans þar sem hann hefði haft mikil tölvusamskipti við samkeppnisaðila stefnda og með því brotið gegn trúnaðarákvæðum í ráðningarsamningi. Þessu til sönnunar lagði stefndi fram í málinu hátt á annað hundrað tölvuútskriftir af tölvupósti stefn- 19 Peter Blume og Jens Kristiansen: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Kaupmannahöfn 2002, bls. 114. www.datatilsynet.dk/vaerd_at_vide/index.html. Sótt 8. júlí 2002. Sjá einnig úrskurð Datatilsynets í Danmörku uni Tryg-Baltica. 20 http://www.althingi.is/altext/! 18/s/0389/html - Alþt. A-deild 1994-1995, þskj. 0389, bls. 2100. 21 Peter Blume og Jens Kristiansen: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Kaupmannahöfn 2002, bls. 118. 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.