Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 102

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 102
manna til friðhelgi um einkasímtöl sem eiga sér stað á vinnustað.30 Það þarf þó ekki að vera augljóst að atvinnurekandi leyfi notkun síma í einkaerindum en almennt verður að telja að slík notkun síma sé eðlileg í nútímaþjóðfélagi, sbr. ályktun fræðimanna í fyrmefndri skýrslu um rafrænt eftirlit á vinnustöðum en þar kemur m.a. fram að starfsmenn skuli eiga rétt á því að hringja einkasímtöl, þrátt fyrir að slíkt hljóti að takmarkast við það sem eðlilegt getur talist.31 Þá brýtur hlustun atvinnurekanda á símtöl starfsmanna sinna almennt séð gegn meginreglum vinnuréttarins um rétt starfsmanns til að njóta virðingar í starfi þótt hlustunin geti verið heimil undir vissum kringumstæðum þar sem tilgangur með henni er skynsamlegur og ekki meiðandi fyrir starfsmann.32 Hér á landi hefur færst í vöxt að atvinnurekendur eða yfirmenn í fyrirtækjum sem veita þjónustu í gegnum síma hlusti á símtöl starfsmanna sinna þegar þeir afgreiða viðskiptavini. Verður ekki séð að þess háttar athæfi sé bannað sam- kværnt íslenskum lögum séu markmiðin með hlustuninni málefnaleg og ef starfsmenn eru meðvitaðir um þetta fyrirkomulag og hafa samþykkt það. Slík hlustun sem hér er nefnd gæti til dæmis verið liður í símenntun starfsmanna. 9. VINNUVERND STARFSMANNA í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, vinnuverndarlögunum, kemur fram að með lögunum sé leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu. I lögunum eru lagðar þær skyldur á atvinnu- rekanda að sjá til þess að starfsmenn hans búi við forsvaranlegan aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað, m.a. hvað framkvæmd vinnu varðar, sbr. 13. og 37. gr. laganna. Skal atvinnurekandi gera þetta í nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins. í fyrirtækjum þar sem eru 10 starfsmenn eða fleiri skal atvinnurekandi tilnefna af sinni hálfu öryggisvörð og starfsmenn skulu kjósa úr sínum hópi öryggistrúnaðarmann. Þannig er sú ábyrgð lögð á hendur atvinnurekanda að sjá til þess að vinnu- skilyrði starfsmanna séu heilsusamleg og ber honum að vernda andlega líðan starfsmanna á sama hátt og líkamlega. I riti sínu Funktionærret segir Lars Svenning Andersen að á seinni árum hafi vaknað spurningar um rafrænt eftirlit með starfsmönnum á vinnustöðum, s.s. um notkun eftirlitsmyndavéla. Þannig hljóti sú staða að vinna undir eftirliti myndavéla sem stöðugt vakta starfsmenn að vera mjög íþyngjandi og óþægileg auk þess sem tilgangurinn með því hljóti 30 Hér má benda á dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá 1997 í máli Halford gegn UK og á ummæli í greinargerð með stjómskipunarlögunum frá 1995 þar sem fram kemur að friðhelgi einkalífs nái einnig til vinnustaðar. http://www.althingi.is/altext/118s/0389/html 31 Protection of workers'personal data in the European union: the case of surveillance and monitoring. Final report (contract reference no. vc/2001/0159), bls. 37. 32 Lars Adam Rehof og Jorgen Ronnhow Bruun: „Arbejdsgiveres registrering af ansattes telefonsamtaler". Juristen. 1986, bls. 113. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.