Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 49
innan sex mánaða frá því að áhættan af söluhlut fluttist yfir til neytanda skuli talinn hafa verið til staðar á tímamarki áhættuflutningsins. Að skýringu þessa ákvæðis verður vikið síðar. 6.2 Ahættuskiptatímamarkið Ákvörðun um það hvort hlutur er gallaður eða ekki skal tekin með hliðsjón af ástandi hans á því tímamarki þegar áhættan af hlutnum fluttist yfir til kaup- andans, sbr. 1. mgr. 21. gr. kpl. Sjá úr tíð eldri kpl. t.d. H 1994 1263 (spattaður hestur) en í því máli þótti ósannað að hesturinn hefði verið haldinn leyndum göllum við afhendingu. Ekki skiptir máli hver er orsök gallans. Því á ákvæðið jafnt við hvort heldur sem gallann má rekja til tilviljunarkenndra atvika eða ástands hlutarins sjálfs. Af ákvæðum 1. mgr. leiðir að ekki skiptir máli hvort gallinn kemur fram seinna ef hann var til staðar á áhættuskiptatímanum sem yfirleitt miðast við afhendingu. Seljandinn ber með öðrum orðum einnig ábyrgð á hinum svokölluðu leyndu göllum og er þetta einnig í samræmi við eldri rétt. Hönnunar- eða smíðagalli getur t.d. leitt til þess að söluhlutur eyðileggist eftir stutta notkun þótt ekki hafi verið unnt að staðreyna gallann við afhendinguna. Á þetta einnig við um skemmt fóður sem gefið er dýrum eftir afhendingu og þau veikjast síðan af og sama gildir um stiga sem á er leyndur galli og fellur saman um leið og farið er að nota hann.69 I 1. mgr. 18. gr. nkpl. segir að við mat á því hvort söluhlutur sé gallaður skuli miðað við það tímamark þegar áhættan af söluhlut flyst yfir til neytanda. Sama regla kemur fram í 1. mgr. 20. gr. fkpl. Þar segir að við mat á því hvort fasteign teljist gölluð skuli miða við það tímamark er hún flyst yfir í áhættu kaupanda skv. 12. gr. eða samkvæmt samningi. Um galla getur þó verið að ræða þótt hann eða afleiðingar hans komi síðar í ljós.70 6.3 Ábyrgð þótt galli komi fram eftir áhættuskiptatímamarkið 6.3.1 Almenn atriði Samkvæmt því sem áður er fram komið er það meginreglan að seljandinn ber einungis ábyrgð gagnvart kaupanda á þeim göllum sem eru á söluhlut á áhættuskiptatímamarkinu. Seljandinn getur þó einnig borið ábyrgð á göllum sem koma fram eftir flutning áhættu yfir til kaupanda. Þar er um þrjú tilvik að ræða og er fjallað um þau í 2. mgr. 21. gr. kpl. og 2. mgr. 18. gr. nkpl. 6.3.2 Vanefndir seljanda eftir afhendingu Fyrsta tilvikið er það sem fram kemur í fyrri málslið 2. mgr. 21. gr. kpl. Þar kemur fram að seljandi ber einnig ábyrgð á galla sem kemur fram síðar, þ.e. eftir áhættuskipti, ef ástæðu gallans má rekja til vanefnda af hans hálfu. Er hér 69 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 842. 70 Um skýringu þessa ákvæðis sjá Alþt. 2000-2001, A-deild. bls. 1464-1465. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.