Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 66
hverfisáhrifum, sbr. nú ákvæði í viðauka 2 með lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þess ber að geta að skv. 2. mgr. 47. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvemd, sbr. 8. gr. laga nr. 140/2001, er öll efnistaka á landi og af eða úr hafsbotni innan net- laga háð framkvæmdaleyfi. í úrskurði úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. júní 2003 í máli nr. 7/2002 reyndi á lagaskil varðandi efnistöku á landi. Með samningi dags. 6. febrúar 1992 hafði kærandi keypt af Skórægt ríkisins 1.000.000 rúmmetra af hraunfyllingu úr námusvæði í landi skógræktarinnar í Straumi í Hafnarfirði. Samningurinn var gerður til 10 ára og rann því út 6. febrúar 2002. Þá hafði kærandi tekið u.þ.b. 650.000 rúmmetra af hraunfyllingu og taldi sig því eiga þar u.þ.b. 350.000 rúmmetra óunna. Leituðu forsvarsmenn kæranda eftir því við Skógrækt ríkisins að gildistími samningsins yrði framlengdur um 6 ár þannig að unnt yrði að ljúka vinnslu umsamins efnismagns úr námunni. Leitað var afstöðu byggingaryfirvalda í Hafnarfirði sem höfnuðu því að taka mætti meira efni úr umræddri námu. í framhaldinu var um það deilt hvort frekari efnistaka úr námunni væri framkvæmdaleyfisskyld. Málið var kært til úrskurðamefndar- innar. Það var niðurstaða hennar að umrædd efnistaka færi ekki í bága við gildandi aðalskipulag. Að því er varðaði það álitaefni hvort efnistakan væri framkvæmdaleyfisskyld tók nefndin fram að ákvæði laga um framkvæmdaleyfi væru íþyngjandi fyrir landeigendur og rétthafa efnistökusvæða og fælu í sér skerðingu á hagnýtingarrétti þeirra. Yrði ekki talið að slík ákvæði gætu tekið til framkvæmda sem hafnar hefðu verið fyrir gildistöku laganna og unnar væru eftir áætlunum eða samningum, þar sem umfang þeirra hefði fyrirfram verið afmarkað, svo sem í umræddu tilviki. Yrði ekki talið að áframhaldandi námu- vinnsla á svæðinu gæti talist ný framkvæmd meðan umsömdu efnismagni hefði ekki verið náð og unnið væri innan þess svæðis sem afmarkað væri með samn- ingi landeiganda og kæranda. Var aðilum, að mati úrskurðamefndarinnar, heim- ilt að framlengja umræddan samning án sérstaks leyfis sveitarstjómar, enda væri ekki með þeirri ráðstöfun verið að auka umfang efnistökunnar umfram þau 1.000.000 rúmmetra mörk sem sett höfðu verið og getið væri í greinargerð gildandi aðalskipulags Hafnarfjarðarbæjar. Það var því niðurstaða nefndarinnar að umrædd framkvæmd væri ekki framkvæmdaleyfisskyld. 6. VALDHEIMILDIR ÚRSKURÐARNEFNDAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARMÁLA TIL AÐ SKERA ÚR VAFA UM HVORT FRAMKVÆMD SÉ FRAMKVÆMDALEYFISSKYLD í 2. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga er kveðið svo á að leiki vafi á því hvort framkvæmdir séu háðar ákvæðum um framkvæmdaleyfi skuli úr- skurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kveða upp úr um það. Þetta ákvæði er óvanalegt fyrir þá sök að byggingaryfirvöld sveitarfélags þurfa ekki að hafa skorið úr því fyrir sitt leyti hvort tilteknar framkvæmdir falli undir ákvæði 27. gr. laganna um framkvæmdaleyfi áður en heimilt er að bera 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.