Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 30
gölluð og þótti það veita kaupanda rétt til afsláttar. Ekki var á það fallist með kaupanda að upplýsingar á söluspjaldi bifreiðarinnar um að vélin væri nýupptekin fælu jafnframt í sér tilvísun til ástands gírkassans. H 1997 1528 (Lancer) Kaupandi bifreiðar hélt því fram eftir kaup að bifreiðin væri gölluð. Eiginmaður kaupanda sem var umboðsmaður hennar við kaupin viðurkenndi að sér hefði fyrir kaup verið skýrt frá árekstri sem bifreiðin lenti í og að skipt hefði verið um bretti og stuðara auk þess sem Ijós hafi skemmst. Kvaðst hann hafa metið þessar upplýsingar svo að óhappið hafi einungis verið óverulegt. Sá starfsmaður bílasölunnar sem umboðsmaðurinn átti einkum samskipti við staðfesti að sér hefði verið skýrt frá óhappinu. Þær upplýsingar hefðu verið veittar að af þessum sökum hefði vélarhlíf, bretti, ljós og stuðari verið endurnýjuð. Frá þessu hafi verið skýrt strax í upphafi og það síðan rætt nokkrum sinnum uns kaupin komust á. Ekki var fallist á það með kaupanda að bifreiðin hafi verið svo verulega gölluð að heimilað gæti riftun þeirra. Hið sama átti við um þá málsástæðu að bifreiðin væri „tjónsbíll" í þeirri merkingu að hún hefði komist í eigu vátryggingafélags eftir óhappið, en kaupandi taldi að með því að skýra ekki frá þessu hafi seljandi beitt svikum við samningsgerðina. I dómi segir að umboðsmanni kaupanda hafi verið skýrt frá árekstrinum og hann hafi eftir það haft öll færi á að afla sér upplýsinga úr opinberum gögnum um fyrri eigendur teldi hann það atriði skipta sköpum. Var samkvæmt þessu ekki talið að seljandi hefði beitt kaupanda svikum og var riftunarkröfu hafnað. Upplýsingar þær sem skírskotað er til í 1. mgr. 18. gr. kpl. kunna að hafa komið fram við almenna markaðssetningu en einnig á annan hátt, t.d. beint gagnvart kaupanda. Ekki er það skilyrði samkvæmt ákvæðinu að upplýsingar- nar hafi verið gefnar skriflega. Þær kunna t.d. að hafa komið fram gagnvart kaupanda í samningsskjali, í bréfaskiptum eða munnlega við samningsgerð. Sjá H 1972 367 (vatnsvarinn krossviður). Markaðssetning getur t.d. farið fram með auglýsingum, í kvikmyndum, á myndböndum o.s.frv. Til þess að upplýsingar geti verið grundvöllur ábyrgðar verða þær að hafa verið afmarkaðar og að vissu marki sérgreindar. Oft eru upplýsingar sem fram konta við markaðssetningu svo almennar og óljósar að þær geta ekki orðið grundvöllur kröfugerðar á hendur seljanda vegna galla. Slíkar upplýsingar geta þó haft vissa þýðingu við mat á því hverra gæða varðandi hlutinn kaupandinn gat vænst. I ákvæðinu er ekki berum orðum getið um neina tímaviðmiðun varðandi upplýsingarnar. Þar sem það er skilyrði að um sé að ræða upplýsingar sem ætla má að áhrif hafi haft á kaupin segir það sig sjálft að ákvæðið tekur aðeins mið af þeim upplýsingum sem gefnar voru fyrir eða við kaupin.35 Ekki er það skilyrði að seljandinn hafi sjálfur persónulega gefið upplýs- ingamar, enda er það svo í mjög mörgum tilvikum að seljandinn er ekki einstak- lingur heldur félag eða fyrirtæki. Seljandinn ber ábyrgð á þeim upplýsingum 35 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 837, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3804. 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.