Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 41
hálfu kaupanda vegna galla ef ráð var fyrir því gert að seljandinn bætti úr gallanum eftir að kaup gerðust.57 Tímamarkið sem miðað er við í 1. mgr. 20. gr. kpl. er það þegar kaupin voru gerð. Ákvæðið á samkvæmt því ekki við, þ.e. leiðir ekki til réttindamissis fyrir kaupanda, þegar kaupandinn fékk vitneskju um atvik eftir kaup en áður en afhending átti sér stað. Sein dæmi um þetta má nefna það tilvik að kaupandi bíls kemst að því eftir kaup, en áður en hann veitir bílnum viðtöku, að bíllinn hefur áður lent í tjóni. Getur kaupandi þá borið slíkt fyrir sig sem galla. Ákvæði 1. ntgr. fjallar ekki einungis um það sem kaupandinn vissi um heldur einnig það sem hann mátti vita um þegar kaup voru gerð. Tilvísun ákvæðisins til þess sem kaupandi „mátti vita um“ svarar til þess sem kaupandi „could not have been unaware of ‘ í 3. mgr. 35. gr. Sþ-sáttmálans og ber að túlka á sama veg. Reglan gildir óháð því hvort kaupandinn hefur rannsakað söluhlut eða ekki og einnig óháð því hvemig kaupandinn hefur fengið vitneskju um eiginleika hlutarins. Hafi kaupandinn rannsakað hlutinn felur það oft í sér að hann hafi einnig mátt vita um tiltekna eiginleika.58 Sjá H 1984 620 (Ford Bronco). H 1984 620 (Ford Bronco) I riftunarmáli kaupanda bifreiðar á hendur seljanda lágu fyrir gögn um ástand bif- reiðarinnar áður en kaup gerðust. Bentu þau gögn ekki til þess að gangur bifreiðar- innar hefði þá verið óeðlilegur. Kaupandinn kynnti sér ástand bifreiðarinnar áður en hann keypti hana og honum var ljóst að hann var að kaupa 6 ára gamla bifreið. Honum mátti vera ljóst að vélin væri farin að slitna. Hann undirritaði yfirlýsingu um að hann sætti sig við ástand hennar. Álit matsmanna var á þá leið að meðferð kaup- anda á bifreiðinni hefði getað orsakað skemmdir á vélinni. Samkvæmt þessu þótti kaupandinn ekki hafa fært að því sönnur að vélin hafi verið haldin slíkum göllum þegar hann keypti bifreiðina að það heimilaði honum riftun kaupa. Var seljandi því sýknaður af kröfum kaupanda. í fasteignakaupum gildir einnig sú regla, sbr. 1. mgr. 29. gr. fkpl., að kaup- andi getur ekki borið neitt fyrir sig sem galla sem hann þekkti til eða mátti þekkja til þegar kaupsamningur var gerður. 5.3 Kaupandi rannsakar hlut eða lætur rannsókn hjá líða Ef kaupandi hefur rannsakað söluhlut áður en kaup voru gerð eða hafi hann án gildrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að sinna hvatningu seljanda um rannsókn getur kaupandi ekki borið fyrir sig neitt það sem hann hefði þá átt að veita athygli. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans að öðru leyti verið andstætt heiðarleika og góðri trú. Er um þetta tilvik fjallað í 2. mgr. 20. gr. kpl. 57 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805. 58 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.