Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 28
3. UPPLÝSINGAR SELJANDA UM EIGINLEIKA EÐA NOTKUN SÖLUHLUTAR 3.1 Almenn atriði Söluhlutur telst samkvæmt 3. mgr. 17. gr. kpl. gallaður ef hann er ekki í samræmi við þær kröfur sem koma fram í 1. og 2. mgr. 17. gr. laganna, og var gerð grein fyrir efni þeirra reglna í 2. kafla hér að framan. Reglur um galla geta einnig átt við, sbr. 18. og 19. gr. kpl., ef söluhlutur er ekki í samræmi við upp- lýsingar sem gefnar hafa verið um eiginleika hans eða notkun. 116. gr. nkpl. er kveðið á um það á einum stað hvenær galli er fyrir hendi á söluhlut í neyt- endakaupum og er framsetning þeirra laga því nokkuð önnur en kpl. þótt til sömu efnislegu niðurstöðu leiði.31 Hér á eftir (3. kafli) verður fjallað um þær reglur kpl. og nkpl. sem varða það með hvaða hætti upplýsingar um eiginleika eða notkun söluhlutar geta haft áhrif á það hvort galli telst vera til staðar eða ekki. 3.2 Söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem gefnar hafa verið að frumkvæði seljanda, 1. mgr. 18. gr. kpl. í 1. mgr. 18. gr. kpl. er fjallað um þýðingu þeirra upplýsinga sem gefnar eru að frumkvæði seljanda um söluhlut og má segja að regla 18. gr. sé eins konar viðbót við 17. gr. laganna. Þar segir að reglur um galla gildi einnig þegar sölu- hlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun og ætla má að 31 í 16. gr. nkpl. segir ífyrsta lagi (a-liður l.mgr. 16. gr.) að söluhlutur teljist vera gallaður ef hann er ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í 15. gr. laganna. Akvæði þetta er í samræmi við 3. mgr. 17. gr. kpl. I öðru lagi telst söluhlutur vera gallaður (b-liður 1. mgr.) ef seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði varðandi hlutinn eða not hans sem seljandinn hlaut að þekkja til og neytandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanræksla hafi haft áhrif á kaupin. Akvæði þetta er að nokkru sambærilegt b-lið 1. mgr. 19. gr. kpl. I þriðja lagi er söluhlutur gallaður (c-liður 1. mgr.) ef hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn. eiginleika hans eða notkun og ætla má að hafi haft áhrif á kaupin. Akvæði þetta samsvarar 1. mgr. 18. gr. kpl. og 3. tl. 4. mgr. 2. gr. tilskipunar um neytendakaup. 1 fjórða lagi er söluhlutur gallaður (d-liður 1. mgr.) ef nauðsynlegar upplýsingar um uppsetningu, samsetningu, notkun, umönnun og geymslu fylgja ekki söluhlut. Svipað ákvæði var að finna í 2. málsl. 4. mgr. 17. gr. kpl. I fimmta lagi kemur það fram í nkpl. (2. mgr. 16. gr.), að regla c-liðar 1. mgr. gildir með sama hætti þegar söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandi hefur gefið á umbúðum hlutarins, í auglýsingum eða við aðra markaðssetningu á vegum seljanda eða fyrri söluaðila. Akvæði þetta er sambærilegt 2. mgr. 18. gr. kpl. Samkvæmt 3. mgr. 16. gr. nkpl. getur neytandi ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð. Akvæði þetta er sambærilegt 1. mgr. 20. gr. kpl. 1 4. mgr. 16. gr. segir eins og áður er fram komið að neytandi getur ekki borið fyrir sig galla ef orsök gallans má rekja til efniviðar sem neytandinn hefur sjálfur lagt til. Þetta gildir þó ekki ef seljandinn hefði átt að ráða neytanda frá notkun efnisins vegna óhentugra eiginleika þess. Ekki er að finna sambærilegt ákvæði í kpl. en þetta ákvæði eins og aðrar reglur nkpl. um samninga þar sem neyt- andinn leggur sjálfur til efnivið í pöntunarkaupum byggist á 4. mgr. 1. gr. tilskipunar um neyt- endakaup. 212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.