Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 22
með hliðsjón af því að fella þessa hluti saman og því hlutverki sem aðalhlut er ætlað að gegna. Þannig verða hjólbarðar bifreiðar t.d. að vera af réttri stærð fyrir felgurnar og fullnægja þeim öryggiskröfum sem gerðar eru til bifreiðar- innar.21 Sjá til athugunar um þau sjónarmið sem hér voru nefnd dóm Hæsta- réttar frá 19. september 2002 í málinu nr. 102/2002 (vörubifreið). Þar var talið að gera hefði mátt þá kröfu til seljanda vörubifreiðar, sem hafði atvinnu sína af því að selja vörubifreiðir og gámabifreiðir, að hann kannaði rækilega hvort forsendur kaupanda um útbúnað bifreiðarinnar og verð stæðust, en hins vegar hafi hann látið það sig einu gilda. Ofullnægjandi upplýsingar af hálfu seljanda hafi leitt til þess að kaupandinn hafi gengið til kaupanna í trausti þess að kostnaður við að breyta bifreiðinni væri mun minni en raun varð á. Var fallist á það með kaupanda að ósanngjarnt væri af seljanda að bera samninginn fyrir sig og honum yrði því vikið til hliðar í heild með stoð í 36. gr. samningalaga. I sumum tilvikum hefur kaupandinn mesta sérþekkingu til að bera þegar metið er hvaða eiginleika söluhlutur skal hafa svo að tilgangi kaupanna verði náð. Birtist það þá gjarnan þannig gagnvart seljanda að kaupandinn treystir ekki á sérþekkingu hans. I slíkum tilvikum er lítil sanngimi í því að seljandinn beri ábyrgð á því að ekki hefur náðst hinn sérstaki tilgangur með kaupunum þótt honum hafi mátt vera um það kunnugt. Því er gerð undantekning varðandi þau tilvik þar sem atvik bera það með sér að kaupandinn hefur ekki, hvað hinn sérstaka tilgang varðar, byggt á sérþekkingu seljanda eða mati hans eða hafði ekki sanngjama ástæðu til þess. Undantekning þessi á t.d. við þegar kaupandi hefur lagt fram nákvæma, tæknilega sundurliðun á eiginleikum söluhlutar. Ef hluturinn er gæddur þessum eiginleikum getur kaupandinn ekki borið það fyrir sig gagnvart seljanda að hann geti ekki notað hlutinn.22 2.2.4 Söluhlutur hafi sömu eiginleika og prufur og líkön Söluhlutur verður að hafa þá eiginleika til að bera sem seljandi hans hefur vísað til með því að leggja fram prufu eða líkan, sbr. c-lið 2. mgr. 17. gr. kpl. Samhljóða ákvæði er í d-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. Einungis pmfur og líkön sem seljandinn hefur lagt fram hafa þýðingu í þessu sambandi. Þá á áskilnaður greinarinnar einungis við um þá eiginleika sem seljandinn hefur vísað til með því að leggja fram prufur eða líkön. Akvæðið fjallar því ekki um þýðingu þess að kaupandi hefur lagt fram prufur eða líkön. Samningur getur eigi að síður borið það með sér að hlutur skuli vera í samræmi við þá eiginleika sem fram- lagðar prufur og líkön kaupanda hafa til að bera. I framkvæmd kemur stundum fyrir að eiginleikar vörunnar eiga að fullnægja mati sérfróðra eftirlitsmanna eða annarra slíkra. Þessi tilvik falla ekki beint undir ákvæði c-liðar en geta eftir atvikum fallið undir 1. mgr. 17. gr. kpl.23 21 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 835, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3802. 22 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 835, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3802. 23 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 835, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3802-3803. 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.