Hlín - 01.01.1923, Page 30

Hlín - 01.01.1923, Page 30
28 Hlin vex í mörgu falli því meira, sem stærri fjárfúlgur safnast í hendur manna. Stóriðjan hefir klofið lifsástæður og hugsunarhátt þjóðanna í tvo gagnstæða strauma. Ann- arsvegar óhóf og stærilæti, hinsvegar örbirgð og úrræða- leysi. En báðum megin hefir fylgt úrættun og mannspilling. Ekkert yfirtaks ímyndunarafl þarf til þess að láta sjer hugkvæmast, að stóriðjan með sömu aðferðum og skipu- lagi mundi hafa nákvæmlega sömu verkanir á þessa þjóð sem aðrar. Upplausn sú og þjóðarhverflyndi, sem áður var getið, sýnir að við erum fljótir til hugbrigða, íslend- ingar, þegar gróðavon og lífsþægindi vex okkur í augum. Stóriðja hjer á landi, rekin með þeim hætti, er gerst hefir í öðrum löndum, mundi loks keyra um þverbak skap- festuleysi okkar og eftiröpun. Hverri einustu verklegri umbót, sem nokkuð kvæði að, mundu fylgja sömu ann- markar og annarsstaðar gerist. Engin gullnáma nje fiskimið, engin iðjuver nje stór- framleiðsla getur lyft þjóðinni til hærri menningar, ef þjóðin við snöggar breytingar slitnar upp af gamalli rót. Dýr- rnœti íslenskra orkuvatna er fólgið i Itugsanlegum líkum fyrir þvi, að þau geti orðið hagnýtt til varðveislu þeirri heimilisiðjusemi, heimilisánœgju og átthagatrygð, sem hefir um allan aldur þjóðarinnar forðað henni frá tortimingu gegnutn þyngstu hörmungar. Ljós og hiti frá orkulindum landsins inn á hvert heim ili og orka til Ijettis vinnandi mannshendinni ætti að vera lausnarorð þjóðarinnar. En mjög ber að gjalda varhuga við því að láta börn þjóðarinnar eiga það hlutskifti í erfðum, að ganga til malverks með Fenju og Menju nú- timans,- — verða þræla og ambáttir fjárhyggjumenning- arinnar. Hjeðan af verðum við íslendingar eftirbátar í öllum iðjumálum nema heimilisiðju. Hana höfum við átl frá fornu fari til jafns við aðrar þjóðir eða meira. En Ije- legir eftirbátar eru það, sem sigla upp á þau sker, er áður var strandað á, að þeim ásjáandi. Ekkert virðist þó

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.