Samtíðin - 01.06.1961, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.06.1961, Qupperneq 12
8 samtíðin að ráða nafni litlu dóttur þinnar. Og nafnið á að vera þannig, að þú — og vonandi hún á sínum tíma — sért ánægð með það. Ég lief enga hugmynd um, hvað móðir þín heitir, þvi að þú nefnir það ekki í bréfinu En ef til vill væri hægt að stylta eða laga nafn hennar þannig, að bæði þú og faðir þinn mættu vel við una? Það er stundum hægt að laga óþjál nöfn, en líka er hægt að búa til óskapnað úr Iveim nöfnum og hefur allt of oft verið gert hér á landi. Mér þykir vænt um, að þú vilt ekki láta dóttur þína stvnja undir hálfgerðu vandræðanafni alla ævi. Svo vona ég, að þetta mál leysist friðsamlega. Rélturinn er þín megin. — Þín Freyja. Svör við ýmsum spurningum SUNNA skrifar mér ágætl bréf og spyr um ýmislegt, sem ég skal reyna að svara. Spurningin um myndatökurnar er of erfið til þess, að unnt sé að svara henni hér. Það eina, sem ég veit, er, að þú þarft að hafa myndavél til þess að geta tekið myndir! Síðan þarftu að athuga vel fjar- lægð og birtu, og til framköllunar mynda þarf myrkraherbergi, vatnsbað, fixir o. fl. En ef þú skrifar myndastofunni Studio á Laugavegi 30, hefur liún lofað að veita þér nauðsynlegar upplýsingar. Þar vita þeir all't um þetla. Um verzlunarlejdi er sótt til viðkom- andi sýslumanns eða bæjarfógeta — og í Reykjavík til skrifstofu borgarfógeta. Sá, sem um það sækir, þarf að hafa verzl- unarskóla-, samvinnuskóla- eða við- skiptaháskólapróf eða hafa stundað verzlunarstörf í a. m. k. þrjú ár. Þetta fer víst nokkuð eftir mati á verzlunar- þekkingu umsækjanda, segja þeir mér. Smásöluleyfi kostar 3 þús. kr., heildsölu- leyfi 15 þús. lcr., en veitingaleyfi, sem sótt er um til sýslumanns eða lögreglu- stjóra, kostar 1500 kr. NÝJASTA PARÍSARHÁRGREIÐSLAN Þú spyrð einnig um, hvernig brauð- terta sé búin til. Hún getur ýmist verið einföld eða margföld Ef þú vilt hafa botninn þunnan, skallu kljúfa brauðið (helzt heitt, ef þú bakar það sjálf) nieð tvinna. í brauðtertu er gott að liafa ýms" ar tegundir af áleggi, l. d. sardínur °S egg, smátt skorið hangikjöt og hænsna- kjöt. Einnig er þá gott að merja niðui- soðnar grænar baunir með álegginu og nota þá lögin til að bleyta í botninunn áður en hann er smurður. Kjörréttur mánaðarins TÓMAT-SÚPA. — 1 kg af tómötuni er mauksoðið í 1 lítra af vatni. 2—3 sináO skornir laukar eru brúnaðir lítið eitt i smjöri. Síðan er tómatlögurinn, 2 supu teningar, salt, pipar og 2 dl af rjóma lál ið út i pottinn og látið sjóða hægt í ^ mínútur. Rifinn ostur er horinn með sUP

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.