Samtíðin - 01.06.1961, Page 19

Samtíðin - 01.06.1961, Page 19
SAMTÍÐIN Fór kringum jörðu á rúmum 8B mínútum —YURIGAGARIN - KÓLÚMBUS GEIMSINS UM MIÐJAN apríl sl. urðu þau furðu- legu tíðindi, að rússneskur flugmaður, Yuri Gagarin majór, gerðist fyrstur manna geimfari. Hann geystist kringum jarðarhnöttinn á 89,1 mínútu í allt að 800 km hæð. Hraði geimfarsins 'var um það hil 40 þ.ús. km á klst. á uppleið frá Jörðu, en nm 29 þús. km á klst. á hring- ferðinni sjálfri. Öll ferðin tók 108 mín- útur! Gagarin lauk hurtfararprófi frá flug- skólanum í Orenhurg árið 1957 — sama ar og Rússar skutu fyrsta spútnik sínum á loft. Siðan kveðst hann jafnan hafa þt'áð að verða geimfari. Ekki segir hann, að sig liafi þó órað fyrir, að hann yrði fyrsti geimfari veraldarinnar, liraðfleyg- asti maðurinn á öld Iiraðans! Við hirtum hér stutta frásögn um við- horf hans og líðan í þessari ævintýralegu ^ör. Honum fórust orð eittlivað á þessa leið: rimalengd flugferðar miunar var á- kveðin fyrirfram. Störf mín í geimfar- inu gengu samkvæmt áætlun. Mér leið agsetlega, og ég var í góðu skapi. Ég hefði Setað haldið ferðinni áfram, ef þörf hefði krafið. Samt sem áður var ég feginn, er ég hafði aftur fast land undir fótum. Fyrst °§ fremst var ég þó glaður yfir því, að lller skyldi auðnast að levsa ætlunarverk mitt af hendi, eins og til var ætlazt. Ég liafði heilmikið að gera. Allt ferðalagið var i raun og veru einheiting að starfi. I sjálfu sér er léttir að því, að útlimir manns missa allan þunga sinn, þegar maður fer að venjast því. Öll störf urðu mér auðveldari fyrir bragðið. Mér fannst ofur eðlilegt, að hlutirnir skjddu svífa um klefann og að ég skyldi ekki geta setið í stólnum mínum eius og áður. Ég sveif frjáls. En meðan ég var svona þungalaus, át ég og drakk, og allt var eðlilegt, rétt eins og ég væri niðri á jörðu. í þessu ásigkomulagi vann ég: skrif- aði atliuganir mínar. Skriftin min breytt- ist ekki, enda þótt höndin væri þunga- laus. Ég varð hara að halda á skrifblokk- inni, svo að hún svifi ekki burt! Ég gælli þess að hafa jafnan loftskeytasam-

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.