Fréttablaðið - 06.10.2010, Page 33

Fréttablaðið - 06.10.2010, Page 33
MARKAÐURINN F R É T T I R 15MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Átta nýir framkvæmdastjórar voru ráðnir til Landsbankans í fyrradag, en þeir munu hver stýra sínu sviði í nýju skipuriti bank- ans. Alls sóttu um 300 manns um stöðurn- ar. Ráðin voru þau: Árni Þór Þorbjörns- son, Frans Páll Sigurðsson, Helgi Teitur Helgason, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdótt- ir, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Hreiðar Bjarnason, Jensína Kristín Böðvars dóttir og Perla Ösp Ásgeirsdóttir. Kristján Kristjánsson, upplýsingafull- trúi Landsbankans, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða áherslubreyt- ingu í starfi bankans. „Við erum að setja mun meiri áherslu á viðskiptavinina þar sem við vinnum eftir lykilhugtökunum: hlusta, læra og þjóna.“ Í tilkynningunni vekur bankinn athygli á því að í hópi nýju framkvæmdastjóranna eru jafn margar konur og karlar. Kristján segir að það sé meðvitað framtak, enda sé jafnrétti eitt af hugtökunum sem eru í stefnu Landsbankans. Skuldavandi heimila og fyrirtækja er eitt af stærstu viðfangsefnum Landsbank- ans að sögn Kristjáns. Til að bregðast við því, eru í skipuritinu tvær einingar, heilt svið til að þjóna fyrirtækjum og ný ráð- gjafastofa fyrir heimili í skuldavanda. - þj Jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórninni NÝRÁÐNINGAR Landsbankinn réði til sín átta nýja framkvæmda- stjóra í gær. 300 manns sóttu um stöðurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Óheimilt er að ráðstafa iðgjöld- um þeirra viðskiptavina sem eru með viðbótarlífeyrissparnað með öðrum hætti en í beinan sparn- að, samkvæmt fjármálaráðuneyt- inu. Þeim aðilum sem haga samn- ingum sínum svo, eins og Arion banka og KB ráðgjöf, hefur verið gerð grein fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Fjármálaráðuneytið hefur á árinu hafnað beiðnum um stað- festingu á reglum lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um aðra ráð- stöfun iðgjalda en heimil er sam- kvæmt lögum. „Iðgjaldi eða iðgjaldshluta sam- kvæmt samningi um séreignar- sparnað skuli einungis verja til öflunar lífeyrisréttinda. Ekki sé að finna nein frávik frá þeim lögum,“ segir í svari ráðuneytis- ins til Fréttablaðsins. Arion banki ákvað að hætta að selja nýja samninga Vista í kjölfar umfjöllunar um sex greiðslur mánaðarlegra iðgjalda sem renna í þóknun til KB ráð- gjafar en ekki í lífeyrissparnað viðskiptavina, sem þeir gætu átt á hættu að borga bakreikninga af. Ríkisskattstjóri sendi fjármála- ráðuneytinu bréf í apríl varðandi málið, sem hefur verið til skoð- unar síðan þá. Ráðuneytið hefur engum óskum eða fyrirmælum beint til ríkisskattstjóra um að ið- gjöld sem ráðstafað hefur verið í þóknanir til fyrirtækja verði skoðuð. - sv Óheimilt að greiða þóknanir KB RÁÐGJÖF Sér um lífeyrissparnaðar- leiðina Vista fyrir Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ERIC HOLDER Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur höfðað dómsmál á hendur þremur stærstu kred- itkortafyrirtækjum landsins, American Express, Mastercard og Visa, fyrir brot á samkeppn- islögum. Eric Holder dómsmálaráðherra sagði jafnframt samkomulag hafa tekist við tvö fyrirtækjanna, Mas- tercard og Visa, sem lofa að banna ekki kaupmönnum að veita not- endum tiltekinna korta afslátt. Holder sagði fyrirtækin hafa haldið neytendum í gíslingu, en nú eigi að snúa því við og neyt- endur eigi að hagnast. - gb Krítarfyrirtæki ákærð Vodafone Firma Sniðið að þörfum verktaka Fjölmargir verktakar og aðrir þeir sem þurfa sveigjanleika í sínum fjarskiptamálum treysta Vodafone fyrir sínum viðskiptum. Þeir sjá hag í að flytja sín viðskipti til okkar, fá lausnir sniðnar að sínum þörfum og hagræða þannig í rekstri. Við vitum að þarfir viðskiptavina okkar eru misjafnar og við leggjum metnað okkar í að koma til móts við þær. Hafðu samband við söluráðgjafa í síma 599 9500 og við finnum leið sem hentar þínu fyrirtæki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.