Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.06.1958, Blaðsíða 10
4 MORGUNN hugsum okkur andlegt líf mannsins vera afkvæmi heilans, hlýtur það að tortímast, þegar hann deyr. En rannsóknir og athuganir á sálarlífinu hafa leitt í ljós, að það getur starfað óháð heilanum, og að miklu fremur er heilinn eins og hemill á vitundarlífinu og takmarkar, fjötrar starfsemi þess, en hitt, að hann framleiði það. Líf líkamans er frem- ur háð hinu andlega lífi en upphaf þess, á sinn hátt eins og það er hugsunin og viljinn, sem stjórna hreyfingum líkam- ans, — en ekki gagnstætt. Þess vegna er eðlilegt að álykta, að á líkan hátt og efni líkamans verða ekki að engu, þegar hann deyr, heldur breyta um mynd og hverfa inn í ný efnasambönd, þannig verði hið langsamlega miklu þýðingarmeira andlega líf ekki að engu, en haldi áfram í annarri tilveru, í breyttri mynd. í efnisheiminum verður ekkert að engu, breytir að- eins um mynd. Hvers vegna ætti þá hin voldugasta og kröftugasta tegund lífs, sem vér þekkjum, líf andans, sem búið er að umskapa stóran hluta jarðar, að hætta að vera til, þótt það sleppi sambandi við jarðneska líkamann? Það væri að öllu óeðlilegt! Enn bætist hér við, að æðsta þrá okkar er þráin eftir að vaxa og þekkja. Ef öllu er lokið með dauðanum, væri þessi þrá algerlega tilgangslaus. Aðeins ef andlegur vöxtur okk- ar og þróun á að halda áfram í andlegum heimi og bera ávexti þar, er hvort tveggja: meining og markmið í þess- ari þrá. Eins er það, að þörf okkar fyrir að trúa á réttlæti í tilverunni stefnir öll út í bláinn, ef andinn á sér ekki framhaldslíf í andlegum heimi og sker þar upp ávexti þess, sem hann sáði til á jörðu, hvort sem hann hefir sáð góðum fræjum eða illum. Og þá fyrst eiga allir, börn jafnt og þeir, sem búa hér við erfið og ófullkomin lífskjör, að fá, þótt síðar verði, sömu möguleika og aðrir til þroska og vaxtar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.