Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Síða 54

Morgunn - 01.06.1958, Síða 54
48 MORGUNN sem fer fram úr því, sem nú er kallað venjulegt, eins og þróunin lyftir manninum ævinlega fram úr því, sem áður var“. Sálfræðingar tregðast við Ilinum mikla sálfræðingi, William James, fannst svo mikið til hugmynda Myers um undirvitundarstarfsemi sálarinnar, að hann fullyrti, að rannsóknir á því myndu verða megin viðfangsefni sálfræðinganna í framtíðinni. Sú spá James hefir enn ekki orðið að veruleika. Sálar- fræðin viðurkennir vissulega nú, að maðurinn sé gæddur undirvitund jafnhliða dagvitundinni, og að fyllilega verði að reikna með undirvitundinni, þegar menn vilji gera sér grein fyrir snilligáfunni. En vegna þess að sálfræðing- arnir hafna enn þeirri hjálp, sem þeir gætu fengið frá sálarrannsóknunum, sem nú eru að verða kunnar undir nafninu „parapsychologie“, — vegna þess að þessi sam- vinna, sem Myers hafði svo mikinn áhuga fyrir, hefir ekki tekizt, hefir hin viðurkennda sálarfræði upp á óljósar skýringar einar að bjóða á fyrirbrigði snilligáfunnar. 1 stuttu máli sagt er afstaða sálfræðinganna í dag til snilligáfunnar sú, að þeir hugsa sér, að með stöðugri og ýtarlegri einbeiting að einhverju ákveðnu verkefni hafi snillingurinn, karl eða kona, safnað í undirvitundina sæg af staðreyndum, sem þrátt fyrir það að maðurinn viti ekki um þær, komi á sínum tíma upp í dagvitundina og fæði þá af sér miklar uppgötvanir, uppfinningar eða meistaraverk á sviði skapandi lista. Auðvitað er þetta gott, svo langt sem það nær. En það svarar engu þeim spurningum, sem sálarrannsóknirnar höfðu varpað ljósi yfir á dögum Myers, og parapsychologie nútímans hefir varpað enn skýrara ljósi yfir. Spurningin verður t. d. sú, hvort í undirvitundinni safn- ast aðeins fyrir þekking, sem maðurinn hefir sjálfur áunn- ið sér með einbeiting og umhugsun, eða hvort inn í undir- vitund hans geti einnig borizt þekking, sem hann hefir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.