Organistablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 2

Organistablaðið - 01.11.1974, Qupperneq 2
Að dagsverki loknu Með komu Pdls Isólfssonar heim til íslands að loltnu námi upphófst nýtt tímabil i sögu islenskrar tónlistar. — Margir minnast enn í dag orgeltónleika hans i Fríkirkjunni á árun- utn fyrir 1930 er hann „flutti inn“ meistarana Buxtehude,Bach, Reger o. fl. og leiddi hlustendur inn i dýrðarheima orgelsins. Margir hinna eldri organleikara nutu tilsagnar lians í organ- leik og kynnust þá betur snilld hans sem orgelmeistara og kennara. — Eftir stofnun FÍO kynntust organistar honum einnig sem manni og félaga. Samverustundirnar með honurn eru öllurn ógleymanlegar. Hann var svo manneskjulegur, traustur og góður félagi, fjölfróður og, umfram allt, skemmti- legur. Hvar sem hann fór, heima eða erlendis, hópuðust menn að honum, allir vildu vera þar sem hann var. — Allir dáðu hann. — Þó margt sé til á þlöturn og böndum af afburða- góðum organleik hans, er sú hugsun áleitin, að' sitthvað hafi horfið með honum, t. d. það er hann lék stundum fyrir okkur á dómkirkjuorgelið, verk meistara. 16. og 17. aldar, franskra og ítalskra. Hugkvæmni hans i raddvali, tignarleg ró og festa i leik hans var þannig, að óliklegt er, að okkur berist aftur til eyrna slikur organleikur. Páll var organleikari hinna stóru dimensjóna, stórbrotinn listamaður. — Sem kirkjuorganleik- ari var hann einnig hin stóra fyrirmynd. — Við organleikarar þökkum honurn, leiðtoganum, allt það, sem hann var okkur og sendum frú Sigrúnu og fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. P. K. P. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.