Organistablaðið - 01.11.1974, Page 3

Organistablaðið - 01.11.1974, Page 3
KIRKJAN OG „HÚSIГ Ég á mynd, lítið má'lverk eftir listamanninn Sigurjón Ólafsson, gjöf frá ilionum. Þetta er málverk af Eyrarbakkakirkju og „Húsinu“ — gamla, danska ihúsinu á Eyrarbakka. Þessi mynd liefur verið mér tákn um (hvernig heimilið og kirkjan — húsið og kirkjan standa hlið við hlið og verða að vera saman og vinna saman fyrir þjóðarlieill og alla biessun. Og einmitt þannig var það með þessar tvær stofnanir, menningar- stofnanir á Eyrarbakka. Meðan dans'ka ifólkið, ætt þess og afkomendur bjó í Húsinu, var aldrei svo mikið að gera þar og margir gestir, að ekki væri staldrað við og gengið S kirkju þegar klukkurnar kölluðu. Mátli þó segja, að þar væri aldrei gestalaust, iþar eð 'Húsið var að vissu leyti hótel fyrir lólk í kaupstaðnum af öliu Suðurlandi. Lengi kejjpti Eyrar- bakki við Reykjavík um verslunarsvæði og viðskipti. Og þaðan var um margar aldir fbeint samband við Kóngsins Kaupmannahöfn. Og mátti segja að „Húsið“ væri þá vagga menningar á Islandi. Og þar kem ég að þvtí, sem mátti vel minnast í Organistablaði Islands. „Húsið“ var uppsprettulind kirkjusöngsins á Isllandi eins og hann iiofur nú verið og orðið bestur á þessari öld. Þangað komu einmitt þeir snillingar til náms, sem urðu frum- herjar í mörgu því, sem hest lliefur verið gert á því sviði. Þeir leiddu síðan, kenndu og studdu þá, sem á eftir komu og með þeim störfuðu. Kirkjusöngurinn á Eyrarbakka og Stokkseyri bar langt af því, sem gerðist víðaist livar á seinni bluta 19. alldar og upphafi þessar- ar aldar. Og enn munu Stokkseyrarlög óima frá ströndinni og lialda áfram að h'ljóma um ókomnar aldir, með ym hrimsins og angurværð’ djúpsins. Ekki þarf annað en nefna tvo snillinga sálma- og kirkjusöngs, svo allir skilji, hvað bér er haft í liuga. Páll Isóifsson frá Stokkseyri og Sigfús Einarsson frá Eyrarbakka, munu háðir ihafa fetað sín fyrstu spor á listahrautinni í „Húsinu“ ORGANISTAB1.AÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.