SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 40

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Side 40
É g man vel eftir því þegar ég grillaði í fyrsta skipti, snemma í mínum búskap. Þá voru grill ekki í hvers manns eigu og ég kunni ekkert að grilla. Það var keypt ódýrt, þrífætt kolagrill, kol og upp- kveikilögur, grillið sett upp á svölunum, allt gert klárt og svo var kveikt upp. Það átti ekkert að ráðast á garðinn þar sem hann var hæstur, heldur var ákveðið að byrja bara á pylsum svona í fyrstu at- rennu. Allir biðu spenntir og svangir. En upp- kveikilögurinn brann upp og þótt við þættumst sjá þess merki að það hefði vissulega kviknað í kolunum héldu þau áfram að vera svört lengi vel. Og það barst lítill hiti frá þeim. Það leið óratími þar til grár litur fór að færast yfir þau löt- urhægt og enn lengri tími þar til við ákváðum að þau hlytu að vera orðin nógu heit. Og pylsurnar voru hálfkaldar því við vorum banhungruð og nenntum ekki að bíða lengur. Það er langur tími síðan og ég er búin að grilla ansi margt. Þegar ég var að byrja að grilla heyrði ég margoft fullyrt að það væri ekki hægt að grilla heilan kjúkling nema þá á snúningsteini en eins og marg- ir vita núna er einmitt alveg einstaklega auðvelt að matreiða heilan kjúkling á grilli – eða kalkúna, ef út í það fer, ef grillið er stórt og með háu loki. Margir héldu því líka fram að það væri bara hægt að grilla fisk innpakkaðan í álpappír en það er nú öðru nær. Ef maður kann að nota grillið sitt, og ekki síst lokið á því, er líklega fátt sem ekki er hægt að matreiða á því. Það er hægt að grillsteikja nánast hvaða kjöt, fisk og grænmeti sem er, grilla ávexti, baka brauð og pítsur og baka kökur (ég á uppskrift að kransaköku bakaðri á grilli en hef reyndar aldrei séð ástæðu til að prófa hana). Lokað grill er að mörgu leyti eins og ofn, hitinn endurkastast frá lok- inu aftur niður að matnum svo að hann grillast á öllum hliðum, ekki bara að neð- an eins og þegar grillið er opið. Þess vegna þarf oft ekki að snúa matnum. Chorizo-kjúklingur Það er hægt að stinga ýmsu undir haminn á kjúklingnum áður en hann er eldaður, til dæmis ferskum kryddjurtum eða sítr- ónusneiðum. Hér notaði ég spænska chorizo-pylsu sem mér finnst gefa mjög skemmtilegt bragð en það mætti líka nota pepperóní. Hamurinn situr laust á bringunni og það er ekkert mál að stinga hendinni inn undir hann til að losa hann frá. Núverandi grillið mitt er lítið Weber- grill með einum brennara í miðju og öðr- um í hring þar utan um, sem hentar mjög vel fyrir grillun við óbeinan hita. Þó er hætt við að kjúklingurinn fari að brenna á vængjunum, þar sem hann er breiðastur, og þess vegna smeygi ég oft álpapp- írsræmu undir efri hluta fuglsins til að hlífa honum. Frá pylsum til kalkúna Sumarið er tíminn sem Íslendingar skríða úr híði sínu og byrja að grilla í garðinum eða á svöl- unum. Nanna Rögnvaldardóttir Uppskriftin að þessum sjávarfangspinnum á sér karabískar rætur. Matur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.