SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 13.06.2010, Síða 53
13. júní 2010 53 24. maí til 6. júní 1. Makalaus – Þorbjörg Mar- inósdóttir / JPV út- gáfa 2. Friðlaus – Lee Child / JPV út- gáfa 3. 25 gönguleiðir á höf- uðborgarsvæðinu – Reynir Ingibjartsson / Salka 4. Góða nótt, yndið mitt – Do- rothy Koomson / JPV út- gáfa 5. Handbókin um heims- meistarakeppnina FIFA 2010 – Keir Radnedge / Edda 6. Morgnar í Jenín – Susan Abulhawa / JPV útgáfa 7. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Upp- heimar 8. Sítrónur og saffran – Kajsa Ingemarsson / Mál og menning 9. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg / Undirheimar 10. Saga mannsins – Ritstjóri: Illugi Jökulsson / Skuggi Frá áramótum 1. Rannsóknarskýrsla Alþing- is – Rann- sókn- arnefnd Alþingis / Alþingi 2. Póst- kortamorð- in – Liza Marklund/James Patterson / JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson / Bjartur 4. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg / Undirheimar 5. Góða nótt, yndið mitt – Do- rothy Koomson / JPV út- gáfa 6. Stúlkan sem lék sér að eldinum – Stieg Larsson / Bjartur 7. Svörtuloft – Arnaldur Indr- iðason / Vaka-Helgafell 8. Nemesis – Jo Nesbø / Uppheimar 9. Horfðu á mig – Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 10. Þegar kóngur kom – Helgi Ingólfsson / Ormstunga Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menn- ingar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúð- inni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúd- enta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum – Eymundsson og Samkaupum. Rannsóknarsetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaút- gefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda „Að kvöldi 20. mars og nóttina þar á eftir var mjög skuggsýnt og lágskýjað. Flestir sem búa á vindasömum hluta landsins steinsváfu. Um kl. 22.30 þetta kvöld rifn- aði jörð á Fimmvörðuhálsi, sem tengir tignarlegan Eyjafjallajökul við enn stærra eldfjall, sjálfa Kötlu.“ Svona lýsir Ari Trausti Guðmundsson upphafi gossins í Eyjafjallajökli í nýrri bók hans og ljós- myndarans Ragnars Th. Sigðurðssonar. Höfundarnir segja ætlun sína ekki að lýsa atburðarás gossins til hlítar, frekar vilji þeir fræða lesendur um eldvirkni og opna sýn til umbrotanna í jöklinum og tekst þeim það nokkuð vel. Í bókinni er að finna fína samsetningu af myndunum hans Ragnars og ítarlegum textum Ara Trausta. Myndinar fá að njóta sín og er textinn alls ekki yfirþyrmandi og óskilj- anlega fræðilegur. Svo er alltaf spurningin þegar ljós- myndabækur eru annars vegar: hvort er ljósmyndun list eða skrásetning samtím- ans með augum ljósmyndarans? Ljós- myndarar geta vissulega farið báðar leið- ir. Þeir geta búið til mynd sem þeir sjá fyrir sér með því að ramma viðfangsefnið inn á ákveðinn hátt eða kafað enn dýpra í myndbyggingu ljósmyndarinnar. Eða notast við hreina heimildarljósmyndun og skrásett atburði í daglegu lífi, nátt- úruhamfarir í þessu tilfelli. Ragnar velur að fara báðar leiðir í þessari bók. Hann bæði býr til myndir sem mætti kalla list og tekur heimildarljósmyndir sem segja lesandanum strax hvað var að gerast þegar smellt var af og sumar myndanna mætti setja í báða flokka. Eina hlið eld- gossins enn hefði mátt hafa með í bók- inni; þá hlið sem snýr að þeim sem búa í sveitunum við jökulinn og hvað þeir íbú- ar hafa þurft að ganga í gegnum síðan eldgosið hófst. En það er kannski seinni tíma verkefni hjá höfundum bókarinnar. Það er náttúrlega mikil klisja að segja að mynd segi meira en þúsund orð þegar lýsa á ljósmynd. En í sumum tilvikum á það bara nokkuð vel við. Þetta er eitt af þeim tilvikum. Fyrir þá sem ekki lögðu leið sína austur og skelltu sér í langar bílabiðraðir (ofanritaður hélt sig á mal- bikinu) til að sjá þessar náttúruhamfarir með eigin augum er bókin nauðsynleg lesning, því hún sýnir fjölda hliða eld- gossins sem setti allt á annan endann í heiminum fyrir skemmstu. List eða skrásetning samtímans? Bækur Eyjafjallajökull Stórbrotin nátt- úra Untamed Nature bbbbn Eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Uppheimar gefa út. Matthías Árni Ingimarsson Ljósmynd Ragnars af ösku föllnum heyrúllum er gott dæmi um ljósmynd sem skrásetur og er á sama tíma listaverk. Ljósmynd/Rangar Th. Sigurðsson Smásagnasafnið Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns eftir Ástu Sigurðardóttur kom út árið 1961, en Ásta hafði áður birt smásögur sínar í tímaritum á sjötta áratugnum. Þegar ég las þessar sögur fyrst hef ég verið í kringum 16 ára aldurinn, móðir mín hafði mikið dálæti á Ástu og krafðist þess að ég læsi þess- ar sögur. Ég varð dolfallin við fyrsta lestur, þvílík uppljómun sem þetta var fyrir óharðnaðan 16 ára unglinginn að lesa þessar sögur. Og eins og áhrifagjörnum unglingum sæmir fór ég að reyna að skrifa sögur í „Ástu- stíl“ eftir lesturinn. Alla tíð síð- an ég las þessar sögur hefur þessi stíll átt sterkar rætur í mér, og það má segja að Ásta hafi kynnt mig fyrir súrreal- ismanum. Þessar sögur hefja mig á flug. Súrrealisminn, vonin og von- leysið eru sterkir þræðir í öllum sögunum, og á einhvern hátt nær maður að tengja flóknar til- finningar nútímamanneskjunnar við tilfinningar stúlknanna í bókinni. Sögur Ástu eru með fyrstu módernísku sögunum sem skrifaðar voru á Íslandi, áhrif á mig að ég skrifaði kvik- myndahandrit upp úr henni, og ég stefni að því að leikstýra stuttmyndinni „Sunnudags- kvöld til mánudagsmorguns“ áður en langt um líður. enda var Ásta að mörgu leyti á undan sínum samtíma hér á landi. Ásta sagði sjálf á sínum tíma að þessar sögur væru að hluta byggðar á hennar reynslu. Hún var víst skrautlegur kar- akter í borginni, drakk ótæpi- lega, hékk með helstu listaspír- um landsins og vann fyrir sér sem nektarmódel meðfram skrifunum. Það í sjálfu sér gerir sögurnar enn áhugaverðari, maður fer að ímynda sér lífið í Reykjavík á árunum milli 1950 og 1960, og hversu lítið hefur í raun breyst síðan þá, ef maður frátelur tæknibreytingar og því- umlíkt. Kvenímyndin í sögum Ástu þótti hneykslanleg á þeim tíma sem sögurnar voru skrifaðar, í titilsögunni fáum við að kynnast kvenpersónunni Ástu, sem er drykkfelld daðurdrós, föst milli tveggja heima, ofsjóna og raun- veruleikans. Sú saga er tví- mælalaust langbesta smásaga sem ég hef lesið, ég hugsa að ég hafi lesið hana milli 20 og 30 sinnum, og aldrei fengið leið á henni, og fæ alltaf eitthvað nýtt út úr lestrinum. Þessi saga hafði svo mikil Lesarinn Sigurbjörg Sæmundsdóttir kvikmyndaleik- stjóri og handritshöfundur Milli ofsjóna og raunveruleikans Berorðar lýsingar Ástu Sigurð- ardóttur voru umdeildar á sinni tíð.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.