SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 15
5. júní 2011 15 Undanfarið ár eða svo hefur Eiður Smári annað veifið birst í nýju hlutverki – sem sparkskýrandi á Sky Sports- sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Hefur innlegg hans almennt mælst vel fyrir og Eiður Smári staðfestir að Sky sækist eftir áframhaldandi samstarfi við sig. „Þetta kom frekar óvænt upp í fyrravor þegar ég var hjá Tottenham. Sky bað mig að koma og taka þátt í um- ræðum og aðstoða við greiningu á leik og ég fann mig bara ágætlega í þessu. Alla vega hafa þeir beðið mig að koma nokkrum sinnum síðan og vilja fá mig áfram næsta vetur.“ Eiður Smári er eini leikmaðurinn sem bæði hefur leikið undir stjórn José Mourinhos og Peps Guardiola og segir Sky ekki síst hafa horft til þeirrar staðreyndar. „Síðan hef ég ýmist leikið með eða á móti flestum stærstu stjörnunum í dag og hef því þokkalega yfirsýn og get jafnvel miðlað upplýsingum sem ekki liggja í augum uppi.“ Þegar ég heimsótti Eið Smára til Barcelona fyrir rúmum fjórum árum spurði ég hann einmitt hvort hann gæti hugsað sér að vinna við sjónvarp í framtíðinni. Þá starði kappinn á mig eins og ég væri strútur í strápilsi. Hann hlær þegar ég rifja þetta upp. „Ég hef ekki sóst eftir frama á þessum vett- vangi en þetta er bara nokkuð gaman. Maður horfir öðruvísi á fótbolta frá þessu sjónarhorni. Á endanum snýst þetta þó allt um að einhver nenni að hlusta á bullið í mér. Einhvern tíma lýkur fótboltaferlinum og þá verður maður að finna sér eitt- hvað að gera. Þetta er eitt af því sem kemur til greina. Það er hægt að hugsa sér verri staði en Sky sem er risastór sjónvarpskeðja með margt fleira en fótbolta.“ Svo á jörðu sem á himni Evrópumót 21 árs-landsliða hefst í Dan- mörku um næstu helgi. Eiður Smári ætlar eins og aðrir landsmenn að fylgjast með mótinu en á vont með að átta sig á möguleikum íslenska liðsins. „Ég hef enga tilfinningu fyrir þessu móti. Þá á ég við að ég veit hvað íslenska liðið getur en hef ekki hugmynd um hvernig lið hinna þjóðanna eru. Það hlýtur þó að hjálpa okkur að sterkir menn hafa verið að draga sig út úr öðrum liðum, eins og hjá Englendingum og Dönum.“ Hann segir það þó ákveðna vísbend- ingu að íslenska liðið hafi komist verð- skuldað í lokakeppnina, meðal annars með því að sigra ríkjandi Evrópumeist- ara, Þjóðverja. „Þetta eru mjög hæfi- leikaríkir strákar og ég óska þeim góðs gengis í Danmörku.“ Mikla athygli vakti þegar KSÍ ákvað á ögurstund að láta 21 árs-liðið ganga fyrir a-liðinu síðastliðið haust. Bros færist yfir andlit Eiðs Smára þegar þetta berst í tal. „Ég hef mjög sterka skoðun á því máli en þetta er liðin tíð og tilgangslaust að velta sér upp úr þessu núna. Þeir tóku þessa ákvörðun sem þurfti og ég er feg- inn að hafa hvergi komið þar nærri.“ Óskar strákunum góðs gengis mál að ég hafði misst af undirbúningstímabilinu. Það átti að vera lítið vandamál og mér sagt að ég fengi tíma til að vinna upp það sem vantaði upp á formið. „Síðan ferð þú bara að spila og verður frábær,“ sögðu menn. Þannig var þetta lagt upp.“ – Það fór á annan veg? „Heldur betur. Ég fékk engin tækifæri í byrjunarliðinu og kom í síðasta skipti inn á um miðjan október.“ Gramdist þessi vitleysa – Hver voru samskiptin við Tony Pulis knattspyrnustjóra á þessum tímapunkti? „Engin. Ég fann tiltölulega fljótlega að hann væri ekki að fara að stilla mér upp í liðinu. Ég ákvað hins vegar að fara ekki í neitt fjölmiðlastríð – hef raunar nánast aldrei gert það – heldur svara þessu mótlæti frekar þegar þar að kæmi á minn hátt. Ég neita því hins vegar ekki að mér gramdist þessi vitleysa um að ég væri ekki í formi og þar fram eftir götunum. Það var út í hött. Fólk sá mig ekki á vellinum og eflaust hafa einhverjir trúað því að ég væri ekki í formi en þegar frá leið held ég að flestir hafi áttað sig á því að eitthvað annað bjó að baki. Þegar ég fór svo að spila með Fulham urðu sumir hissa á því að sjá að ég var alls ekki í svo slæmu formi.“ – Þú varst ekki fyrr kominn inn á í fyrsta leiknum, gegn Chelsea, en þú renndir þér í allsvakalega tæklingu? „Já, já,“ segir Eiður og hlær. – Var Stoke eftir á að hyggja ekki rétta liðið fyrir þig? „Eftir á að hyggja, já. Ég tók áhættu með því að fara þang- að. Stoke hefur sinn leikstíl, baráttu, kýlingar, löng innköst og allt þetta. Ég mat stöðuna hins vegar þannig að fyrst ég fengi að spila mikið, eins og mér var lofað, gæti ég minnt rækilega á mig í ensku úrvalsdeildinni. Tony Pulis sannfærði mig líka um að ég væri maðurinn sem liðið vantaði, til að fá boltann í fæturna og koma stungum á framherjana.“ – Hvernig er að vera kominn aftur í ensku úrvalsdeild- ina? „Frábært. Mér hefur alltaf liðið vel á Englandi.“ Erfitt að aðlagast öðru liði – Þessi tvö ár síðan þú fórst frá Barcelona hafa ekki verið neinn dans á rósum hjá þér! „Það er alveg rétt. Partur af skýringunni er sá að hafandi verið hjá liði eins og Barcelona, sem spilar á mjög sérstakan hátt, eins og við höfum séð best undanfarið, getur verið erf- itt að laga sig að leik annars liðs. Stuttu sendingarnar og þrí- hyrningarnir, sem voru mínar ær og kýr hjá Barcelona, tíðkast ekki alls staðar. Það á til dæmis við um Mónakó.“ – Var algjört kúltúrsjokk að koma þangað? „Algjört. Ég get nefnt æfingarnar sem dæmi. Þær voru allt öðruvísi og erfiðari en ég var vanur og fyrir vikið mætti ég útkeyrður inn á völlinn. Það var bara þannig. Ég náði heldur ekki að aðlagast umhverfinu utan vallar og fyrir vikið var dvölin í Mónakó mjög erfið. Ég átti fljótlega samtal við þjálf- arann, þar sem ég fann að við áttum ekki samleið.“ – Tottenham Hotspur bjargaði þér úr þeirri prísund. Þér gekk vel þar! „Já, það gekk mjög vel og mér leið frábærlega hjá Totten- ham. Ég var að vísu inn og út úr liðinu en spilaði hlutverk í svo til öllum leikjum, hvort sem það voru níutíu mínútur, sjötíu eða fimmtán. Harry Redknapp gerði mér fljótlega grein fyrir því að hann vildi halda mér og ég bjóst satt best að segja ekki við öðru en að semja við Tottenham síðasta sumar.“ – Hvað fór úrskeiðis? „Ég veit það ekki ennþá. Ég átti tvö til þrjú samtöl við Redknapp þar sem hann tilkynnti mér að fyrra bragði að hann vildi klára málið, bæði áður og eftir að ég fór í sum-

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.