SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 40
40 5. júní 2011 Í kjölfar velheppnaðrar tónleika- ferðar Nínu Margrétar Grímsdóttur til Kína haustið 2009 bauð Wu Promotion-umboðsskrifstofan henni að koma fram á nokkrum tón- leikum nú í maí fyrir milligöngu íslenska sendiráðsins í Kína. Wu Promotion er, að sögn Nínu Margrétar, virtasta umboð- skrifstofan í Kína fyrir klassíska tónlist og starfar m.a. með Harrison Parrott og Col- umbia Artists í Evrópu og Bandaríkjunum. Á efnisskránni voru klassískar perlur píanóbókmenntanna, t.d. d-moll Fantasía Mozarts, Tunglskinssónata Beethovens, Noktúrnur, Etýða óp. 10, nr. 5 og Ballaða í As-dúr eftir Chopin. Einnig voru þekkt verk eftir Debussy, t.d. Clair de lune og Estampes, auk Prelúdía nr. 1 og 2 eftir Gershwin. Áhorfendafjöldi var á bilinu 300-600 manns á hverjum tónleikum og var Nína Margrét hæstánægð með við- tökur gesta en ferðin var styrkt af Tónlist- arsjóði Menntamálaráðuneytisins Læra á píanó í hljóðfærabúð Fyrstu tónleikarnir voru í borginni Dongguan í Suður-Kína í salnum Cultural Weekend Theatre. „Í þessari borg er eng- inn tónlistarskóli en börnin læra á píanó í hljóðfærabúð í miðbænum, þangað koma foreldrarnir með börnin eftir skóla frá fjögurra ára aldri þar sem þeir telja að tón- listarnám sé nauðsynlegt sem hluti menntunar barna á grunnskólaaldri. Enn fremur eru í Dongguan aðilar sem vilja efla áhuga og þekkingu almennings á klass- ískri tónlist og standa því fyrir metn- aðarfullri tónleikaröð,“ segir Nína Margrét í samtali við Sunnudagsmoggann en hún er stödd í Bandaríkjunum þessa dagana. Til marks um áhugann segir hún mikið af börnum og foreldrum hafa sótt tón- leikana og á milli atriða á efnisskránni var óskað eftir að hún svaraði spurningum áheyrenda um tónskáldin, verkin og um tónlist almennt. „Þessi samskiptahluti klassískra tónleika í Kína er algengur og þjónar þeim tilgangi að auka menningar- og fræðslugildi tónlistarflutningsins. Þetta finnst mér til mikillar fyrirmyndar og til merkis um einlægan áhuga almennings á því að fræðast um klassíska tónlist okkar Vesturlandabúa.“ Aðrir tónleikarnir voru einnig í Suður- Kína, nánar tiltekið í þekktum háskóla, South China University of Technology. Þar var fullur salur af stúdentum og stóð menningarfélag þeirra fyrir tónleikunum. „Þeir höfðu undirbúið viðburðinn afar vandlega og fylgdust vel með að allt væri eins og best yrði á kosið. Mikill áhugi var á þátttöku í umræðuhluta tónleikanna og einnig má nefna til gamans að áður en tónleikarnir hófust var leikið eitt lag af efnisskránni í hátalarakerfi salarins, mér fannst því líklegt að þeir hefðu undirbúið áheyrendur með því að kynna þeim verk- in fyrir tónleikana,“ segir Nína Margrét. Þriðju tónleikarnir voru í einum virtasta háskóla Kína, Fudan University í Sjanghæ. „Sjanghæ er stærsta borg Kína og státar af menningarlífi á háum mælikvarða auk þess að vera fjármálamiðstöð Asíu. Þarna fékk ég tækifæri til að kynnast stúdent- unum talsvert og fannst mér mikið til um þetta unga fólk sem tekur við kínversku þjóðinni á næstu árum. Það er einkenn- andi fyrir þau að þeim er umhugað um að kynnast vestrænni menningu frá fyrstu hendi, þ.m.t. klassískri tónlist, þau tala ensku vel og eru heima í helstu atriðum menningarsögu okkar á Vesturlöndum. Öll hafa þau áhuga að stunda framhalds- nám á meistara- og doktorsstigi erlendis, helst í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það sama var uppi á teningnum hvað varðar vandvirkni og metnaðarfulla framsetn- ingu á tónleikunum, enn fremur fékk ég mikil og góð viðbrögð, jafnvel aðdáenda- bréf eftir tónleikana, ég átti ekki von á svona hlýjum móttökum og opinni tján- ingu frá þeim en sú var einmitt raunin,“ segir Nína Margrét. Hliðstætt við Hörpuna Fjórðu og síðustu tónleikarnir voru einnig í Sjanghæ, að þessu sinni í einu helsta tón- listarhúsi borgarinnar, Shanghai Oriental Art Center, sem er hliðstætt hús við Hörp- una okkar, að sögn Nínu Margrétar. „Þarna eru þrír tónleikasalir, og voru tón- leikarnir mínir í þriðja salnum sem hýsir 300 áheyrendur. Þessi salur er skemmti- lega hannaður með hringsviði neðst, þar sem áheyrendur sitja í hálfhring upp frá sviðinu. Hljómburðurinn var frábær og Steinway-flygillinn af bestu gerð. Tón- leikarnir tókust mjög vel og voru góður endir á Kínaferðinni.“ Þess má geta að næsti píanisti á eftir Nínu Margréti til að spila í þessu tónlistar- húsi var hinn víðfrægi Kínverji Lang Lang. Hún var því í góðum félagsskap á þessum lokaspretti tónleikaferðarinnar. Það sem er næst á döfinni hjá Nínu Mar- gréti eru tónleikar í Bevagna á Ítalíu í sept- ember, hátíðartónleikar í röð Háskóla- tónleika með verkum Grieg, tónleikar í Tíbrá í janúar og tónleikar í röð Bechstein píanóframleiðandans í Berlín á næsta ári. Enn fremur heldur áfram samstarf hennar við Gerðuberg og RÚV með tónleikaröðina Klassík í hádeginu. Mjög áhugasamir um vestræna tónlist Nína Margrét Grímsdóttir við slaghörpuna á einum tónleika sinna í Kínaferðinni. Nína Margrét lék meðal annars í einu helsta tónlistarhúsi Sjanghæ. Mikill áhugi var á þátttöku í umræðuhluta tónleikanna. „Þetta var í einu orði sagt frábær ferð,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari sem lauk á dögunum við sína aðra tónleikaferð um Kína. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tónleikagestir í Kína létu ekki nægja að láta þakklæti sitt í ljós eftir tónleikana, Nínu Margréti hafa einnig borist þó- nokkrir tölvupóstar með góðum kveðj- um. Ching Li, sem er nemi við Fudan- háskóla í Sjanghæ, þakkar henni fyrir yndisfagran píanóleik. „Ég er ekki mik- ill aðdáandi klassískrar tónlistar en leikur þinn snart mig inn að hjartarót- um, tilfinningin var svo ósvikin. Ólík menning, sama tilfinning. Ég mun seint gleyma þessum tónleikum.“ Jacobsen, sem einnig er nemi, þakk- ar Nínu Margréti innilega fyrir túlkun hennar á Tunglskinssónötunni sem hafi minnt hann á gamla virtúósa af þýska og austurríska skólanum. Þá hafi túlk- un hennar á Debussy einkennst af mik- illi hlýju og flutningurinn á Ballöðu í As- dúr eftir Chopin tekið fram öllum hljóð- ritunum sem hann hafi heyrt. Ólík menning, sama tilfinning

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.