SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Qupperneq 43
5. júní 2011 43 umgjörð verið vönduð til muna og markvisst unnið að kynningarmálum. Það hefur leitt til fleiri tækifæra fyrir listamenn og auðgað íslensku listsen- una. Almennt er talið að markmiðum með þátttöku hafi verið mun betur náð eftir tilkomu Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar (st. 2005), sem heldur utan um framkvæmd verkefn- isins hverju sinni. Þar skiptir hin fag- lega nálgun og aukin fjáröflun miklu máli. Miðstöðinni tókst árin 2007 og 2009 að afla fjárstuðnings einkaaðila, sem gerði kröftuga alþjóðlega markaðs- setningu og tengslamyndun mögulega. Staða Íslands á tvíæringnum fyrr, nú og í framtíð Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum og framtíð hennar hefur mikið verið rædd að undanförnu. Að sögn Dorothée Kirch, framkvæmdastjóra Kynning- armiðstöðvarinnar, er þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum háð samstöðu margra aðila, jafnt í opinbera geiranum og atvinnulífinu. Fjármögnun íslenska skálans 2011 gekk framan af erfiðlega en á liðnum vikum hafa vonir glæðst. Í kjölfar viðtals við Dorothée um bága fjárhagsstöðu í kvöldfréttum RÚV þann 20. mars barst óvænt símtal og fjár- framlag frá eigendum Jómfrúarinnar. Jakob Jakobsson, annar eigendanna, sagði það hlutverk fyrirtækjanna í borginni að styðja við menningarlífið og efla með því Reykjavík sem eftir- sóknarverðan menningaráfangastað – allt sé þetta ein stór hringrás. Á dög- unum opnaði Jómfrúin einmitt nýjan veitingastað, Munnhörpuna í Hörpu, í nánum tengslum við tónlistarlíf borg- arinnar. Meðal þeirra sem hafa lagt fram fé til verkefnisins eru Íslands- banki, Vilhjálmur Thorsteinsson, Landsvirkjun og CCP. Ríkulegur stuðn- ingur þessara fyrirtækja og einstaklinga er mikið fagnaðarefni og styrkir tengsl Kynningarmiðstöðvarinnar og Fen- eyjaverkefnisins við atvinnulífið. Það er einnig sönn ánægja að utanríkisráðu- neytið, Reykjavíkurborg og Íslandsstofa styðji við verkefnið og er það von Kynningarmiðstöðvarinnar að nú verði hægt að horfa til bjartari tíma með sterkt bakland. Ísland fagnar í ár fimmtíu ára þátt- töku á Feneyjatvíæringnum. Íslend- ingar hafa frá árinu 1960 teflt fram mörgum af sínum fremstu listamönn- um svo sem Kjarval, Þorvaldi Skúla- syni, Magnúsi Pálssyni, Rúrí, Gabríelu Friðriksdóttur og nú síðast Ragnari Kjartanssyni. Þátttakan hefur skipt sköpum fyrir farsælan feril þeirra sem listamanna. Libia Castro og Ólafur Ólafsson verða fulltrúar Íslands þetta árið með sýninguna Under Decon- struction. Sýningin í Feneyjum stendur fram í nóvember 2011 og verður svo sett upp í Listasafni Íslands í upphafi árs 2012.’ Myndlistin er al- þjóðlegt tungumál þar sem líf ein- staklingsins og samfélag manna eru til stöðugrar umfjöllunar og endurskoð- unar. Guðmundur Guðjónsson og Jakob Jakobsson eigendur Jómfrúarinnar ásamt Dorot- hée Kirch, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar. Samvinna þjóðmenningarstofnananna er í anda þess samkomulags sem Þjóðminja- safn Íslands gerði árið 2007 við Norræna safnið í Stokkhólmi, sem þá afhenti Þjóð- minjasafni Íslands átta hundruð íslenskar þjóðminjar til framtíðarvarðveislu á Ís- landi. Þar á meðal var útskurður, búningar og skart auk handrita. Minjarnar voru fluttar yfir hafið og heim, eftir að hafa verið í Svíþjóð frá því á 19. öld. Markmiðið þá var að stuðla að betra aðgengi fræðimanna að minjunum, tryggja sem besta varðveislu í góðu samhengi innan um aðrar íslenskar þjóðminjar og styrkja tengsl safnanna al- mennt. Það sama er haft að leiðarljósi nú meðal stofnananna hér. Þessi skref hafa verið tekin með það að leiðarljósi að bæta aðgengi til rannsókna og miðlunar, og tryggja sem besta varðveislu menningar- arfsins. Þannig er einnig stuðlað að góðri nýtingu fjármuna til hinna flóknu verkefna sem umönnun menningararfsins felur í sér. Er það mikils virði nú þegar stofnanir búa við þrengri fjárhag sem kallar á vandaða forgangsröðun verkefna. Eru vonir bundn- ar við að þessar áherslur í starfsemi menn- ingarstofnana leiði einmitt til framfara í faglegu starfi, þjóðararfinum og samfélag- inu til góðs. brotum, meðal annars nótnablöðum. Ekki hafa varðveist mörg önnur slík skinnbrot með nótum en í þeim er fólgin ómetanleg menningarsaga Íslendinga og mikilvægur þáttur í okkar tónlistararfi. Í Þjóð- skjalasafni Íslands og Landsbókasafni Ís- lands - Háskólabókasafni eru sömuleiðis varðveitt söfn ljósmynda, sem mætti varðveita á meðal ljósmynda í Ljós- myndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu. Nú er unnið markvisst að því að stilla saman strengi varðveislustofnana á þess- um sviðum. Undir lok síðasta árs var und- irritaður samstarfssamningur Þjóðminja- safns Íslands og Þjóðskjalasafns Íslands um gagnkvæma afhendingu skjala og ljós- mynda. Markmið samningsins er að heild- stæð myndasöfn verði varðveitt í Ljós- myndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu og að skjalasöfn verði varðveitt í Þjóð- skjalasafninu. Á ársfundi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þann 11. maí sl. var undirritaður samningur um vistun og varðveislu valinna handrita Þjóðminjasafns Íslands í handritasafni Árnastofnunar. Um er að ræða ýmiss konar bók- mennta- og kvæðahandrit, skinnblöð og tónlistarhandrit sem samkomulag er um að best fari á að varðveita innan um önnur handrit Íslendinga í Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Handritin verða rannsökuð og gerð aðgengileg fræðimönnum á vefnum www.handrit.is, sem er samstarfsverkefni Árnastofn- ananna í Reykjavík og Kaupmannahöfn og Landsbókasafns Íslands - Háskóla- bókasafns. Handrit Þjóðminjasafns Íslands munu nú verða skráð inn á þann vef. Skinnblað frá 18. öld. Davíðssálmur og rómanskur upp- hafsstafur og mynd af konunum við gröf Krists. ’ Í Þjóðminjasafninu eru handrit með tónlist, brot úr messusöngs- bókum, saltarabrot, lögbók- arbrot og nokkur embætt- isbréf.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.