SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 34

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Síða 34
34 5. júní 2011 Ó lafur Þorkell Helgason hefur verið matreiðslumaður í Seljaskóla frá því mötuneyti skólans var opnað 1. febrúar 2005 og eldar á hverjum degi fyrir hátt í 650 manns. Síðustu sex árin áður en hann kom til starfa í skólamötuneytinu var hann á Hótel Sögu. Hann segir mikil umskipti í því að hafa loksins „dottið inn í þessa dagvinnu“ enda fylgir kvöld- og helgarvinna starfi matreiðslumanns- ins á hótelum og veitingastöðum. Hann er búinn að vera í veitinga- bransanum frá því hann byrjaði að læra 1976 á Hótel Esju og segist síðan þá hafa verið „úti um allt og líka erlendis“ og „á Naustinu þarna í gamla daga, það þótti fínn staður á þeim árum“. Ljóst er að þarna fer maður með reynslu en hann nær líka til barnanna og hefur líkað vel að elda ofan í nem- endur og starfsfólk skólans. En hvað hugsar Ólafur um þegar hann skipuleggur skólamatinn? „Bara það sem þau vilja. Ég reyni að hafa þetta hollt og vera með fisk tvisvar í viku,“ segir hann. „Maður er búinn að prófa að vera með grænmetisbuff og grænmetislasagna til að þóknast foreldrunum og Lýðheilsu- stofnun. Þau bara henda þessu meira og minna, þau gera það greyin.“ Hvað vilja krakkarnir? „Þau vilja bara þennan dæmigerða íslenska mat, það er mín reynsla. Þau eru voðalega hrifin af plokkfiski og soðnum fiski, kjötbollum og lasagna. Grjónagrauturinn er líka gríðarlega vin- sæll,“ segir Ólafur og ítrekar vinsældir soðins fisks. „Þau fussa stundum og sveia yfir honum en borða hann alltaf mjög vel.“ Þegar hann er með fisk í matinn sýður hann ekki allt í einu heldur er að sjóða hann allan hádegismatinn, í smærri skömmtum, svo allir fái bragðgóðan fisk. Þótt hollustan sé markmiðið verður stundum að breyta til eins og gert var nú í vetrarlok en boðið var upp á kakó- súpu í lok maí. „Þau eru búin að vera að biðja um þetta í allan vetur,“ segir Ólaf- ur og hlær. Eldar matinn frá grunni „Ég elda allan mat hérna meira og minna frá grunni,“ segir hann en það var lasagna daginn sem blaðamaður kom í heimsókn. „Ég lagaði kjötsósuna alveg frá grunni og var með fersk pastablöð,“ segir Ólafur sem var vel tilhafður í kokkafötunum í skínandi hreinu eld- húsinu. Á milli 96 og 97% nemenda eru í mat hjá Ólafi og er hann ánægður með þetta háa hlutfall. Á föstudögum er hann með spónamat eins og grjónagraut eða skyr með rjómablandi og ávöxtum. Það henti vel því krakkarnir fari stundum fyrr heim þá. Einn daginn í maímánuði var grísafile á boðstólum, Ólafur játar að það hafi verið á tilboði. „Það er mikil pressa á að reka þetta vel.“ Honum leiðist sú neikvæða umræða sem hefur ráðið ríkjum í sambandi við skólamötuneyti í vetur. „Mér hefur fundist þetta leiðinleg umræða,“ segir Ólafur en honum gremst að sagt sé að verið sé að gefa börnum fóður í skólum. „Eins og maður væri að gefa börnunum óþverra. Mér leiddist þetta og fannst þetta skrýtin umræða.“ Hann er ekki heldur sáttur við nýj- ustu umræðuna um niðurskurð. „Þá bara kveður maður held ég. Það er vinnutíminn sem heldur manni hérna, ekki launin,“ segir Ólafur, sem útskýrir að gott samband við börnin sé líka gefandi hluti af starfinu. „Þetta eru miklir vinir mínir. Þau heilsa manni hérna og koma stundum til að kveðja mig. Blessuð börn- in, þau eru mjög skemmtileg. Ég lít á þessa krakka sem vini mína, jafningja, það er lang- þægilegast.“ Láta þau vita ef þeim finnst eitthvað ekki gott? „Já aldeilis. Þau láta mann heyra það. Ég próf- aði einu sinni að gefa þeim ávaxta- graut með rjóma. Það kom einn lítill til mín og sagði: „Heyrðu Óli, þetta hefur þú aldrei aftur!““ Sjálfur segist Ólafur hafa verið alinn upp á „þverskorinni ýsu, saltkjöti, skötu Agúrkur eru góðar með steiktum fiski. Það er líka hægt að grínast með grænmeti. Vatnsmelónurnar eru girnilegar. „Heyrðu Óli, þetta hefur þú aldrei aftur!“ Ólafur Þorkell Helgason er matreiðslumaður í Seljaskóla og eldar ofan í hátt í 650 manns á hverjum degi. Hann lítur á börnin sem jafningja, leiðist neikvæð umræða um skólamötuneyti og segir börnin elska soðinn fisk. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is Steiktur fiskur með sósu úr AB-mjólk. Borð- aður með kartöflum, grænmeti og ávöxtum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.