SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 39
5. júní 2011 39 Lögregla í Missouri í Bandaríkjunum mætti nýverið hættulegum krókódíl, eða svo hélt hún. Lögreglu- menn í Independence, úthverfi Kansasborgar, brugð- ust við útkalli þess efnis að stór krókódíll hefði sést á tjarnarbakka í borginni. Lögregluþjónn hringdi í dýra- verndunarsamtök, sem ráðlögðu honum að skjóta krókódílinn úr því sem komið væri. Lögreglan fór eftir þessum fyrirmælum og skaut krókódílinn ekki einu sinni heldur tvisvar en kúlurnar bara hrukku af dýrinu. Var það vegna þess að krókó- díllinn var úr steypu. Eigandi lóðarinnar sagði lögreglu síðar að hann hefði sett krókódílinn þarna sem skraut til þess að halda börnum í burtu frá vatninu. Íbúar hefðu því ekk- ert að óttast. „Það eru engir krókódílar á þessum slóðum. Við er- um of norðarlega og það er of kalt,“ sagði Bill Gra- ham, talsmaður hins opinbera í þessum málum. Lögreglumaðurinn viðurkenndi að atburðurinn hefði fengið mikla athygli. „Þegar maður lítur til baka er þetta fyndið. En við verðum að taka allar upphring- ingar alvarlega,“ sagði hann. Krókódíll í Kansasborg Þessi krókódíll er hins vegar ekta. Meira af dýrum því tollgæslan í Taílandi lagði hald á hvorki meira né minna en 451 skjaldböku í ferðatöskum úr farþegaflugi frá Bangladess til Bangkok. Einnig fundust nokkrir krókódílar og voru þessir sko alls ekki úr steypu eins og sá í Kansas. Fengurinn, sem náðist á hinum fjölfarna Suv- arnabhumi-flugvelli, er virði tæplega 3,8 milljóna króna. Tollgæslan fékk ábendingu um þennan ólöglega innflutning á dýrum. Meintur innflutningsmaður, ættaður frá Bangladess, virðist hafa fengið veður af þessum aðgerðum og flúði við komuna til Bang- kok. Þetta er stærsti fengur sem tollgæslan hefur gert upptækan frá því í september í fyrra þegar 1.140 skjalbökur fundust á einum degi. Taíland á landamæri að fjórum löndum og er töluvert reynt að smygla dýrum ólöglega inn í land- ið og gæslumenn á Suvarnabhumi leggja oft hald á lítil dýr í farangri. Þeir fundu tveggja mánaða gaml- an tígrisdýrshvolp í tösku í ágúst í fyrra. Hann var falinn á milli tígrisdýrabangsa og var á leið til Ír- ans. Talið er líklegt að skjaldbökurnar hafi átt að enda í Chatujak-markaði í Bangkok, sem er risa- stór markaður með 11.000 básum og búðum. Sér- stakur hluti markaðarins er lagður undir dýr og eru stundum seld þarna dýr sem eru í útrýming- arhættu. Með skjaldbökur í farteskinu Ein af skjaldbökunum sem lagt var hald á. Vestmannaeyja. Út við sjóndeildarhringinn bregður kvöldroða á him- ininn, eins og rétt eftir sólarlag,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Nú er sem nótt hafi fallið yfir. Stjörnur tindra á himni, dimm ský ber við sjóndeildarhringinn og kvöldroðinn má heita horfinn. Allir lit- ir eru horfnir úr landslaginu, túnin eru ekki lengur græn og fólkið á sandinum er álengdar séð eins og dökkur skuggi. Manni verður hroll- kalt. Örstutta stund, fyrst eftir almyrkvann, er óhætt að horfa berum augum á hina svörtu kringlu, sem milljónir manna beina nú athygli sinni að. Undir Eyjafjöllum blikar rafmagnsljós í bæjarglugga.“ Algjör sólmyrkvi stóð í um það bil eina mínútu. Jafn skyndilega og sól sortnaði birti svo aftur og við „höfum verið vitni að undursamlegu fyrirbrigði, séð myrkur og ljós víkja hvort fyrir öðru á örskömmum tíma, dag og nótt takast í hendur og skilja á ný með furðulegum hætti,“ segir í áðurnefnri Morgunblaðsgrein. Sólmyrkvar verða þegar tungl er nýtt. Alskuggi tunglsins hittir þá jörð og nær þar yfir takmarkað svæði í senn, en þetta svæði færist eftir jörðinni meðan myrkvi stendur. Meginatriðið er að hver sólmyrkvi nær aðeins yfir ákveðið svæði eða belti á yfirborði jarðar, segir á vís- indavef Háskóla Íslands. Á vef almanaks HÍ eru upplýsingar um næstu sólmyrkva á Íslandi. Við þurfum, skv. því sem þar kemur fram, að bíða í 14 ár eftir að sjá næsta almyrkva sem verður 20. mars 2015. Ferill myrkvans þá liggur sunnan og austan við Ísland og hér verður deild- armyrkvi og í Reykjavík mun tungl hylja 97% af þvermáli sólar. En þangað til bíðum við – og hver veit nema við upplifum þá eitthvað líkt því sem sást á Skógasandi árið 1954 þegar menn sáu myrkur og ljós víkja hvort fyrir öðru á örskömmum tíma. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Svartur sand- urinn, sem við stöndum á verður þungbúnari á svipinn og skrúð- grænt landið upp af honum missir smám saman lit sinn. Sigurður Bjarnason Blake Lively með Karli Lagerfeld stjóra Chanel en leikkonan er eitt andlita tískuhússins. Reuters ’ Lively hefur verið þekkt fyrir langa og ljósa lokka sína. Það vakti því mikla athygli þegar hún litaði hárið á sér rautt. Lively er að slá sér upp með Leonardo DiCaprio. Mynd af atriði úr Gossip Girl. Blake (Serena) með fyrrverandi kærastanum Penn (Dan).

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.