SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Side 29

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Side 29
5. júní 2011 29 reglustjóra, saksóknara og á lög- regluna sjálfa og mig sem dóms- málaráðherra höfðu áhrif á þá sem voru að eftirlitsstörfum annars staðar. Vildu þeir láta draga sig inn í svona harðvítugar umræður? Vildu þeir láta stilla sér upp að vegg og fá ásakanir um að vera útsendarar ákveð- inna pólitískra afla? Nei, örugg- lega ekki. Í kringum Baugsmálið mynd- aðist andrúmsloft sem smitaði frá sér inn í aðrar stofnanir. Nú sér enginn eftir þeim peningum sem fara í rannsókn sérstaks sak- sóknara og laun til þeirra sem vinna að þeim málum. Á tíma Baugsmálsins var illilega vegið að þeim sem rannsökuðu málið. Þá hneyksluðust menn á Alþingi færi ég fram á aukafjárveitingu til saksóknarans í Baugsmálinu. Það voru ekki bara Baugsmenn sem beittu sér, stjórnmálamenn og fjölmiðlar létu líka að sér kveða. Því miður hnignaði blaða- mennsku mjög á Baugsárunum. Hér eru enn starfandi fjölmiðla- menn sem voru ekki síður virkir þátttakendur í Baugsmálinu en viðskiptamennirnir sem eru núna úthrópaðir. Það er ástæða til að velta því fyrir sér hvort þessir fjölmiðlamenn eigi meira erindi í almenna umræðu en við- skiptamennirnir í fyrirtækja- rekstur.“ Viltu nefna einhver nöfn? „Menn geta farið í nafnskrá bókarinnar.“ Ætlarðu að skrifa fleiri bæk- ur? „Mér finnst líklegt að ég geri það, ég hef gaman af því.“ Um hvað? „Ég hef ekki gert það upp við mig. Ég þarf að skrifa um varnar- og öryggismál, um þær breyt- ingar sem urðu hér á landi þegar kalda stríðinu lauk. Þá er efni í bók að fara yfir landsdómsmálið gegn Geir Haarde. Sá mála- tilbúnaður er hneyksli að mínu mati og víti til að varast. Loks mætti skrifa bók um Icesave, svo að eitthvað sé nefnt. Ég er ekki að segja að ég muni skrifa bækur um þessi mál, en ég held að samfélag okkar þurfi á bókum að halda þar sem ákveðin lykilefni eru tekin saman án þess að menn setji sig endilega í of fræðilegar stellingar. Hraðinn er svo mikill að auðvelt er að tapa áttum og þræðinum en hann er oftast nauðsynlegur til að leiða mál til skynsamlegra lykta og skilja strauma og stefnur í samfélaginu.“ Ætlarðu að skrifa ævisögu? „Æ, ég veit ekki hvort taki því. Mér finnst skemmtilegra að fjalla um einstök málefni.“ Konsert í hlöðunni Þótt þú sért ekki lengur í eldlínu stjórnmálanna þá fylgistu vel með stjórnmálum. Hvernig finnst þér staða Sjálstæðis- flokksins nú um stundir og er Bjarni Benediktsson framtíðar- leiðtogi flokksins? „Bjarni er ungur maður sem á framtíðina fyrir sér. Icesave- málið þar sem hann lenti í and- stöðu við meirihluta eigin flokks og allar þær sviptingar sem hafa orðið hér á undanförnum mán- uðum hafa hins vegar valdið því að hann gengur í gegnum eld- raun innan flokksins. Ég hef fulla trú á því að hann hafi vilja og burði til þess. Hins vegar finnst mér stjórnarandstaðan sem heild ekki nógu sterk í gagnrýni á rík- isstjórnina.“ Þú ert enginn aðdáandi ríkis- stjórnarinnar. „Það er skelfilegt að horfa upp á þessa lélegu ríkisstjórn. Þegar friður ríkir um mál reynir hún að stofna til ófriðar um þau, hvort sem það eru stjórnarhættir landsins eða sjávarútvegurinn. Fyrir utan þá vitleysu að reyna að koma þjóðinni inn í Evrópu- sambandið án þess að nokkur vilji það, nema einstaka sérvitr- ingar. Árásir Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokkinn eru engu lagi líkar. Það er mjög ósanngjarnt að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að sitja undir ræðu eins og þeirri sem Jóhanna Sigurðadóttir flutti á flokksstjórnarþingi þar sem hún réðst á Sjálfstæðisflokkinn og talaði um lúðrablástur frjáls- hyggjunnar eins og hann hefði aðeins borist úr herbúðum flokksins. Ég er nýbúinn að skrifa þessa bók og veit vel hvernig Samfylkingin reyndi ítrekað að koma sér í mjúkinn hjá Baugsmönnum. Samfylk- ingin vildi sigla á milli Sjálfstæð- isflokksins og útrásarvíkinganna til að veita þeim vörn gegn óvin- um þeirra. Samfylkingunni væri nær að horfast í augu við eigin fortíð í Baugsmálinu í stað þess að beina spjótum að Sjálfstæð- isflokknum.“ Hvernig finnst þér að vera farinn af vettvangi stjórnmál- anna? „Ég hafði gert það svo rækilega upp við mig að hætta að því fylgdi engin eftirsjá. Ég hef líka alveg nóg að gera.“ Þið hjónin eigið hús í Fljóts- hlíð, eyðir þú miklum tíma í sveitinni? „Við Rut höfum komið okkur vel fyrir þar, en mér finnst ég aldrei vera þar nógu mikið. Núna um helgina, þegar þetta viðtal birtist, verður Rut með konsert í hlöðunni hjá okkur. Það verður gaman að sjá hvernig það heppnast. Við höfum verið með annan fótinn í Fljótshlíðinni í tæp tíu ár og líkar mjög vel. Þarna hef ég góða aðstöðu til að skrifa. Svo dytta ég að girð- ingum, slæ og raka, fer í réttir og göngur og spjalla við nágranna mína. Ég er stoltur af því að meira en 70 prósent íbúa á Suð- urlandi voru á móti Icesave, það sýnir að þetta er skynsamt fólk.“Morgunblaðið/Ómar ugsmálið í þröngum skilningi heldur áhrif Baugsmálsins og bylgjurnar sem það sendi út í allt samfélagið.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.