SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 05.06.2011, Blaðsíða 35
5. júní 2011 35 Ólafur féllst á að gefa tvær upp- skriftir að eftirréttum, önnur er ef til vill meira fyrir börnin en hin fyrir fullorðna en báðar eru bragðgóðar. Það þurfa víst allir að gera vel við sig inn á milli. Frönsk súkkulaðikaka 2 dl lagað kaffi 300 g dökkt súkkulaði 55% 300 g sykur 300 g smjör 5-6 egg Kaffið, súkkulaðið og sykurinn sett í pott og hitað. Passa þarf upp á hitann. Þegar þetta er bráðið er lögunin hrærð saman með sleif. Þá er smjörinu blandað saman við og hrært þar til smjörið hefur sam- lagast. Að lokum er eggjunum slegið sam- an við. Best er að vera búinn að píska þau áður en þeim er blandað saman við. Þegar eggin eru sett saman við má hitinn ekki vera meiri en 50°C. Lög- uninni er hellt í form sem er klætt með smjörpappír. Bakað í um 60-70 mínútur við 120°C og svo kælt. Með kökunni er gott að bera fram ferska ávexti, ískrem og þeyttan rjóma. Athugið að kakan er frekar sað- söm þannig að ein kaka ætti að duga fyrir 14-16 manns. Heslihnetu- eða möndlu-„soufflé“ 200 g heslihnetur eða möndlur 200 g sykur 9 eggjahvítur Hneturnar hakkaðar og ristaðar með sykrinum og 1/3 af hvít- unum (kælt, þó ekki ískalt). Restin af hvítunum þeytt og blandað varlega saman við. Sett í smurt form sem stráð hefur verið raspi í. Bakað í um 30 mínútur á um 200°C. Tekið úr forminu, kælt og penslað með súkkulaði. Borið fram með ávaxtasalati. Tveir góðir eftirréttir og saltfiski á laugardögum og lambakjöti á sunnudögum“. Þrátt fyrir þetta er hann opinn fyrir nýrri réttum sem krakkarnir hafa gam- an af og segir hann taco-rétti geysilega vinsæla. Hráefnið er lykilatriðið Lykilinn að því að gera góðan mat fyrir börn segir hann vera hráefnið. „Ferskt og gott hráefni er númer eitt, tvö og þrjú. Eins og með hakkið; ég kaupi bara nautahakk en ekki blandað hakk. Það er mun dýrara en skilar sér. Krakkarnir finna þetta alveg um leið.“ Til viðbótar gerir hann allar sósur frá grunni. „Ég hef heyrt að sumir kaupi bara pakkasósur og hræri út í vatn. Þetta hef ég aldrei gert enda þarf ekki kokk í svoleiðis eldamennsku.“ Honum líst ekki á hugmyndir um að nýta skólaeldhúsin fyrir stærri svæði eins og leikskólana í kring. „Ég er búinn að heyra af þessari hugmynd og finnst hún fáránleg.“ Hann segir að varla sé hægt að spara á slíku auk þess sem nóg sé að gera í skólaeldhúsinu, en hann er með tvo starfsmenn. „Við erum þrjú hérna í eld- húsinu. Ég er með tvær túrbókonur hérna með mér.“ Til samanburðar þá er eldhús á Vita- torgi þar sem eldað er fyrir þúsund Reykvíkinga á degi hverjum á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkur. Í nýlegri blaðagrein í blaðinu Reykjavík kemur fram að þar vinni 14-16 í eldhúsinu. Bíl- stjórarnir sem keyra matinn um bæinn eru ekki taldir með og er samanburð- urinn því skólaeldhúsi Seljaskóla mjög í hag. Kröfurnar til skólaeldhúsa eru vissu- lega miklar. „Þetta á að kosta helst ekki neitt og vera hollt og gott.“ Alltaf er eitthvað grænt og gómsætt með hádegismatnum í skólanum. „Það eru ávextir í boði á hverjum degi og yf- irleitt salat með matnum eða grænmeti. Ég er oft með iceberg, gúrkur og tóm- ata. Svo er ég með soðnar rófur og gul- rætur með soðna fiskinum eða rúg- brauð.“ Í umræðu um uppeldismál heyrist oft að þetta og hitt ætti að vera kennt í skólum en sjaldnar rætt um ábyrgð for- eldranna. „Það kom faðir í heimsókn einn morguninn og fór að skammast í samstarfskonu minni. Hann sagði barnið sitt vera of feitt og reyndi að kenna okkur um. Krakkarnir borða fimm mál- tíðir á viku hér,“ segir Ólafur en ljóst er að máltíðirnar á heimilinu eru mun fleiri. „Og hvað með allt nammið?“ spyr hann. Vinnur í Tjöruhúsinu á sumrin Þrátt fyrir sparnaðartal og slíkt er greinilegt að andinn í eldhúsinu hjá Ólafi og félögum er góður. Skemmti- legur vetur er að baki, krakkarnir eru að fara að byrja í sumarfríi, en við tekur nýtt verkefni hjá Ólafi sem heldur á Ísa- fjörð. „Ég er alltaf í Tjöruhúsinu á sumr- in. Vinur minn er með staðinn,“ segir hann en veitingastaðurinn er þekktur fyrir glænýjan og sérlega gómsætan fisk. „Þetta er alltaf splunkunýr fiskur, við fáum hann um morguninn og hann er kominn á pönnu í hádeginu.“ En hver er uppáhaldsmatur Ólafs? „Ætli það sé ekki villibráð? Hreindýr finnst mér rosalega gott. Og villiendur. Það finnst mér afskaplega góður matur.“ Krakkarnir skammta sér meðlætið sjálfir. Melóna er ekki bara meðlæti heldur fyrirtaks eftirréttur. Ólafur Þorkell Helgason matreiðslumaður í Seljaskóla er glaðlyndur og hefur gaman af því að umgangast nemendurna.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.