Svanir - 01.05.1939, Page 86

Svanir - 01.05.1939, Page 86
78 Eftir þetta unnum við saman flesta daga meira og minna, og hittumst oft á dag, til þess tíma, er Ellert fór heim. Við minntumst aldrei oftar á leyndarmálið. Við vorum saman eftir vinnu á kvöldin, fórum inn á Verkamannaskýli og fengum okkur kaffi og cigarettur, — við þurftum ekki að hafa fataskipti til þess að fá að sitja þar með fullri virðingu. Ég man eftir mörgu, bæði skemmtilegu og sorglegu, sem maður varð sjónarvottur að á Skýlinu, svo mörgum kynlegum atburðum úr hinu óheflaða lífi hafnarinnar. En við Ellert vorum þar svo langoftast áhorfendur aðeins, að það hlýðir ekki að segja frá því hér. Kol og salt, salt og koi — dag eftir dag. — Og það var kominn maí og angan hinna grænkandi túnbletta farið að gæta ótrúlega mikið í reykjarlykt bæjarins. Ég var niðri við höfn eins og vanalega, en þennan dag var ég í vinnu hjá Kvöldúlfi. Húsbóndi minn hafði komið mér þangað, því að þennan dag var lítil vinna hjá Alliance. Það var verið að keyra kol í einn af Kvöldúlfstogurunum. Kolin voru tekin í kolaporti Kvöldúlfs eins og vanalega, en togarinn lá vest- ur við Hauksbryggju, sennilega vegna þrengsla. Það var því um langan veg að keyra, en allt var keyrt á hestvögn- um, tveir og tveir í eyki. Ég var einn af keyrslumönnun- um. Þegar vagnarnir voru tómir, stóðum við í fremri vagn- inum og fórum greitt, okkur var svo fyrirskipað. Kol- svartir leðjupollarnir spýttust langar leiðir út undan hjól- unum. Það þótti nú eigandi að keyra hart í poll, þegar fínir menn voru á gangi nálægt. Og einu sinni, þegar ég hottaði sem ákafast á klárana, sem voru latir í hitanum, var kallað á mig með nafni: — Það er aldrei þú finnur til þín! Það var Ellert uppábúinn með ferðatösku í hendi. — Hvert skal nú? spurði ég, þótt ég reyndar vissi það vel.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Svanir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svanir
https://timarit.is/publication/805

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.