Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 4
Sigurður Sigurðsson, listmálari. (Sjálfsmynd) til menningarauka fyrir þjóðina, er ódýrt. — En nú reynir á okkur meira en nokkru sinni fyrr. Listin kemur ekki með tækninni,en þegar tæknin er orðin svona íullkomin, er engin afsökun til fyrir því að vera viðvaningur. — Það má ekki koma fyrir, að listamenn lækki kröfur sínar til sjálfsrýni. Lista- mannaþingið er ekki kallað saman til þess, að allir kyssi alla fyrir allt. Sá, sem ekki tekur fagnandi góðri gagnrýni, verður aldrei góður lista- maður. Um verk listamanna al- mennt komst Kiljan þannig að orði: „Ef líf aldarinnar er ekki kvika sjálfs listaverksins, mun það (listaverkið) ekki lifa . . .“ MYNDLISTAR- Að setningarat SÝNINGIN. höfninni lok- inni var opnuð samsýning íslenzkra myndlistarmanna í salarkynnum nýja Þjóðminjasafnsins. Við þá at- höfn færði Lúðvík Guðmundsson, / skólastjóri Handíðaskólans, Þjóð- leikhúsinu að gjöf höggmynd, Maður og Kona, eftir Tove Ólafs- son. — LÍF og LIST átti stutt tal við Þorv. Skúlason, form. Félags ís- lenzkra myndlistarmanna, og Sig- urð Sigurðsson, form. sýningar- nefndarinnar. Að þessu sinni taka þátt í sýningunni 27 listmáiarar og 6 myndhöggvarar auk húsateikn- ara. Ollum er frjálst að senda inn myndir, en dómnefnd er síðan fal- ið að velja úr. í þetta skipti var fáurn vísað frá, Jjví að reynt var eftir fremstu getu að sýna eitthvað eftir alla. Kváðust þeir harma það, að á sýninguna vantaði tilfinnan- lega marga eldri og Jtekktari mál- ara, t. d. Jón Stefánsson, Gunnl. Scheving, Gunnl. Blöndal, Ásgrím Jónsson og að ógleymdum Kjarval. Þó virðist sýningin sanna, að hægt sé að halda all-yfirgripsmikla sýn- ingu, ]>ótt að henni standi nær ein- göngu listamenn af yngri kynslóð- inni. Þegar við spurðum J)á um vinnubrögð ungra listamanna hér almennt, sögðu þeir, að sýningin bæri vitni um, að þeir hafi unnið vel undanfarið, einkum væri það áberandi, að nú væri verið að vinna meira að myndrænum verk- efnum en áður hafi tíðkazt og leit- azt væri við að finna lausn á list- rænum viðfangsefnum. Sýningin Maður og Kona, höggmynd eftir Tove Ólafsson sýndi því merkileg umbrot meðal sumra hinna ungu. Málverk á myndlistarsýningunni Snjór, eftir Þorvald Skúlason EFNI þessa heftis m. a.: Listamannaþing 1950 o O o Viðtal við Tómas Guðmundsgon, skáld o O o Á kaffihúsinu. O O O Samlíking við saltfisk, smásaga. o O o Gervimálverk, eftir Þorvald Skúlason, listmálara o o o Nýir straumar í íslcnzkri myndlist O O O Ljóð eftir Nínu Tryggvadóttur, listm. o O o Tvö musterisljóð eftir Gunnar Dal o oo Atómkvæði, eftir Ólaf Halldórsson. o O o Hlátur þess liðna. eftir Sigriði Freyju Sigurðardóttur Kvöldþankar O O 0 llm ljóðagerð, Eliots, Sitwells og Audens V________________________________ 4 LÍF pg LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.