Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 13

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 13
skapur enskrar tungu. Þessi löngu kvæði hans, sem voru fullger við útgáfu „Little Gidding",* eru ekki af hendingu einni skirð eftir ör- nefnum. Þau eru áfangar í (trú- rænni) þróun skáldsins. Megin- T. S. Eliot hugsjón og kjarni kvæða hans er óendanleiki allrar sannrar reynslu, sem Eliot tjáir í alvöruþrungum og djúpúðgum erindum, ýmist ort- um á daglegu máli eða töframáli. Hugsjón kvæða hans gleymir aldrei hlutverki sínu, sem er nær ókleift að inna af liendi, að lýsa þeim fáu innri gleðistundum, sem Eliot finnst veita lífinu eitthvert gildi. Ljóð Eliots liafa verið gagnrýnd *) Nöfn fyrstu kvæðanna „Burnt Norton“ og „East Cooker“ eiga við staði í Englandi, þar sem foreldrar Eliots bjuggu. „The Three Salvages“ er staðarnafn á strandlengju Nýja Eng- lands, þar sem Eliot fæddist. „Little Gidding" er nafn á þorp ií Cambridge- shire, þar sem hópur guðhræddra enskra manna og kvenna dró sig í hlé til að lifa bæna- og hugsanalífi. LÍF og LIST fyrir að vera áberandi þurr og safa- laus og skorta að vissu leyti ósjálf- ráða hrifnæmi, en slíkir gagnrýn- endur gera sér ekki grein fyrir raunverulegu markmiði þeirra, sem er tjáning andlegrar pílagríms- göngu. T. S. Eliot hefir einnig samið ljóðrænt leikrit „The Fami- ly Reunion“. Það er eins konar Oresteia í nýtízku búningi, sem fjallar um hið eilífa vandamál, á- sökunina og iðunina, á liinn sama og ósveigjanlega og alvöruþrungna hátt. Eina skáldkonan, sem nokkuð kveður að í Bretlandi um þessar mundir, er Edith Siíwell. Hún byrjaði að yrkja ljóð, sem voru skínandi fögur að formi til, þar sem ævintýri og ádeila voru sam- tvinnuð og túlkuð furðulega skýrt á einkar fáguðu máli. Bæði vegna styrjaldarinnar og hins, að Sitwell er nú tekin að rekjast, hefir hism- ið úr ljóðagerð hennar verið vinz- að úr. Eftir er skilin undirvitund hennar um frummátt lífs og dauða, undirvitund hennar um ást og hungur, sólina, storminn og regn- ið, og fyrir þessi frumlegu öfl finnur ungfrú Sitwell ákaflega skáldleg tákn í ljóðum sínum, en þau hafa geysilegt gildi vegna Edith Sitwell nýrrar umhyggju skáldsins fyrir margbreytileik og hinu syrgilega öfugstreymi lífsins. Mörg kvæðin í bókinni „The Song of the Cold“ (útg. 1945) eru samkennd af þessu samúðar- og mannúðarhugarfari. ICvæði eins og „The Youth with the Red Gold Hair“, sem dregur upp fullkomnar líkingar og mynd- ir og leitast við að tjá á skáldlegan hátt samband lífsins og tilverunn- ar, sýnir hin nýju öfl í ljóðagerð Sitwells í algleymingi. W. H. Auden Svipmynd af enskurn samtíðar- bókmenntum eins og hér hefir ver- ið dregin upp, hlýtur óhjákvæm- lega að verða nokkuð hlutdræg, og ef sumum skáldanöfnum hefir ver- ið sleppt úr í þessum hugleiðing- um mínum um nýjustu enska ljóðagerð, þá þarf það ekki að koma til af því, að skáldverk slíkra höfunda séu síðar eftirtektarverð en hinna, sem hér eru nefndir, heldur stafar það af því, að mér hefir virzt ákjósanlegra að kryfja nokkra höfunda rækilega en að telja upp nöfn margra höfunda og afsprengi þeirra. Þó að ég velji hér W. H. Auden til krufningar og sleppi skáldum eins og Stephen Spender, Cecil Day Lewis og Louis MacNeice, þá þarf það ekki nauð- 13 t

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.