Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 9
Barnið ungu konunnar SMÁSAGA eða BROT. Borgin var köld og grá og stóð á flatneskjunni. Þar rigndi næstum allan ársins hring. Á daginn var verzlun öll í óðagangi, því að fólk- ið lifði aðallega á því að pretta ná- ungann, helzt nógu elskulega auð- vitað, að svíkja undan skatti, helzt nógu elskulega. Þá gátu margir orð- ið enn auðugri, reist sér dýrleg hús, sem voru þó grá og ljót hús, sálar- laus og smekklaus hús, eins og fólk- ið, sem prettaði náungann....... Presturinn eða prestarnir sungu messu á hverjum sunnudegi — drottni almáttugum til dýrðar og velþóknunar og fólkinu, forsetan- um og stjórninni til blessunar. Og þó var enn haldið áfram að pretta náungann á marga vegu, sækjast eftir veraldlegum auði og metorð- um, því að í þessari einhæfu borg dafnaði hræsnin og í þessu einhæfa mannfélagi blómgaðist undirferli betur en jafnvel sjálf skrautblómin í verðlaunagörðum svokallaðs fegr- unarfélags borgarinnar. . . Á kvöld- in var svo kveikt á götuljósunum og reynt að flýsa upp götur og torg. . . . 1 þessari borg fæddust börn með sömu fegurðarþrá og sömu fegurðarkennd og önnur börn ann- ars staðar í heiminum, en skólarnir virtust keppa að því markvisst að drepa það allt með smásmuguleg- um fræðslulögum, svo að menntun- in og „uppfræðslan" rann öll í sama farveg, einhæfan, vélrænan og sviplausan farveg. Þess vegna varð lítill eða enginn munur á hin- um ómenntuðu og hinum svoköll- uðu menntuðu. . . . Og þegar í nauðirnar rak, ákallaði fólkið frels- arann. Af hverju? Oftast nær af sjálfselsku og síngirni. Stöku auð- menn með vonda samvizku lögðu fé af mörkum til líknargjafa. Af liverju? Af tómri sjálfelsku og eig- ingirni. Mitt í hringiðu þessa ömurlega og „fátæka" mannfélags urðu ung stúlka og ungur maður ásthrifin hvort af öðru — eða töldu sér trú um það, að minnsta kosti. Ungi maðurinn elskaði auð og- alla þá úthverfu fegurð, sem hann skynj- aði og smekkur lians náði til. En unga konan elskaði aðra fegurð, einhverja fegurð,semnáðilengra og dýpra en úthverfir munir eins og dýr liúsgögn og gljáfægð bifreið af nýjustu gerð; einhverja þá fegurð, sem veitti innri gleði og varanlega fróun; einhverja fegurð, sem var skapandi og kom ekki úr verk- smiðjum. Þess vegna langaði kon- una til þess að eignast barn, fallegt barn, sem veitti lífi hennar ein- hvern ferskleika. Og ungu konunni varð að ósk sinni. Barnið fæddist snemma um sumarið. Einhvernveg- inn vildi það svo til, að sumarið það rigndi lítið í borginni — öðru vísi en endranær. Það virtist alltaf bjart í veðri. Að minnsta kosti fannst ungu konunni það. Og jafn- vel þó að regnið hamaðist á glugg- unum. Maðurinn ungi skeytti lítið um Jrað, hvort bjart væri í veðri, en hélt áfram að græða fé á tá og fingri, pretta náungann af fremsta mætti, svo að svitinn draup af enn- inu. Og nú tók að kólna í sambúð ungu hjónanna. Konan fór nú smám sarnan að sjá í gegnum Jrenn- an siðfágunarhjúpverzlunarmanns- ins, sem hafði heillað hana svo mjög fyrst í stað. Og til þess að stríða honum sagði hún eitt sinn við hann: „Næst, jsegar þú ætlar að gefa mér eitthvað, skaltu fasra mér fall- ega listabók, hún má vera hvort licldur sem er eftir Matisse eða Gauguin. Þig rnunar ekkert um Jrað. Þær kosta ekki nema fimmtíu krónur. Það er hreint smáræði á borð við margan rándýran óþarfa, sem þú ert alltaf að viða að heimil- inu. Ég sá í morgun svo ljómandi fallegar, erlendar listabækur í litlu bókabúðinni liérna á horninu, en Jjví miður hafði ég enga peninga meðferðis. Dragtin má bíða, sem J)ú lofaðir mérl“ „Skelfing hefirðu breytzt, rnann- eskja,“ sagði vesalings maðurinn og gekk snúðugt á braut. o o o Og barnið litla óx og dafnaði, hló og brosti framan í veröldina og móður sína. Allt það, sem unga konan hafði liingað til farið á mis við í sambúðinni við mann sinn, fann hún nú og sá í J)essu ómálga og hjálparvana barni. Augu barns- ins voru stór og falleg, svipur þess allur tær og lireinn, en J)ó blæ- brigðaríkur. í návist þessa svip- hreina og stílhreina barns fann hún þann yl, þá birtu, J)á fegurð, })að líf, J)á guðdómlegu liti, sem hún skynjaði stundum í myndun- um í erlendu listabókunum, er fengust í litlu bókabúðinni og hún hafði tekið fram yfir dragtina. Gerizt áskrifendur að LÍFI og LIST LÍF og LIST 9

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.