Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 17

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 17
tala. í öngum sínum gleymdi ungi maðurinn áformunum, sem hann hafði gert um breytni sína gagn- vart stúlkunni. Þau fóru út úr bifreiðinni, þar sem langt engi teygðist niður að bakkanum í Vínlæk og þar í dimmri birtunni urðu þau elsk- endur. Þegar þau komu til bæjar- ins um miðnætti, voru þau bæði glöð. Það hvarflaði ekki að þeim, að neitt í framtíðinni mundi geta þurrkað út undur og fegurð þess, sem hafði gerzt. „Nú verðum við að standa saman. Hvað sem fyrir kemur, verðum við að gera það,“ sagði Ned Currie, um leið og hann skildi við stúlkuna heima hjá henni. Blaðamanninum unga heppnað- ist ekki að fá stöðu við blað í Cleveland og hélt áfram vestur til Chicago. Um skeið var hann ein- mana og skrifaði Lisu nærri dag- lega. Þá lenti hann í greipum borg- aralífsins, hann fór að eignast vini og ný hugðarefni. í Chicago var hann í fæði, þar sem nokkrar kon- ur voru til húsa. Athygli hans beindist að einni þeirra, og hann gleymdi Lísu í Winesburg. í árslok var hann hættur að skrifa bréf, og aðeins endrum og eins, þegar hann var einmana, eða þegar hann fór inn í borgargarðana og sá tunglið skína á grasið, eins og það hafði skinið kvöldið forðum á engið við Vínlæk, aðeins þá varð honum hugsað til hennar. Stúlkan í Winesburg, sem hafði verið elskuð, var orðin fullvaxin kona. Faðir hennar, sem átti söðla- verkstæði, dó snögglega, þegar hún var tuctugu og tveggja ára gömul. Söðlasmiðurinn var gamall her- maður, og eftir fáeina mánuði fékk konan hans ekknastyrk. Fyrstu peningunum varði hún til að kaupa sér vefstól og gerðist gólf- teppavefari, og Lísa fékk stöðu í búðinni hjá Winney. Um mörg ár hefði ekkert getað fengið hana til að trúa öðru en því, að Ned Curr- ie mundi að lokum koma aftur til hennar. Lísa álasaði ekki Ned Currie fyr- ir það, sem hafði gerzt í tunglsljós- inu á akrinum, heldur fannst henni, að hún gæti aldrei gifzt neinum öðrum manni. Henni hraus hugur við því að gefa öðr- um það, sem henni fannst tilheyra Ned einum. Þegar aðrir ungir menn fóru á stúfana við hana, vildi hún ekki sinna þeim. „Ég er eiginkona hans og skal vera eigin- kona hans, hvort sem hann kemur aftur eða ekki,“ hvíslaði hún með sjálfri sér, og þrátt fyrir sjálfs- bjargarvilja hennar gat hún ekki botnað í þeim sívaxandi hugar- fóstrum nútímans, að konan eigi sig sjálf og henni beri að þiggja og gefa aðeins í slna eigin þágu. Lísa vann í krambúðinni frá átta á morgnana þangað til sex á kvöld- in, og þrjú kvöld í viku fór hún aftur í búðina til að vinna frá sjö til níu. Þegar tímar liðu og liún varð meira og meira einmana, tók hún til ráða sem tíðkast hjá ein- mana fólki. Þegar hún var komin upp í svefnherbergið sitt á kvöldin, kraup hún á gólfinu til að biðjast fyrir, og í bænum sínum hvíslaði hún því, sem liún vildi segja við elskanda sinn. Hún fór að hænast að dauðum hlutum og gat ekki þol- að neinum að snerta húsmunina hjá sér. Hún hafði byrjað á því að spara peninga í vissum tilgangi, nú hélt hún því áfram, eftir að áform- ið um að fara til borgarinnar og finna Ned Currie var farið út um þúfur. Það var orðið að fastri venju, og þegar hún þurfti nýrra fata með, neitaði hún sér um þau. Stundum á rigningardögum tók hún fram bankabókina sína í búð- inni, lét hana liggja opna fyrir framan sig og dreymdi um það tímunum saman, sem raunar var ómögulegt, að spara nóga peninga til þess að hún og verðandi eigin- rnaður hennar gætu lifað af vöxt- unum. „Ned hafði alltaf gaman af að ferðast,“ hugsaði hún. „Ég ætla að gefa honum tækifæri til þess. Ein- hvern tíma þegar við erum gift og ég get sparað bæði af lians pening- urn og mínum, skuluin við verða rík. Þá getum við ferðast saman út um allan heim.“ í krambúðinni urðu vikurnar að mánuðum og mánuðurnir að ár- um, á meðan Lísa beið og dreymdi um heimkomu elskhuga síns. At- vinnuveitandi hennar, gráhært gamalmenni með grátt yfirskegg, sem hékk yfir munninn, var ekki sérstaklega ræðinn, og stundum þegar rigndi og vetrarvindar æddu um Aðalstræti, liðu langar stundir, án þess að viðskiptavinirnir litu inn fyir. Lísa staflaði vörunum. Hún stóð við framgluggann, þar sem hún gat horft niður eftir auðu strætinu og fór að hugsa um kvöld- in, þegar hún liafði gengið þar með Ned Currie og um það sem hann hafði sagt. „Við verðum að standa saman.“ Orðin ómuðu og bergmál- uðu í huga hinnar gjafvaxta konu. Tárin komu fram í augun á henni. Stundum þegar húsbóndi hennar hafði farið út og hún var ein í búð- inni, lagði hún höfuðið nðiur á borðið og grét. „Ó, Necl, ég bíð,“ hvíslaði hún aftur og aftur, og sí- fellt færðist í aukana ótti hennar við það, að hann mundi aldrei koma aftur. Á vorin, þegar rigningarnar eru gengnar um garð og áður en hinir heitu dagar sumarsins eru komnir, er landið umhverfis Winesburg yndislegt. Þorpið liggur mitt á rneðal eggsléttra akra, en handan við akrana eru skógaflákar. Þar eru skjólgóð rjóður, þægilegir kimar, þar sem elskendur tylla sér niður á sunnudögum. Út á milli trjánna LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.