Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 22

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 22
sjónarsviði þessa húss, heldur verð- ur myndlistin að fá að njóta sín þar — ekki sízt! Erlendis tíðkast það víðast hvar í raenningarríkj- um, að skapandi listmálarar eru fengnir til að fegra og skreyta leik- svið; til að mynda hafa flestir mál- arar franskir, sem nokkuð kveður að, gert uppdrætti að leiktjöldum, svo sem þeir Picasso, Leger og Miro. Uppdrœttir Ninu fyrirmyndin. ÞETTA HLYTI forráðamönn- um Þjóðleikhússins að finnast eðli- leg og tímabær tillaga, ef þeir skyggndust inn á samsýningu ís- lenzkra myndlistarmanna og sæju þar uppdrætti þá, er Nína Tryggvadóttir, listmálari, hefir gert að leiktjöldum og búningum . í ballettnum, Sögu hermannsins, eftir Stravinsky. Ballet þessi var sýndur í New York 1946 á vegum International Society of Contem- porary Music, American Section, og var leiksviðsskreyting Nínu mjög rómuð. M. a. luku blöðin „Tribune“ og „Times“ á hana miklum lofsyrðum. Þessir uppdrættir Nínu eru skemmtilega sérkennilegir, smekk- legir og listrænir. Þeir eru merki- leg nýjung í íslenzkri myndlist og hljóta að færa mönnum sanninn Sigríður Freyja Sigurðardóttir: Hlátur þess Ganga hans var orðin erfið, því að hann var að þrotum kominn. Hann flakkaði úr einum stað í annan. Það var hans líf. Hann elsk- aði að fjarlægast hinn staðinn, en nálgast þann næsta. Lífið hafði verið erfitt fyrir hann, en hann komst alltaf einhvern veginn af. Hann hafði lifað sitt bezta og feg- ursta, og nú nístu sorgirnar hjarta hans, en það voru beizkir harmar. En það er gott að þjást, tii þess að skilja betur tilgang þessa lífs. Hann byrjaði að raula Iagið, sem hann unni mest allra laga. Hve það var angurþýtt eins og líf hans sjálfs, fyrst milt og þýtt, svo trega- kennt og harmþrungið. Skyldi hann fá að lifa fleiri gleðistundir, stundir, sem geyma mundu yndi og fegurð. Já, það hlaut að vera. Allt í einu færðist myrkur yfir göfugan svip þessa aldna manns. Sorgir og um þörf á, að íslenzkri myndlist standi opnar dyrnar að Þjóðleik- húsi íslands. nístandi biturleiki, ristu mynd þess liðna fram í huga hans. Axlir hans sigu niður og aflvana lagðist hann niður við fagurt tré. Þetta tré var fegurst allra trjánna í þessum skógi, sem hann var nú staddur í. Það var eins og huggun, sem sagði, að enn væri til fegurð, þrátt fyrir allt. Og hann gaf sig á tal við lífið. Þú liefir gefið mér margt og sagt mér hvers virði það allt er, en eitt met ég mest. Lífið langaði, til þess að vita, hvert af sínum miklu auð- æfum væri dýrast. Hann hló og sagði: Komdu með mér leiðina, sem hef farið, á ný. Jæja, sagði lífið, allt þetta met ég, en hvað metur þú mest. Fagra líf, sagði hann, ef mér væri ekki gefinn skilningur, væri ég eins mikil þögn og dauðinn. Sælubros færðist yfir varir mannsins, og yfir ásjónu hans skein angurblíður friður. í samanburði við sams konar athöfn hjá villimönnum. Fermingin er hlægi- leg fyrir trúlausa fjölskyldu, tilgangs- laus serimonía, sem hvorki barn né foreldri skilur upp né niður í, en þrælsótti við sið og venju og nágranna rekur þau til að taka þátt í. Vér tökum undir með hinni trúlausu fermingar- stúlku, sem sagði: „Æ, hver skollinn. Ætlar nú presturinn að fara að eyði- leggja fyrir okkur hvítasunnuna". Hvað á að gera? SÁ ÓSIÐUR, að heiðnir foreldrar fari með heiðin börn sín til fermingar í kristnu guðshúsi, er máske einkamál viðkomenda eins og t. d. líkamlegur þrifnaður, en kemur þó öllum við að nokkru leyti. Hitt er aftur algjört einkamál fjölskyldu, hvort hún drekk- ur sig fulla á fermingardag barnsins og hversu marga metra af Norðrabókum hún gefur fermingarbarninu. Munum vér því eigi telja oss þess umkomna að skipta oss af þessu atriði, heldur að- eins leyfa oss að benda á, af almennri virðingu fyrir hagnýti tugakerfisins, að eðlilegra virðist að binda fjölskyldu- ““fyllirí þessi við t. d. 10 eða 15 ára fermingardaga bamanna. En ferming- in sjálf er opinber athöfn í ríkisstofn- un, og því er oss rétt að benda á, hversu hneykslanleg hún er í aðra röndina, og vekja máls á, hvort ekki eru tök á að losa fólk úr þessari sjálf- heldu vanans. Ætti máske að stofna til félagsskapar til að athuga þetta mál? Oss virðist þetta umhugsunarefni. Andlegur hordauði. ALLTAF STÆKKAR horlopinn á Mánudagsblaðinu, og mestar horfur á, að það dragist alveg upp, ef vorið verður hart. Hvað skyldi hin mörgmn- leiða langgelda um Kilp Arnórsson hafa aukið lesendafjölda þess mikið? Og skyldi Jón vera dauður? Skömm er, að andlát hans hefur ekki verið tilkynnt opinberlega, því að margur hefði feg- inn viljað gráta yfir gröf hans. Vér segjum til vonar og vara: Requiescat in pace. 22 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.