Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 18
horfa þau yfir akrana og sjá bænd- urna að verki kringum heyhlöð- urnar eða fólk akandi fram og aft- ur um þjóðveginn. í þorpinu hringja klukkur, og endrum og eins fer eimlest fram hjá og lítur út eins og leikfang í fjarlægð. Nokkur ár liðu svo, eftir að Ned Currie fór burt, að Lísa lagði ekki í skógarför á sunnudögum með öðru ungu fólki, en dag nokkurn tveim eða þrem árum eftir að hann var farinn og henni fannst einver- an óbærileg, klæddi hún sig í beztu fötin og lagði af stað. Hún fann sér dálitla laut, þaðan sem sá yfir þorpið og langa spildu af ökrun- um, og settist. Þá fór um hana ótti. Henni fannst hún mega sín lítils og ískyggilegt, hvað aldurinn var að færast yfir liana. Hún gat ekki setið kyrr og reis á fætur. Á meðan hún stóð og horfði yfir landið, kom eitthvað, ef til vill hugsunin um hið sístreymandi líf, eins og það birtist í árstíðunum, eitthvað sem beindi huga hennar að árunum sem voru óðum að líða. Hún titr- aði af skelfingu, þegar henni varð það ljóst, að fegurð og ferskleiki æskunnar voru horfin. í fyrsta sinn fann hún til þess, að hún hafði verið svikin. Hún skellti ekki skuldinni á Ned Currie og vissi ekki, hverjum var um að kenna. Það seig á hana Irryggð. Hún Jét fallast á hnén og reyndi að biðjast fyrir, en í staðinn fyrir bænarorð hrutu mótmæli af vörum hennar. „Mér hlotnast ham. aldrei. Ég mun aldrei finna hana. Hvers vegna lýg ég að sjálfri mér?“ öskraði hún, og skrýtin fróunartilfinning kom á eftir þessu, hinni fyrstu einörðu til- raun hennar til að standa and- spænis óttanum, sem var orðinn þáttur í daglegu lífi hennar. Árið, sem Lísa Hindman varð tuttugu og fimm ára, kom tvennt fyrir, sem rauf deyfð og tíðinda- leysi daganna. Móðir hennar gift- ist Bush Milton, bílamálaranum í Winesburg, og sjálf gerðist Lfsa meðlimur í Meþódistakirkjunni í Winesburg. Hún gekk í kirkjuna af því að hún var farin að örvænta um sinn hag, hún var orðin svo einmana. Síðara hjónaband móð- ur hennar jók á einangrun hennar. „Ég er að verða gömul og skrýtin Ef Ned kemur, vill hann mig ekki. í borginni, þar sem hann býr, eru menn eilíflega ungir. Þeir eiga svo annríkt, að þeir hafa ekki tíma til að verða gamlir,“ sagði hún við sjálfa sig með hörkulegu brosi. Nú gekk hún rakleitt að því, að kom- ast í kynni við fólk. Á hverju fimmtudagskvöldi, þcgar búið var að loka búðinni, fór hún á bæna- samkomu í kirkjukjallaranum, og á sunnudögum mætti hún á klúbb- fundunum. Will Hurley var miðaldra búðar- maður, og meðlimur í kirkjusöfn- uðinum. Hann bauðst til að ganga með henni heirn. Hún hafði ekki á móti því. „Auðvitað ven ég hann ekki á það að vera með mér, en þó að hann heimsæki mig einstöku sinnum, ætti það ekki koma að sök,“ sagði hún sjálfri sér, ákveðin að halda áfram tryggðinni við Ned Currie. Án þess að Lísa gerði sér Ijóst, hvað var að gerast, leitaðist hún við, af veikum mætti fyrst, en með sívaxandi einurð, að taka lífið nýju taki. Hún gekk þögul við hlið búðarmannsins, en stundum kom það fyrir í myrkri, að hún rétti út höndina og strauk henni létt um frakkann hans. Þegar hann kvaddi hana við hliðið, fór hún ekki inn, heldur stóð augnablik við dyrnar. Hana langaði til að kálla á búð- armanninn og biðja liann að sitja sér í myrkrinu á tröppunum, en var hrædd við að hann mundi mis- skilja þetta. „Það er ekki hann, sem ég vil," sagði hún við sjálfa sig. „Ég vil forðast að vera svona mikið einsömul. Ef ég gái ekki að mér, venst ég af því að vera með fólki.“ Snemma hausts á tuttugasta og sjöunda ári Lísu varð hún gripin af ástríðuþrungnu eirðarl. Henni var óbærilegt að vera í návist við búðarmanninn, og þegar hann kom til hennar á kvöldin til að fara með henni á göngu, gerði hún hann afturreka. Hugur hennar komst á ringulreið, og þegar hún kom heim á kvöldin, úrvinda af þreytu eftir stöðurnar í búðinni, skreiddist hún í bólið, en gat ekki sofnað. Starandi augum horfði hún fram í myrkrið. Hún var eins og barn, sem vaknað hefur af löngum svefni, ímyndun hennar þeystist um herbergið. Þó var eitthvað í henni undir niðri, sem ekki vildi iláta blekkjast af hugmyndafluginu, en krafðist ákveðins svars af lífinu. Lísa greip kodda í fangið og þrýsti honum að brjósti sér. „Hvers vegna skeður ekki eitthvað? Hvers vegna er ég skilin eftir alein?“ tautaði hún. Enda þótt hún hugs- aði stundum til Ned Currie, treysti hún ekki lengur á hann. Löngun hennar hafði lamazt. Hana langaði ekki ií Ned Currie eða neinn ann- an mann. En hún þráði að vera elskuð, að fá eitthvað til að svara kallinu, sem var sífellt að verða há- værara innra með henni. Og þá varð það kvöld nokk- urt, þegar rigndi, að Lísa lenti í ævintýri. Það gerði hana hrædda og ruglaða. Hún hafði komið heim úr búðinni klukkan níu og enginn var heima. Bush Milton hafði far- ið til borgarinnar og móðir hennar í heimsókn til nágranna. Lísa fór upp í herbergið sitt og háttaði í myrkrinu. Andartak stóð hún við gluggann og hlustaði á regnið lemja á rúðunni, og þá varð hún gagntekin furðulegri löngun. Án þess að staðnæmast til að hugsa 18 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.