Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.05.1950, Blaðsíða 10
MYNDLIST Líf og List mun gera sér far urn að greina lesendum frá nýjabrumi á sviði íslenzkrar myndlistar, kynna að einhverju leyti unga listmálara, sem nú eru að risa upp með þjóð- inni, segja fréttir af sýningum þeirra og yfirleitt reyna að fylgjast eins ítarlega með starfi þeirra og sókn og auðið er. Þess vegna er það ekki ófyrirsynju, að við getum hér fyrst Sverris Haraldssonar, sem er yngsti listmálarinn í Félagi ís- lenzkra myndlistarmanna og auk þess einn þeirra, sem vænlegur er til stórframa á listabrautinni. FERILL. Sverrir er aðeins tvítugur, f. 18. marz 1930 í Vestmannaeyjum, son- ur hjónanna Önnu Kristjánsdóttur og Haralds Bjarnasonar, starfs- manns á Skattstofunni í Reykjavík. Þegar foreldrar Sverris fluttust til Reykjavíkur skömmu fyrir stríðs- byrjun, varð hann eftir hjá föður- foreldrum sínum í Vestmannaeyj- um. Ólst hann þar upp til sextán ára aldurs og lauk iðnskólaprófi. Ekki mun þó hugur hans liafa hneigzt til iðnáms, heldur ætíð sveigzt inn á það svið, sem hann nú er staddur á Haustið 1946 flutt- ist Sverrir til Reykjavíkur og settist í Handíðaskólann. Tók þegar að bera á hæfileikum hans, smekkvísi og listþroska. Hef- ir list hans tekið mörgum breyting- um og farið „í gegnum“ ýmis }rró- unartímabil. Myndir þær, sem hann gerði, áður en liann hóf hér listnám, eru eftirtektarverðar, einkanlega að því leyti, hvernig þær eru byggðar upp, því að þar Nýir straumar í íslenzkri myndlist Nokkur orð um ungan og efnilegan listmálara er myndflöturinn látinn ráða, en ekki nrótívið, þ. e. a. s. myndin er gerð vegna myndarinnar og á að skoðast út af fyrir sig eins og öll óhlutlæg (abstrakt) list. Auðvitað er það engin nýjabóla á myndlist- arsviðinu, en það hlýtur að vekja furðu, að Sverrir hefir sjálfur fund- ið hjá sér einlæga þörf til abstrakt- túlkunar, án þess að nokkur hvísl- aði því að honum, að eina listin, sem máli skipti, yrði að vera ab- strakt. Myndir Sverris bera það líka yfirleitt með sér, að þær eru sannar og einlægar, unnar af alúð og kostgæfni, þar sem borin er virð- ing fyrir viðfangsefninu. Hér er Sverrir Haraldsson. Sumardagur. hvorki kák, tilgerð né yfirborðs- mennska að verki, heldur skapandi leit að nýjum miðum. Litaval er smekklegt, margbrotið, en harmón- ískt. Margar myndir Sverris eru fíngerðar og auðkennast af litlum litaflötum, sem sindra og brotna eins og 1 jósfletir i „mósaik“. T. d. kemur það skýrt fram í myndinni, Frá Vestmannaeyjum, sem birt er hér ljósmynd af. En það, sem gef- ur góðar vonir um mikla þróun í list Sverris, er miskunnarlaus, en þó heilbrigð gagnrýni á sjálfs sín verk, og væri vel, ef segja mætti slíkt hið sama um marga kollega lians. Sverrir hefir alls tekið þátt í fjór- um málverkasýningum; sýndi fyrst á samsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna haustið 1948, en um það leyti gerðist hann meðlim- ur félagsins. Því næst á Sölusýn- ingunni fyrir jólin 1948, þá á Reykjavíkursýningunni og nú síð- ast á Finnlandssýningunni. HITT og ÞETTA. Líf og List hitti Sverri að máli á dögunum og bað hann að segja sitt hvað af sjálfum sér. — Hve lengi varstu þarna í Handíðaskólanum? — Ég kom þangað haustið 1946 og var þar tvo vetur. Kurt Zier halði að góðvild sinni leyft mér að senda myndir og sendi hann mér þær aítur með ýmsum athugasemd- um. Hvatti hann mig til listnáms, og varð það úr, að ég hóf nám þar við skólann. 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.